Vélræn þekkingarsköpun Brynjólfur Borgar Jónsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Tæknin sem gerir tölvum kleift að læra án þess að hönd forritarans komi nærri er kölluð vélrænt nám eða vélnám (e. machine learning). Hugmyndin hefur verið með okkur í meira en hálfa öld en er nú fyrst að koma fram sem hagnýt tækni. Afurð vélræns náms má kalla vélræna þekkingu sem fræðimenn, frumkvöðlar og fyrirtæki keppast nú við að skilja, beisla og hagnýta. Orðið gervigreind virðist nú vera að festa sig í sessi sem almennt heiti á þessari tækni. Pælum aðeins í hugtakinu vélræn þekking. Okkur mönnum er tamt að reyna að átta okkur á hlutunum með því að skoða heiminn, viða að okkur upplýsingum og leggja mat á þær. Svo komumst við að niðurstöðu, tökum jafnvel ákvörðun. Eftir að tölvur komu fram gátum við matað þær með uppsafnaðri þekkingu okkar í formi reglna. Forritarar sögðu tölvunum að ef A þá B, ef C þá D o.s.frv. Sumt áttum við alltaf erfitt með að kenna tölvum því við vorum ekki búin að átta okkur nógu vel á reglunum og gátum því ekki matað tölvurnar með þeim. Tölvurnar voru til dæmis góðar í að reikna því þar eru reglurnar skýrar en þær höfðu ekki roð við okkur mönnum þegar kom að snúnari verkefnum eins og að „skilja“ talað mál eða „þekkja“ andlit á mynd. Þar voru reglurnar ekki nægilega vel þekktar. Nú geta tölvur sem sagt lært slíkar reglur á grundvelli þeirra gagna sem þær eru mataðar með. Kosturinn við þá aðferð er að tölva getur lært mun fleiri og fjölbreyttari reglur en forritari getur komist yfir eða hugkvæmst að forrita. Það þýðir að vélnám er margfalt öflugri aðferð til að kenna tölvum en eldri aðferðin. Nýja aðferðin fer á hraða tölvunnar og er ekki takmörkuð við reglur sem við menn höfum fundið upp. Þess vegna og einnig vegna stóraukinnar gagnasöfnunar og almennrar tækniþróunar ?geta tölvur sem hagnýta vélnám gert miklu meira en áður, jafnvel svo mikið að okkur er farið að þykja nóg um. Vélræn þekking hleðst upp í gagnaverum heimsins og tölvur eru farnar að taka yfir verkefni sem við menn gátum einir leyst og kröfðust jafnvel sérfræðiþekkingar. Því má segja að vélnám hafi nú gert hlutverk mannsins í framleiðslukeðju þekkingar aðeins veigaminna. Og rétt eins og vöðvaaflið keppir ekki við vélarafl þá er erfitt fyrir mannshugann að keppa við þessa námsaðferð við kjöraðstæður hennar – skýr markmið og nóg af gögnum. Það mætti fara að tala um hefðbundna þekkingarsköpun? ?og vélræna þekkingarsköpun. Mjög ólíkar aðferðir en afurðin getur verið mjög svipuð, þ.e. ákvörðun sem virðist krefjast einhvers konar þekkingar, jafnvel vitsmuna. Fyrirtæki í fremstu röð munu smám saman verða drifin áfram af ótal ákvörðunum sem byggja á vélrænni þekkingu. Þessi nýja kynslóð fyrirtækja hefur þegar rutt sér til rúms í hverjum bransanum á fætur öðrum og valtað yfir fyrirtæki sem eru með annan eða jafnvel báða fætur á 20. öldinni. Þau beita nýrri tækni, hagnýta meðal annars vélræna þekkingu, og viðskiptamódel þeirra og skipulag virðist henta samtímanum afar vel. Þau eru fulltrúar þess sem koma skal. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.Höfundur er stofnandi Data Lab Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Tæknin sem gerir tölvum kleift að læra án þess að hönd forritarans komi nærri er kölluð vélrænt nám eða vélnám (e. machine learning). Hugmyndin hefur verið með okkur í meira en hálfa öld en er nú fyrst að koma fram sem hagnýt tækni. Afurð vélræns náms má kalla vélræna þekkingu sem fræðimenn, frumkvöðlar og fyrirtæki keppast nú við að skilja, beisla og hagnýta. Orðið gervigreind virðist nú vera að festa sig í sessi sem almennt heiti á þessari tækni. Pælum aðeins í hugtakinu vélræn þekking. Okkur mönnum er tamt að reyna að átta okkur á hlutunum með því að skoða heiminn, viða að okkur upplýsingum og leggja mat á þær. Svo komumst við að niðurstöðu, tökum jafnvel ákvörðun. Eftir að tölvur komu fram gátum við matað þær með uppsafnaðri þekkingu okkar í formi reglna. Forritarar sögðu tölvunum að ef A þá B, ef C þá D o.s.frv. Sumt áttum við alltaf erfitt með að kenna tölvum því við vorum ekki búin að átta okkur nógu vel á reglunum og gátum því ekki matað tölvurnar með þeim. Tölvurnar voru til dæmis góðar í að reikna því þar eru reglurnar skýrar en þær höfðu ekki roð við okkur mönnum þegar kom að snúnari verkefnum eins og að „skilja“ talað mál eða „þekkja“ andlit á mynd. Þar voru reglurnar ekki nægilega vel þekktar. Nú geta tölvur sem sagt lært slíkar reglur á grundvelli þeirra gagna sem þær eru mataðar með. Kosturinn við þá aðferð er að tölva getur lært mun fleiri og fjölbreyttari reglur en forritari getur komist yfir eða hugkvæmst að forrita. Það þýðir að vélnám er margfalt öflugri aðferð til að kenna tölvum en eldri aðferðin. Nýja aðferðin fer á hraða tölvunnar og er ekki takmörkuð við reglur sem við menn höfum fundið upp. Þess vegna og einnig vegna stóraukinnar gagnasöfnunar og almennrar tækniþróunar ?geta tölvur sem hagnýta vélnám gert miklu meira en áður, jafnvel svo mikið að okkur er farið að þykja nóg um. Vélræn þekking hleðst upp í gagnaverum heimsins og tölvur eru farnar að taka yfir verkefni sem við menn gátum einir leyst og kröfðust jafnvel sérfræðiþekkingar. Því má segja að vélnám hafi nú gert hlutverk mannsins í framleiðslukeðju þekkingar aðeins veigaminna. Og rétt eins og vöðvaaflið keppir ekki við vélarafl þá er erfitt fyrir mannshugann að keppa við þessa námsaðferð við kjöraðstæður hennar – skýr markmið og nóg af gögnum. Það mætti fara að tala um hefðbundna þekkingarsköpun? ?og vélræna þekkingarsköpun. Mjög ólíkar aðferðir en afurðin getur verið mjög svipuð, þ.e. ákvörðun sem virðist krefjast einhvers konar þekkingar, jafnvel vitsmuna. Fyrirtæki í fremstu röð munu smám saman verða drifin áfram af ótal ákvörðunum sem byggja á vélrænni þekkingu. Þessi nýja kynslóð fyrirtækja hefur þegar rutt sér til rúms í hverjum bransanum á fætur öðrum og valtað yfir fyrirtæki sem eru með annan eða jafnvel báða fætur á 20. öldinni. Þau beita nýrri tækni, hagnýta meðal annars vélræna þekkingu, og viðskiptamódel þeirra og skipulag virðist henta samtímanum afar vel. Þau eru fulltrúar þess sem koma skal. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.Höfundur er stofnandi Data Lab Ísland
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar