Bjölluat dauðans Þórarinn Þórarinsson skrifar 26. apríl 2019 07:00 Haft er eftir Winston Churchill að ekkert í lífinu sé jafn hressandi og að byssukúlan hitti ekki í mark þegar skotið er á mann. Óvitlaust þar sem lífið er aldrei dýrmætara en þegar dauðinn minnir á sig. Held ég hafi fundið kjarnann í málshætti Churchills þegar ég greindist með krabbamein fyrir viku. Ég tók þessu að sjálfsögðu af æðruleysi enda var mér eiginlega alveg sama. Þarna græddi ég loksins á þeim andlegu meinum sem hafa truflað tilveru mína; þunglyndi, kvíði, ógreindur athyglisbrestur og ofvirkur alkóhólismi hafa valdið því að öll mín fullorðinsár hef ég verið miklu hræddari við að lifa heldur en að deyja. Þannig að þetta var ekki svo slæmt þegar dauðinn bankaði loksins upp á hjá mér. Þangað til ég þurfti að segja kærustunni minni og börnum mínum frá greiningunni og reyna að gera sem minnst úr þessu fyrir þá yngstu. Þegar ég fann hvernig þetta ógeðslega orð „krabbamein“, hlaðið feigð, hafði meiri áhrif á fjölskyldu mína og vini áttaði ég mig á því að ég hef fyrir löngu týnt tilgangi lífsins í minni andlegu þoku. Í staurblindri sjálfhverfu og sjálfsvorkunn hélt ég að líf mitt og lífsóhamingja snerust um mig þangað til að þessi óeiginlega kúla Churchills þaut fram hjá heilanum í mér og hvíslaði að tilgangur lífsins er að lifa því fyrir aðra. Skjótvirkt og ótrúlega öflugt heilbrigðiskerfið okkar sem sækir styrk sinn fyrst og fremst til magnaðs starfsfólks bægði þessari kúlu frá mér og fátt bendir til þess að fleiri merktar mér séu á leiðinni. Eftir stendur samt örlítið breyttur maður sem langar til að lifa og er hræddur við að deyja. Ágætis hrókering á taflborði lífsins sem kostaði aðeins eitt eista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Haft er eftir Winston Churchill að ekkert í lífinu sé jafn hressandi og að byssukúlan hitti ekki í mark þegar skotið er á mann. Óvitlaust þar sem lífið er aldrei dýrmætara en þegar dauðinn minnir á sig. Held ég hafi fundið kjarnann í málshætti Churchills þegar ég greindist með krabbamein fyrir viku. Ég tók þessu að sjálfsögðu af æðruleysi enda var mér eiginlega alveg sama. Þarna græddi ég loksins á þeim andlegu meinum sem hafa truflað tilveru mína; þunglyndi, kvíði, ógreindur athyglisbrestur og ofvirkur alkóhólismi hafa valdið því að öll mín fullorðinsár hef ég verið miklu hræddari við að lifa heldur en að deyja. Þannig að þetta var ekki svo slæmt þegar dauðinn bankaði loksins upp á hjá mér. Þangað til ég þurfti að segja kærustunni minni og börnum mínum frá greiningunni og reyna að gera sem minnst úr þessu fyrir þá yngstu. Þegar ég fann hvernig þetta ógeðslega orð „krabbamein“, hlaðið feigð, hafði meiri áhrif á fjölskyldu mína og vini áttaði ég mig á því að ég hef fyrir löngu týnt tilgangi lífsins í minni andlegu þoku. Í staurblindri sjálfhverfu og sjálfsvorkunn hélt ég að líf mitt og lífsóhamingja snerust um mig þangað til að þessi óeiginlega kúla Churchills þaut fram hjá heilanum í mér og hvíslaði að tilgangur lífsins er að lifa því fyrir aðra. Skjótvirkt og ótrúlega öflugt heilbrigðiskerfið okkar sem sækir styrk sinn fyrst og fremst til magnaðs starfsfólks bægði þessari kúlu frá mér og fátt bendir til þess að fleiri merktar mér séu á leiðinni. Eftir stendur samt örlítið breyttur maður sem langar til að lifa og er hræddur við að deyja. Ágætis hrókering á taflborði lífsins sem kostaði aðeins eitt eista.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar