Neyðaróp að innan - Neyðaróp vinar Óli Stefán Flóventsson skrifar 4. október 2019 10:11 Það getur verið erfitt að eignast vini, sanna vini. Ég á fullt af vinum og er heppinn að eiga þá að. Vinasamböndin eru af ýmsum toga. Allt frá því að vera „high five“ vinur og alveg í bestu vinina sem maður treystir fyrir öllu. Einn af þeim bestu hét Hafliði Ottósson. Við Hafliði kynntumst í gegnum sameiginlegan vin. Við náðum strax einkar vel saman, jafnvel þó að ég væri þremur árum eldri. Ég fann það strax að hann var traustur og einstaklega skemmtilegur drengur. Við félagarnir komum úr ólíkum áttum. Ég úr heimi íþrótta en hann var galvaskur sjóari. Það var samt alltaf þannig að hann sýndi boltanum mikinn áhuga. Á sama hátt hafði ég gaman af hans sögum af sjómannslífinu og öllu sem því tengdist. Hafliði var nefnilega duglegur sjómaður enda af miklum sjómannsættum kominn. Þeir sem þekktu Hafliða geta vottað fyrir það að drengurinn var oftast hrókur alls fagnaðar og mikil gleði í kringum hann. Það var hans kraftur og styrkur. Hann gaf þá gjöf að brosa sem er mjög vanmetið í hinu daglega lífi. 28. desember 1996 kom Hafliði í heimsókn til mín um kvöldmatarleytið. Við áttum spjall sem ég gleymi aldrei. Á þessum tíma sem hann sat hjá mér og spjallaði man ég að ég hugsaði hvað ég væri heppinn að eiga hann sem vin. Þegar að nóg var komið að kjaftagangi, var komið að kveðjustund. Í anddyrinu tókum gott faðmlag og ég horfði á eftir honum ganga eftir stéttinni og setjast upp í Galantinn sinn. Í dag sé ég þetta móment í „slow motion“. Ég sé fyrir mér þegar að hann opnaði bílhurðina, leit á mig og brosti til mín sýnu fallega brosi, settist inn í bílinn og ók á brott. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá Hafliða Ottósson. Á meðan hans hlutverk var að gefa af sér gleði og ánægju náði hann að fela eigin innri baráttu. Ég sá ekki það mikla stríð sem hann var í . Ég leita enn þá að merkjum sem hann gæti hafa verið að gefa frá sér í kall á hjálp. Sá innri djöfull sem hann barðist við hafði betur og Hafliði tók eigið líf árla morguns 29. desember 1996. Það eru liðin rúm 20 ár síðan vinur minn kvaddi. Ég hugsa oft til hans, þá með bros á vör. Ég hef eignast á þessum tíma marga trausta og góða vini en engan alveg eins og Hafliða. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka, var atriði úr gömlu áramótaskaupi sem við hlógum mikið að og varð að einkahúmor í vinahópnum. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka á einkar vel um Hafliða og þá fjölmörgu vini og fjölskyldu hans sem enn í dag sakna hans mikið. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka er ritað á legstein Hafliða Ottóssonar. Í dag tek ég vináttu ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég virði vini mína og reyni að vera til staðar fyrir þá. Ég er alls ekki feiminn við að opna mig og ræði tilfinningar mjög opinskátt, því ég vil að þeir geri það sama við mig. Ég reyni að komast í gegnum bros þeirra ef það skyldi leynist neyðaróp þar fyrir innan, því það er oftar en ekki vel falið. Hugsum vel um hvort annað því við vitum ekki nema okkar nánustu séu í myrkrinu og þurfi hjálparhönd til að rata inn í ljósið að nýju.Pistillinn birtist fyrst á Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að eignast vini, sanna vini. Ég á fullt af vinum og er heppinn að eiga þá að. Vinasamböndin eru af ýmsum toga. Allt frá því að vera „high five“ vinur og alveg í bestu vinina sem maður treystir fyrir öllu. Einn af þeim bestu hét Hafliði Ottósson. Við Hafliði kynntumst í gegnum sameiginlegan vin. Við náðum strax einkar vel saman, jafnvel þó að ég væri þremur árum eldri. Ég fann það strax að hann var traustur og einstaklega skemmtilegur drengur. Við félagarnir komum úr ólíkum áttum. Ég úr heimi íþrótta en hann var galvaskur sjóari. Það var samt alltaf þannig að hann sýndi boltanum mikinn áhuga. Á sama hátt hafði ég gaman af hans sögum af sjómannslífinu og öllu sem því tengdist. Hafliði var nefnilega duglegur sjómaður enda af miklum sjómannsættum kominn. Þeir sem þekktu Hafliða geta vottað fyrir það að drengurinn var oftast hrókur alls fagnaðar og mikil gleði í kringum hann. Það var hans kraftur og styrkur. Hann gaf þá gjöf að brosa sem er mjög vanmetið í hinu daglega lífi. 28. desember 1996 kom Hafliði í heimsókn til mín um kvöldmatarleytið. Við áttum spjall sem ég gleymi aldrei. Á þessum tíma sem hann sat hjá mér og spjallaði man ég að ég hugsaði hvað ég væri heppinn að eiga hann sem vin. Þegar að nóg var komið að kjaftagangi, var komið að kveðjustund. Í anddyrinu tókum gott faðmlag og ég horfði á eftir honum ganga eftir stéttinni og setjast upp í Galantinn sinn. Í dag sé ég þetta móment í „slow motion“. Ég sé fyrir mér þegar að hann opnaði bílhurðina, leit á mig og brosti til mín sýnu fallega brosi, settist inn í bílinn og ók á brott. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá Hafliða Ottósson. Á meðan hans hlutverk var að gefa af sér gleði og ánægju náði hann að fela eigin innri baráttu. Ég sá ekki það mikla stríð sem hann var í . Ég leita enn þá að merkjum sem hann gæti hafa verið að gefa frá sér í kall á hjálp. Sá innri djöfull sem hann barðist við hafði betur og Hafliði tók eigið líf árla morguns 29. desember 1996. Það eru liðin rúm 20 ár síðan vinur minn kvaddi. Ég hugsa oft til hans, þá með bros á vör. Ég hef eignast á þessum tíma marga trausta og góða vini en engan alveg eins og Hafliða. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka, var atriði úr gömlu áramótaskaupi sem við hlógum mikið að og varð að einkahúmor í vinahópnum. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka á einkar vel um Hafliða og þá fjölmörgu vini og fjölskyldu hans sem enn í dag sakna hans mikið. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka er ritað á legstein Hafliða Ottóssonar. Í dag tek ég vináttu ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég virði vini mína og reyni að vera til staðar fyrir þá. Ég er alls ekki feiminn við að opna mig og ræði tilfinningar mjög opinskátt, því ég vil að þeir geri það sama við mig. Ég reyni að komast í gegnum bros þeirra ef það skyldi leynist neyðaróp þar fyrir innan, því það er oftar en ekki vel falið. Hugsum vel um hvort annað því við vitum ekki nema okkar nánustu séu í myrkrinu og þurfi hjálparhönd til að rata inn í ljósið að nýju.Pistillinn birtist fyrst á Hringbraut.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar