Land Cruiser leit fyrst dagsins ljós árið 1951 og var hugsaður sem tæki fyrir löggæsluyfirvöld í Japan til að tækla hrjóstugar aðstæður.
Þegar Land Cruiser BJ var kynntur til sögunnar var skyndilega kominn bíll sem gat farið leiðir sem áður voru einungis færar á hestbaki. BJ bíllinn var notaður í hernaði.
Eftir að fyrsta kynslóðin sló í gegn var kynnt til sögunnar 20 línan. Við hönnun hennar var lögð áhersla á aukin þægindi og japanski herinn ekki lengur eini viðskiptavinurinn. Trú á óbilandi Land Cruiser bíla hóf að festast í sessi hjá vissum hópum viðskiptavina.
Toyota Corolla hefur þó selst í rúmlega 44 milljónum eintaka um allan heim og er mest seldi bíll í heiminum.