Lágmörkum kolefnissporin Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 10:00 Í sumar hef ég notið þess að hann Kristmundur garðyrkjubóndi, sem er með sína framleiðslu nánast á móti mínu húsi, setti upp verslun á sínum afurðum úti á götu. Oft á dag fyllir hann skápinn af nýtíndum jarðarberjum sem eru algjörlega himnesk á bragðið. Þetta uppátæki Kristmundar hefur gert það að verkum að ég hef innbyrt ómælt magn af jarðarberjum í sumar með sannarlega góðri samvisku. Það má með sanni segja að verslunarhættirnir verði varla umhverfisvænni en þetta. Berin góðu eru ræktuð við hin bestu skilyrði, vökvuð með hreinu íslensku vatni og gróðurhúsin hituð með sjálfbærri orku sem kraumar undir okkur öllum sem í Hveragerði búum. Og hann Mundi minn er hvorki að flækja hlutina né að vantreysta náunganum því ég set seðil í bauk eða millifæri á staðnum inn á reikning. Þetta er með öðrum orðum sjálfsafgreiðslustöð eins og hún gerist best! Eins og áður sagði neyti ég dásemdanna með góðri samvisku enda finnst mér framlag mitt með ágætum. Ég styð við íslenska framleiðslu, styð við atvinnu í mínu nærumhverfi og held kolefnissporinu í lágmarki. Það væri óskandi ef við hefðum þetta ávallt í öndvegi er við efnum til kaupa á ýmsum vörum. Fyrst og síðast eigum við að spyrja okkur að því hvort varan sé íslensk. Því við eigum að velta því fyrir okkur hvaðan vörurnar eru að koma sem við neytum og við hvaða skilyrði varan er framleidd. Því hverri einustu kaupákvörðun fylgir ábyrgð og við höfum val. Nýlega ætlaði ég að kaupa lambakótelettur úr kjötborði en hætti snarlega við er ég sá að þær voru frá Nýja-Sjálandi. Nú er þetta örugglega ágætt kjöt en það er samt eitthvað rangt við það að hér í landi sauðkindarinnar skulum við flytja með ærnum tilkostnaði lambakjöt til landsins frá einu fjarlægasta landi sem við getum fundið! Styðjum hvert við annað og stuðlum að því að blómleg atvinnustarfsemi blómstri hér á landi hvort sem það eru matvæli, húsgögn, þjónusta eða annað. Þannig höldum við kolefnissporinu í lágmarki því ég tölti þetta jafnvel bara á inniskónum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Neytendur Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í sumar hef ég notið þess að hann Kristmundur garðyrkjubóndi, sem er með sína framleiðslu nánast á móti mínu húsi, setti upp verslun á sínum afurðum úti á götu. Oft á dag fyllir hann skápinn af nýtíndum jarðarberjum sem eru algjörlega himnesk á bragðið. Þetta uppátæki Kristmundar hefur gert það að verkum að ég hef innbyrt ómælt magn af jarðarberjum í sumar með sannarlega góðri samvisku. Það má með sanni segja að verslunarhættirnir verði varla umhverfisvænni en þetta. Berin góðu eru ræktuð við hin bestu skilyrði, vökvuð með hreinu íslensku vatni og gróðurhúsin hituð með sjálfbærri orku sem kraumar undir okkur öllum sem í Hveragerði búum. Og hann Mundi minn er hvorki að flækja hlutina né að vantreysta náunganum því ég set seðil í bauk eða millifæri á staðnum inn á reikning. Þetta er með öðrum orðum sjálfsafgreiðslustöð eins og hún gerist best! Eins og áður sagði neyti ég dásemdanna með góðri samvisku enda finnst mér framlag mitt með ágætum. Ég styð við íslenska framleiðslu, styð við atvinnu í mínu nærumhverfi og held kolefnissporinu í lágmarki. Það væri óskandi ef við hefðum þetta ávallt í öndvegi er við efnum til kaupa á ýmsum vörum. Fyrst og síðast eigum við að spyrja okkur að því hvort varan sé íslensk. Því við eigum að velta því fyrir okkur hvaðan vörurnar eru að koma sem við neytum og við hvaða skilyrði varan er framleidd. Því hverri einustu kaupákvörðun fylgir ábyrgð og við höfum val. Nýlega ætlaði ég að kaupa lambakótelettur úr kjötborði en hætti snarlega við er ég sá að þær voru frá Nýja-Sjálandi. Nú er þetta örugglega ágætt kjöt en það er samt eitthvað rangt við það að hér í landi sauðkindarinnar skulum við flytja með ærnum tilkostnaði lambakjöt til landsins frá einu fjarlægasta landi sem við getum fundið! Styðjum hvert við annað og stuðlum að því að blómleg atvinnustarfsemi blómstri hér á landi hvort sem það eru matvæli, húsgögn, þjónusta eða annað. Þannig höldum við kolefnissporinu í lágmarki því ég tölti þetta jafnvel bara á inniskónum!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar