Gervigreind í daglegu amstri Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 21. mars 2019 09:52 Árið er 2019 og mörgum finnst eins og að tæknin hafi litlu breytt varðandi okkar daglega líf. Það þarf ennþá að sinna daglegum og jafnvel frekar leiðinlegum verkefnum eins og að fara út í búð eftir því nauðsynlegasta eða fara til læknis út af einhverju augljósu meini til þess eins að geta sótt lyf í apótekið. Gervigreind er nú þegar farin að hjálpa okkur með marga af þessum hlutum. Það sem kemur okkur mannfólkinu hvað mest á óvart er hverju gervigreind bætir við okkar eigin hugmyndir að lausnum eða útfærslum. Við teljum okkur klókari en tölvur og því kemur það okkur á óvart þegar tölvurnar koma með hugmyndir sem við höfðum sjálf ekki hugsað fyrir. Í þessu sambandi mæli ég með myndinni AlphaGo á Netflix. Hvað er í matinn? Hver kannast ekki við spurninguna „Hvað er í matinn?“. Líklega væru flestir til í að sleppa við að velta þessari spurningu fyrir sér á hverjum degi. Tæknin getur hjálpað okkur í amstri hversdagsleikans. Verslunareigendur geta safnað miklu magni upplýsinga um sína viðskiptavini, þeim sem og viðskiptavininum til hagsbóta. Með því að skrá vörukaup eða notkun hvers viðskiptavinar í gegnum til dæmis vildarkort, verða til upplýsingar sem geta verið viðskiptavinum til hagsbóta. Í Hollandi hefur verslunarrisinn Albert Heijn áttað sig á þessu og unnið náið með Microsoft við að þróa leiðir til að nýta gervigreind til að þjóna viðskiptavinum sínum betur. Nú geta viðskiptavinir Albert Heijn fengið tillögur að matseðli eða vörum sem þeir hafa áhuga á, byggt á kauphegðun undanfarinna mánaða eða jafnvel ára. Einnig geta viðskiptavinir verslað í gegnum smáforrit í símanum, kippt með sér hádegismatnum eða snarlinu og labbað beint út úr versluninni. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig tæknin getur hjálpað okkur að svara erfiðustu spurningu dagsins. Þarftu að bíða of lengi eftir lækni? Með réttri notkun á upplýsingatækni sé ég líka fyrir mér að við Íslendingar getum gert heilbrigðisþjónustuna aðgengilegri fyrir alla landsmenn. Í stað þess að bíða í nokkrar vikur eftir tíma hjá lækni gætum við fengið heilbrigðisþjónustu strax í gegnum símana okkar með hjálp myndavélatækni. Á hinum endanum yrði „læknir“ sem byggir á gervigreind og getur greint um 80% af þeim fyrirspurnum sem koma í gegnum þessa leið. Í framhaldi af greiningu væri síðan jafnvel hægt að senda lyfseðil beint í apótekið. Öll tæknin til að framkvæma þetta er til reiðu en við sem notum þjónustuna erum kannski síður tilbúin og sennilega er heilbrigðiskerfið minna tilbúið. Það er hins vegar ljóst að með því að nýta þessa tækni með réttum hætti er hægt að stytta biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu á sama tíma og hún verður aðgengilegri og hagkvæmari fyrir alla. Eftir hverju erum við að bíða? Mér segir svo hugur að þessar breytingar séu í farvatninu á Íslandi. Við erum lítill markaður þar sem taka þarf tillit til fjölbreytts viðskiptamannahóps og þar getur nýjasta tækni hjálpað mikið. Tæknin er til staðar en spurningin er fyrst og fremst hvort fyrirtækin í landinu, hið opinbera og ekki síst við sjálf erum tilbúin til að nýta hana til að einfalda og bæta okkar daglega líf? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Árið er 2019 og mörgum finnst eins og að tæknin hafi litlu breytt varðandi okkar daglega líf. Það þarf ennþá að sinna daglegum og jafnvel frekar leiðinlegum verkefnum eins og að fara út í búð eftir því nauðsynlegasta eða fara til læknis út af einhverju augljósu meini til þess eins að geta sótt lyf í apótekið. Gervigreind er nú þegar farin að hjálpa okkur með marga af þessum hlutum. Það sem kemur okkur mannfólkinu hvað mest á óvart er hverju gervigreind bætir við okkar eigin hugmyndir að lausnum eða útfærslum. Við teljum okkur klókari en tölvur og því kemur það okkur á óvart þegar tölvurnar koma með hugmyndir sem við höfðum sjálf ekki hugsað fyrir. Í þessu sambandi mæli ég með myndinni AlphaGo á Netflix. Hvað er í matinn? Hver kannast ekki við spurninguna „Hvað er í matinn?“. Líklega væru flestir til í að sleppa við að velta þessari spurningu fyrir sér á hverjum degi. Tæknin getur hjálpað okkur í amstri hversdagsleikans. Verslunareigendur geta safnað miklu magni upplýsinga um sína viðskiptavini, þeim sem og viðskiptavininum til hagsbóta. Með því að skrá vörukaup eða notkun hvers viðskiptavinar í gegnum til dæmis vildarkort, verða til upplýsingar sem geta verið viðskiptavinum til hagsbóta. Í Hollandi hefur verslunarrisinn Albert Heijn áttað sig á þessu og unnið náið með Microsoft við að þróa leiðir til að nýta gervigreind til að þjóna viðskiptavinum sínum betur. Nú geta viðskiptavinir Albert Heijn fengið tillögur að matseðli eða vörum sem þeir hafa áhuga á, byggt á kauphegðun undanfarinna mánaða eða jafnvel ára. Einnig geta viðskiptavinir verslað í gegnum smáforrit í símanum, kippt með sér hádegismatnum eða snarlinu og labbað beint út úr versluninni. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig tæknin getur hjálpað okkur að svara erfiðustu spurningu dagsins. Þarftu að bíða of lengi eftir lækni? Með réttri notkun á upplýsingatækni sé ég líka fyrir mér að við Íslendingar getum gert heilbrigðisþjónustuna aðgengilegri fyrir alla landsmenn. Í stað þess að bíða í nokkrar vikur eftir tíma hjá lækni gætum við fengið heilbrigðisþjónustu strax í gegnum símana okkar með hjálp myndavélatækni. Á hinum endanum yrði „læknir“ sem byggir á gervigreind og getur greint um 80% af þeim fyrirspurnum sem koma í gegnum þessa leið. Í framhaldi af greiningu væri síðan jafnvel hægt að senda lyfseðil beint í apótekið. Öll tæknin til að framkvæma þetta er til reiðu en við sem notum þjónustuna erum kannski síður tilbúin og sennilega er heilbrigðiskerfið minna tilbúið. Það er hins vegar ljóst að með því að nýta þessa tækni með réttum hætti er hægt að stytta biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu á sama tíma og hún verður aðgengilegri og hagkvæmari fyrir alla. Eftir hverju erum við að bíða? Mér segir svo hugur að þessar breytingar séu í farvatninu á Íslandi. Við erum lítill markaður þar sem taka þarf tillit til fjölbreytts viðskiptamannahóps og þar getur nýjasta tækni hjálpað mikið. Tæknin er til staðar en spurningin er fyrst og fremst hvort fyrirtækin í landinu, hið opinbera og ekki síst við sjálf erum tilbúin til að nýta hana til að einfalda og bæta okkar daglega líf? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar