Ríkið fær sex milljarða við sölu Kaupþings Hörður Ægisson skrifar 17. apríl 2019 07:30 Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um 9 prósent frá áramótum. Markaðsvirði bankans er nú um 140 milljarðar. Fréttablaðið/Stefán Íslenska ríkið mun fá rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu eignarhaldsfélags Kaupþings á liðlega fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrr í þessum mánuði fyrir samtals um 20,5 milljarða króna. Það kemur til vegna afkomuskiptasamnings milli Kaupþings og stjórnvalda, sem var á meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem ríkið fær greitt á grundvelli samningsins. Samtals hefur ríkissjóður þá fengið um 90 milljarða króna í tengslum við söluferli Kaupþings á eignarhlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skuldabréfið, sem var með veði í hlutabréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra. Samkvæmt afkomuskiptasamningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félagsins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. Áður en Kaupþing minnkaði hlut sinn í Arion banka í byrjun þessa mánaðar hafði eignarhaldsfélagið selt í bankanum, ásamt öðrum ráðstöfunum í tengslum við söluferlið eins og meðal annars sérstakar arðgreiðslur, fyrir samtals nærri 99 milljarða króna. Kaupþing seldi sem fyrr segir fyrir skemmstu fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Annars vegar keyptu innlendir og erlendir fjárfestar, meðal annars fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í dag stærsti íslenski fjárfestirinn í hlutahafahópnum, tíu prósenta hlut fyrir samtals 14 milljarða og þá var fimm prósenta hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital fyrir 6,5 milljarða. Eignarhlutur Kaupþings í Arion banka nemur í dag 20 prósentum en var þegar mest lét 87 prósent. Miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem var 76,9 krónur á hlut við lokun markaða í gær, er hlutur Kaupþings metinn á um 28 milljarða. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ríka hagsmuni af því, vegna afkomuskiptasamningsins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyrir þann eignarhlut í bankanum sem er enn í eigu félagsins. Það mun skila sér í hærra stöðugleikaframlagi Kaupþings til ríkissjóðs, sem gæti hæglega numið mörgum milljörðum króna. Ólíklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mikið við hlut sinn í bankanum á næstu misserum. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum Kaupþings hafa íslensk stjórnvöld sem kunnugt er forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings í Arion banka ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé bankans. Ríkið átti því þess kost að ganga inn í nýafstaðin kaup fjárfesta á 15 prósenta hlut í Arion banka, sem voru gerð á gengi sem var vel undir 0,7 miðað við eigið fé, en kaus hins vegar að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn. Arion banki var skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Salan á Arion banka Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Íslenska ríkið mun fá rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu eignarhaldsfélags Kaupþings á liðlega fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrr í þessum mánuði fyrir samtals um 20,5 milljarða króna. Það kemur til vegna afkomuskiptasamnings milli Kaupþings og stjórnvalda, sem var á meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem ríkið fær greitt á grundvelli samningsins. Samtals hefur ríkissjóður þá fengið um 90 milljarða króna í tengslum við söluferli Kaupþings á eignarhlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skuldabréfið, sem var með veði í hlutabréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra. Samkvæmt afkomuskiptasamningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félagsins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. Áður en Kaupþing minnkaði hlut sinn í Arion banka í byrjun þessa mánaðar hafði eignarhaldsfélagið selt í bankanum, ásamt öðrum ráðstöfunum í tengslum við söluferlið eins og meðal annars sérstakar arðgreiðslur, fyrir samtals nærri 99 milljarða króna. Kaupþing seldi sem fyrr segir fyrir skemmstu fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Annars vegar keyptu innlendir og erlendir fjárfestar, meðal annars fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í dag stærsti íslenski fjárfestirinn í hlutahafahópnum, tíu prósenta hlut fyrir samtals 14 milljarða og þá var fimm prósenta hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital fyrir 6,5 milljarða. Eignarhlutur Kaupþings í Arion banka nemur í dag 20 prósentum en var þegar mest lét 87 prósent. Miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem var 76,9 krónur á hlut við lokun markaða í gær, er hlutur Kaupþings metinn á um 28 milljarða. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ríka hagsmuni af því, vegna afkomuskiptasamningsins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyrir þann eignarhlut í bankanum sem er enn í eigu félagsins. Það mun skila sér í hærra stöðugleikaframlagi Kaupþings til ríkissjóðs, sem gæti hæglega numið mörgum milljörðum króna. Ólíklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mikið við hlut sinn í bankanum á næstu misserum. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum Kaupþings hafa íslensk stjórnvöld sem kunnugt er forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings í Arion banka ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé bankans. Ríkið átti því þess kost að ganga inn í nýafstaðin kaup fjárfesta á 15 prósenta hlut í Arion banka, sem voru gerð á gengi sem var vel undir 0,7 miðað við eigið fé, en kaus hins vegar að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn. Arion banki var skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Salan á Arion banka Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira