Að taka afstöðu með náttúrunni Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 15. janúar 2019 07:00 Í grein í Fréttablaðinu sem birtist þann 9. janúar eftir Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfismálaráðherra fer hann yfir þau málefni sem að hans mati eru efst á baugi á nýju ári. Nefnir hann þar sérstaklega friðlýsingar, stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og gegn plastmengun. Þetta eru þörf og góð mál og almenn sátt er um þau, þó mörgum þyki meira sagt en gert. Það sem vekur athygli er að umhverfismálaráðherra sér ekki ástæðu til þess að nefna stærstu ógnina sem nú steðjar að íslenskri náttúru og lífríki hennar: stóriðjulaxeldi í opnum sjókvíum með frjóan norskan lax. Þögn og afstöðuleysi ráðherrans til sjókvíaeldis er hrópandi, líkist afneitun eða flótta. Sjókvíaeldið hefur stóraukist á undanförnum árum og áætlanir um risaaukningu í undirbúningi. Erfðanefnd landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að eldi á frjóum laxi í sjókvíum geti valdið óafturkræfum breytingum á erfðasamsetningu íslenskra laxastofna og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa. Þrátt fyrir fögur fyrirheit, þá verða mannleg mistök og sjókvíarnar þola illa íslenskar aðstæður, eldislax sleppur og gengur upp í laxveiðiár nær og fjær frá kvíunum og veldur erfðablöndun við íslenskan villtan lax. Þá hefur eiturefnum verið sleppt í kvíarnar til að drepa lúsina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir viðkvæmt lífríki fjarðanna. Svar sjókvíaeldisins er að horfast ekki í augu við þau umhverfisvandamál sem eldinu fylgja heldur halda blákalt fram að eldið sé umhverfisvænt. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi og nær allar breytingarnar miða að því að auðvelda starfsemi og vöxt laxeldis í opnum sjókvíum. Í lögunum er dregið úr bæði kröfum til eldisins og vægi vísindalegrar ráðgjafar og áhættumats Hafrannsóknastofnunar. Laxeldi í opnum sjókvíum er gömul og úrelt aðferð og hefur valdið miklum skaða á skömmum tíma eins og reynslan staðfestir alls staðar þar sem það er stundað. Erlendis hafa þegar verið þróaðar nýjar og umhverfisvænni aðferðir, en á sama tíma erum við á Íslandi að festa úreltar aðferðir í sessi og draga úr nauðsynlegu aðhaldi. Lög um fiskeldi þarf að endurskoða frá grunni og marka þá stefnu að hérlendis verði umhverfisvænt landeldi eða eldi í lokuðum kvíum með geldan lax. Miklar vonir voru bundnar við nýjan umhverfisráðherra sem kallaður var til þjónustu í ríkisstjórn úr samtökum náttúruverndar, þar sem hann hafði orð á sér fyrir málafylgju í þágu umhverfis og náttúruverndar. Afstaða og framganga Guðmundar Inga umhverfisráðherra varðandi opna sjókvíaeldið er því prófsteinn á trúverðugleika hans eða hvort pólitísku eftirmælin verði að á hans vakt hafi villta laxastofninum verið fórnað fyrir norskt fiskeldi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu sem birtist þann 9. janúar eftir Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfismálaráðherra fer hann yfir þau málefni sem að hans mati eru efst á baugi á nýju ári. Nefnir hann þar sérstaklega friðlýsingar, stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og gegn plastmengun. Þetta eru þörf og góð mál og almenn sátt er um þau, þó mörgum þyki meira sagt en gert. Það sem vekur athygli er að umhverfismálaráðherra sér ekki ástæðu til þess að nefna stærstu ógnina sem nú steðjar að íslenskri náttúru og lífríki hennar: stóriðjulaxeldi í opnum sjókvíum með frjóan norskan lax. Þögn og afstöðuleysi ráðherrans til sjókvíaeldis er hrópandi, líkist afneitun eða flótta. Sjókvíaeldið hefur stóraukist á undanförnum árum og áætlanir um risaaukningu í undirbúningi. Erfðanefnd landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að eldi á frjóum laxi í sjókvíum geti valdið óafturkræfum breytingum á erfðasamsetningu íslenskra laxastofna og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa. Þrátt fyrir fögur fyrirheit, þá verða mannleg mistök og sjókvíarnar þola illa íslenskar aðstæður, eldislax sleppur og gengur upp í laxveiðiár nær og fjær frá kvíunum og veldur erfðablöndun við íslenskan villtan lax. Þá hefur eiturefnum verið sleppt í kvíarnar til að drepa lúsina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir viðkvæmt lífríki fjarðanna. Svar sjókvíaeldisins er að horfast ekki í augu við þau umhverfisvandamál sem eldinu fylgja heldur halda blákalt fram að eldið sé umhverfisvænt. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi og nær allar breytingarnar miða að því að auðvelda starfsemi og vöxt laxeldis í opnum sjókvíum. Í lögunum er dregið úr bæði kröfum til eldisins og vægi vísindalegrar ráðgjafar og áhættumats Hafrannsóknastofnunar. Laxeldi í opnum sjókvíum er gömul og úrelt aðferð og hefur valdið miklum skaða á skömmum tíma eins og reynslan staðfestir alls staðar þar sem það er stundað. Erlendis hafa þegar verið þróaðar nýjar og umhverfisvænni aðferðir, en á sama tíma erum við á Íslandi að festa úreltar aðferðir í sessi og draga úr nauðsynlegu aðhaldi. Lög um fiskeldi þarf að endurskoða frá grunni og marka þá stefnu að hérlendis verði umhverfisvænt landeldi eða eldi í lokuðum kvíum með geldan lax. Miklar vonir voru bundnar við nýjan umhverfisráðherra sem kallaður var til þjónustu í ríkisstjórn úr samtökum náttúruverndar, þar sem hann hafði orð á sér fyrir málafylgju í þágu umhverfis og náttúruverndar. Afstaða og framganga Guðmundar Inga umhverfisráðherra varðandi opna sjókvíaeldið er því prófsteinn á trúverðugleika hans eða hvort pólitísku eftirmælin verði að á hans vakt hafi villta laxastofninum verið fórnað fyrir norskt fiskeldi á Íslandi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun