Uppgjör: Hamilton vinnur þúsundasta kappaksturinn Bragi Þórðarson skrifar 15. apríl 2019 16:30 Lewis Hamilton náði sínum öðrum sigri á árinu í kínverska kappakstrinum Getty Lewis Hamilton byrjaði annar á ráspól í þúsundasta kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina. Bretinn fór mun betur af stað heldur en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, sem að sat á ráspól. Strax í fystu beygju hafði fimmfaldi meistarinn náð forustu og lét Lewis hana aldrei af hendi. Bottas varð að sætta sig við annað sætið í nokkuð viðburðalitlum kappakstri. Fyrir vikið missti Finninn fyrsta sætið í heimsmeistarakeppninni til liðsfélaga síns. Mercedes liðið byrjar tímabilið frábæralega, eftir þrjár keppnir er liðið með fullt hús stiga í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem að lið hefur klárað fyrstu þrjár keppnir ársins í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á árinuGettyFerrari enn án sigurs í árSebastian Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðastliðin tvö ár. Þjóðverjinn komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall á árinu er hann kláraði þriðji um helgina. Vettel situr fjórði í mótinu, 31 stigi á eftir Hamilton. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, tapaði sigri í síðustu keppni á grátlegan hátt er vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Segja má að liðið hafi kastað Leclerc í hundana í kínverska kappakstrinum. Charles komst upp í þriðja sætið á undan Vettel í ræsingunni. ,,Hleyptu Vettel framúr’’ fékk Leclerc að heyra í talstöðinni á hring 10. Mónakóbúinn varð að ósk liðsins þrátt fyrir að hraði ökuþóranna virtist vera sá sami. Til að bæta gráu ofan á svart beið liðið alltof lengi með að skipta um dekk á bíl Leclerc, fyrir vikið missti hann Max Verstappen fram fyrir sig í þjónustuhléunum og endaði því fimmti. Nú fer Formúlu 1 sirkusinn yfir í Evrópu þar sem næsta umferð fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton byrjaði annar á ráspól í þúsundasta kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina. Bretinn fór mun betur af stað heldur en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, sem að sat á ráspól. Strax í fystu beygju hafði fimmfaldi meistarinn náð forustu og lét Lewis hana aldrei af hendi. Bottas varð að sætta sig við annað sætið í nokkuð viðburðalitlum kappakstri. Fyrir vikið missti Finninn fyrsta sætið í heimsmeistarakeppninni til liðsfélaga síns. Mercedes liðið byrjar tímabilið frábæralega, eftir þrjár keppnir er liðið með fullt hús stiga í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem að lið hefur klárað fyrstu þrjár keppnir ársins í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á árinuGettyFerrari enn án sigurs í árSebastian Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðastliðin tvö ár. Þjóðverjinn komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall á árinu er hann kláraði þriðji um helgina. Vettel situr fjórði í mótinu, 31 stigi á eftir Hamilton. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, tapaði sigri í síðustu keppni á grátlegan hátt er vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Segja má að liðið hafi kastað Leclerc í hundana í kínverska kappakstrinum. Charles komst upp í þriðja sætið á undan Vettel í ræsingunni. ,,Hleyptu Vettel framúr’’ fékk Leclerc að heyra í talstöðinni á hring 10. Mónakóbúinn varð að ósk liðsins þrátt fyrir að hraði ökuþóranna virtist vera sá sami. Til að bæta gráu ofan á svart beið liðið alltof lengi með að skipta um dekk á bíl Leclerc, fyrir vikið missti hann Max Verstappen fram fyrir sig í þjónustuhléunum og endaði því fimmti. Nú fer Formúlu 1 sirkusinn yfir í Evrópu þar sem næsta umferð fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira