Hverja varðar um þjóðarhag? Ari Teitsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Nýleg vaxtaákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) og viðbrögð við ákvörðuninni hafa leitt til áhugaverðrar umræðu og vakið spurningar sem virðast íhugunarefni þeim sem láta sig málið varða. Sú fyrsta gæti verið hvort LV og stjórnendur hans varði um þjóðarhag. Á liðnum vetri virtist stefna í óefni varðandi sátt um lífskjör og raunar veruleg óvissa um hvort afstýra mætti erfiðleikum sem bitnað hefðu á fyrirtækjum og fólki, þar með talið LV og sjóðfélögum hans. Svo virðist sem tekist hafi að afstýra stóráföllum, m.a. með fyrirheitum um lækkandi vexti. Hver er ábyrgð stjórnar LV gagnvart þeim fyrirheitum? Full þörf virðist einnig á að íhuga stöðu stjórnar LÍV sem og stöðu fjölmargra annarra stjórna sem valdar eru af félögum, samtökum eða stjórnvöldum. Starfa slíkar stjórnir (jafnvel ríkisstjórnir) ekki ætíð á ábyrgð þeirra sem valið hafa? Hlýtur ekki sú ábyrgð að vera gagnkvæm? Hefur ekki sá sem valið hefur og ábyrgð ber heimild, jafnvel skyldu, til að grípa inn í fari umbjóðendur hans gegn markmiðum þess sem valið hefur? Hljóta ekki valdir stjórnarmenn að bera stærri álitamál undir þá sem valið hafa? Er í raun skynsamlegt að ætla að stjórnir geti verið, eða eigi að vera óháðar þeim sem stjórnirnar velja? Í ljósi þess að við erum fámenn þjóð gæti lokaspurningin verið hvort við eigum okkur framtíð sem þjóð ef færri og færri horfa til heildarhagsmuna og sameiginlegra þarfa og möguleika þjóðarbúsins?Höfundur hefur á undanförnum 30 árum verið valinn í fjölmargar stjórnir og nefndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg vaxtaákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) og viðbrögð við ákvörðuninni hafa leitt til áhugaverðrar umræðu og vakið spurningar sem virðast íhugunarefni þeim sem láta sig málið varða. Sú fyrsta gæti verið hvort LV og stjórnendur hans varði um þjóðarhag. Á liðnum vetri virtist stefna í óefni varðandi sátt um lífskjör og raunar veruleg óvissa um hvort afstýra mætti erfiðleikum sem bitnað hefðu á fyrirtækjum og fólki, þar með talið LV og sjóðfélögum hans. Svo virðist sem tekist hafi að afstýra stóráföllum, m.a. með fyrirheitum um lækkandi vexti. Hver er ábyrgð stjórnar LV gagnvart þeim fyrirheitum? Full þörf virðist einnig á að íhuga stöðu stjórnar LÍV sem og stöðu fjölmargra annarra stjórna sem valdar eru af félögum, samtökum eða stjórnvöldum. Starfa slíkar stjórnir (jafnvel ríkisstjórnir) ekki ætíð á ábyrgð þeirra sem valið hafa? Hlýtur ekki sú ábyrgð að vera gagnkvæm? Hefur ekki sá sem valið hefur og ábyrgð ber heimild, jafnvel skyldu, til að grípa inn í fari umbjóðendur hans gegn markmiðum þess sem valið hefur? Hljóta ekki valdir stjórnarmenn að bera stærri álitamál undir þá sem valið hafa? Er í raun skynsamlegt að ætla að stjórnir geti verið, eða eigi að vera óháðar þeim sem stjórnirnar velja? Í ljósi þess að við erum fámenn þjóð gæti lokaspurningin verið hvort við eigum okkur framtíð sem þjóð ef færri og færri horfa til heildarhagsmuna og sameiginlegra þarfa og möguleika þjóðarbúsins?Höfundur hefur á undanförnum 30 árum verið valinn í fjölmargar stjórnir og nefndir.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar