Uppgjör: Hamilton vinnur þúsundasta kappaksturinn Bragi Þórðarson skrifar 15. apríl 2019 16:30 Lewis Hamilton náði sínum öðrum sigri á árinu í kínverska kappakstrinum Getty Lewis Hamilton byrjaði annar á ráspól í þúsundasta kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina. Bretinn fór mun betur af stað heldur en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, sem að sat á ráspól. Strax í fystu beygju hafði fimmfaldi meistarinn náð forustu og lét Lewis hana aldrei af hendi. Bottas varð að sætta sig við annað sætið í nokkuð viðburðalitlum kappakstri. Fyrir vikið missti Finninn fyrsta sætið í heimsmeistarakeppninni til liðsfélaga síns. Mercedes liðið byrjar tímabilið frábæralega, eftir þrjár keppnir er liðið með fullt hús stiga í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem að lið hefur klárað fyrstu þrjár keppnir ársins í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á árinuGettyFerrari enn án sigurs í árSebastian Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðastliðin tvö ár. Þjóðverjinn komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall á árinu er hann kláraði þriðji um helgina. Vettel situr fjórði í mótinu, 31 stigi á eftir Hamilton. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, tapaði sigri í síðustu keppni á grátlegan hátt er vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Segja má að liðið hafi kastað Leclerc í hundana í kínverska kappakstrinum. Charles komst upp í þriðja sætið á undan Vettel í ræsingunni. ,,Hleyptu Vettel framúr’’ fékk Leclerc að heyra í talstöðinni á hring 10. Mónakóbúinn varð að ósk liðsins þrátt fyrir að hraði ökuþóranna virtist vera sá sami. Til að bæta gráu ofan á svart beið liðið alltof lengi með að skipta um dekk á bíl Leclerc, fyrir vikið missti hann Max Verstappen fram fyrir sig í þjónustuhléunum og endaði því fimmti. Nú fer Formúlu 1 sirkusinn yfir í Evrópu þar sem næsta umferð fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton byrjaði annar á ráspól í þúsundasta kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina. Bretinn fór mun betur af stað heldur en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, sem að sat á ráspól. Strax í fystu beygju hafði fimmfaldi meistarinn náð forustu og lét Lewis hana aldrei af hendi. Bottas varð að sætta sig við annað sætið í nokkuð viðburðalitlum kappakstri. Fyrir vikið missti Finninn fyrsta sætið í heimsmeistarakeppninni til liðsfélaga síns. Mercedes liðið byrjar tímabilið frábæralega, eftir þrjár keppnir er liðið með fullt hús stiga í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem að lið hefur klárað fyrstu þrjár keppnir ársins í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á árinuGettyFerrari enn án sigurs í árSebastian Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðastliðin tvö ár. Þjóðverjinn komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall á árinu er hann kláraði þriðji um helgina. Vettel situr fjórði í mótinu, 31 stigi á eftir Hamilton. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, tapaði sigri í síðustu keppni á grátlegan hátt er vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Segja má að liðið hafi kastað Leclerc í hundana í kínverska kappakstrinum. Charles komst upp í þriðja sætið á undan Vettel í ræsingunni. ,,Hleyptu Vettel framúr’’ fékk Leclerc að heyra í talstöðinni á hring 10. Mónakóbúinn varð að ósk liðsins þrátt fyrir að hraði ökuþóranna virtist vera sá sami. Til að bæta gráu ofan á svart beið liðið alltof lengi með að skipta um dekk á bíl Leclerc, fyrir vikið missti hann Max Verstappen fram fyrir sig í þjónustuhléunum og endaði því fimmti. Nú fer Formúlu 1 sirkusinn yfir í Evrópu þar sem næsta umferð fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira