Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2019 14:30 Ein farþegaþota WOW air á Keflavíkurflugvell í mars síðastliðnum. Fréttablaðið/Ernir Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. Skuldabréfaútboði Wow air lauk þann 18. september á síðasta ári en alls nam stærð þess um 60 milljónum evra. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að 50 milljónir evra hafi þegar verið seldar og 10 milljónir yrðu seldar í framhaldinu. Pareto Securities hafði umsjón með skuldabréfaútboðinu ásamt Arctica Finance. Tæpum sex mánuðum síðar var félagið komið í þrot. Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um flugfélagið og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags. Stefán segir að nú sé í fyrsta skipti varpað ljósi á hverjir þátttakendur voru í skuldabréfaútboðinu og um hvaða fjárhæðir var að ræða.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um Wow air og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags.„Áhugaverðast er sú staðreynd að meirihluti þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboðinu kom frá aðilum sem voru mjög nátengdir Skúla Mogensen þ.e. þeir voru annaðhvort í viðskiptum við Skúla eða tengdust honum fjölskylduböndum,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort það sé eitthvað óeðlilegt þó að Skúli hafi tengst viðkomandi segist Stefán ekki hafa lagt neitt mat á það. En hins vegar hafi komið í ljós að stór hluti fjármagns í skuldabréfaútboðinu hafi komið til vegna skuldbreytingar sem þýði að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstrar flugfélagsins heldur fól einfaldlega í sér skuldbreytingu á lánum eða fyrirgreiðslu sem félagið hafði fengið þá þegar. Stefán segir að meðal þeirra sem hafi skuldbreytt lánum hafi verið flugvélaframleiðandann Airbus, flugvélaleigufyrirtækin Avalon og Air Lease Corporation. Þá bendi gögnin einnig til þess að fjárfestingafélög í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis og Margrétar Ásgeirsdóttur fyrrum eiginkonu Skúla hafi verið búin að leggja Wow air til einhvers konar fyrirgreiðslu. „Það má segja aðí heild hafi um helmingur fjármuna í skuldabréfaútboðinu komið inn á grundvelli skuldbreytinga. Þá var framlag Skúla sjálfs um 10%,“ segir Stefán.Aðrir fjárfestar kanna stöðu sína Stefán segir að aðrir fjárfestar sem komu með fjármagn séu að kanna stöðu sína. „Þarna er staðfest að áhuginn á útboðinu var afar takmarkaður og það var erfitt að loka því í september 2018. Það er líka vitað að þeir sem komu inn með fjármagn eru að kanna stöðu sína út frá upplýsingagjöf frá félaginu. Af samtölum mínum við þessa aðila má ráða að þeir telja útboðið líta öðruvísi út eftir þessar upplýsingar. Þeir verða svo að svara hvort þeir ætli að leita réttar síns eða krefjast frekari upplýsinga af hálfu þeirra sem stóðu fyrir útboðinu,“ segir Stefán. Stefán segir að meðal þeirra sem fjárfestu í Wow air hafi verið norskur lífeyrissjóður sem tók þátt í útboðinu og lagði félaginu til tvær milljónir evra. „Forsvarsmenn hans þurfa væntanlega að svara fyrir það gagnvart sínum sjóðfélögum, þ.e. hvaða sjónarmið lágu að baki þátttöku í útboðinu,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort hann telji að hægt hefði verið að bjarga Wow air miðað við þær upplýsingar sem hann hefur safnað svarar Stefán. „Mér sýnist afskaplega sennilegt að þegar komið var að þeim tíma þegar útboðið klárast í september 2018 hafi verið orðið um seinan að bjarga félaginu,“ segir Stefán. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúman helming á milli ára og er það sagt skýrast af því að hátt hlutfall farþega WOW air hafi verið skiptifarþegar. 13. maí 2019 17:00 Færri Wow-liðar atvinnulausir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. Skuldabréfaútboði Wow air lauk þann 18. september á síðasta ári en alls nam stærð þess um 60 milljónum evra. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að 50 milljónir evra hafi þegar verið seldar og 10 milljónir yrðu seldar í framhaldinu. Pareto Securities hafði umsjón með skuldabréfaútboðinu ásamt Arctica Finance. Tæpum sex mánuðum síðar var félagið komið í þrot. Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um flugfélagið og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags. Stefán segir að nú sé í fyrsta skipti varpað ljósi á hverjir þátttakendur voru í skuldabréfaútboðinu og um hvaða fjárhæðir var að ræða.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um Wow air og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags.„Áhugaverðast er sú staðreynd að meirihluti þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboðinu kom frá aðilum sem voru mjög nátengdir Skúla Mogensen þ.e. þeir voru annaðhvort í viðskiptum við Skúla eða tengdust honum fjölskylduböndum,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort það sé eitthvað óeðlilegt þó að Skúli hafi tengst viðkomandi segist Stefán ekki hafa lagt neitt mat á það. En hins vegar hafi komið í ljós að stór hluti fjármagns í skuldabréfaútboðinu hafi komið til vegna skuldbreytingar sem þýði að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstrar flugfélagsins heldur fól einfaldlega í sér skuldbreytingu á lánum eða fyrirgreiðslu sem félagið hafði fengið þá þegar. Stefán segir að meðal þeirra sem hafi skuldbreytt lánum hafi verið flugvélaframleiðandann Airbus, flugvélaleigufyrirtækin Avalon og Air Lease Corporation. Þá bendi gögnin einnig til þess að fjárfestingafélög í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis og Margrétar Ásgeirsdóttur fyrrum eiginkonu Skúla hafi verið búin að leggja Wow air til einhvers konar fyrirgreiðslu. „Það má segja aðí heild hafi um helmingur fjármuna í skuldabréfaútboðinu komið inn á grundvelli skuldbreytinga. Þá var framlag Skúla sjálfs um 10%,“ segir Stefán.Aðrir fjárfestar kanna stöðu sína Stefán segir að aðrir fjárfestar sem komu með fjármagn séu að kanna stöðu sína. „Þarna er staðfest að áhuginn á útboðinu var afar takmarkaður og það var erfitt að loka því í september 2018. Það er líka vitað að þeir sem komu inn með fjármagn eru að kanna stöðu sína út frá upplýsingagjöf frá félaginu. Af samtölum mínum við þessa aðila má ráða að þeir telja útboðið líta öðruvísi út eftir þessar upplýsingar. Þeir verða svo að svara hvort þeir ætli að leita réttar síns eða krefjast frekari upplýsinga af hálfu þeirra sem stóðu fyrir útboðinu,“ segir Stefán. Stefán segir að meðal þeirra sem fjárfestu í Wow air hafi verið norskur lífeyrissjóður sem tók þátt í útboðinu og lagði félaginu til tvær milljónir evra. „Forsvarsmenn hans þurfa væntanlega að svara fyrir það gagnvart sínum sjóðfélögum, þ.e. hvaða sjónarmið lágu að baki þátttöku í útboðinu,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort hann telji að hægt hefði verið að bjarga Wow air miðað við þær upplýsingar sem hann hefur safnað svarar Stefán. „Mér sýnist afskaplega sennilegt að þegar komið var að þeim tíma þegar útboðið klárast í september 2018 hafi verið orðið um seinan að bjarga félaginu,“ segir Stefán.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúman helming á milli ára og er það sagt skýrast af því að hátt hlutfall farþega WOW air hafi verið skiptifarþegar. 13. maí 2019 17:00 Færri Wow-liðar atvinnulausir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53
Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúman helming á milli ára og er það sagt skýrast af því að hátt hlutfall farþega WOW air hafi verið skiptifarþegar. 13. maí 2019 17:00
Færri Wow-liðar atvinnulausir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. 22. maí 2019 06:00