Viðskipti erlent

Kínverjar kæra Bandaríkin til WTO vegna tolla

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Xi Jinping, aðalritari og leiðtogi Kína.
Xi Jinping, aðalritari og leiðtogi Kína. Nordicphotos/Getty
Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram kvörtun hjá Alþjóðaviðskiptamálastofnuninni (WTO) vegna framferðis Bandaríkjamanna. Þetta staðfestu fulltrúar kínverska viðskiptaráðuneytisins í gær.Bandaríkjamenn hófu síðastliðinn sunnudag að leggja 15 prósenta toll á fjölda kínverskra vara. Kínverjar brugðust við því með nýjum álögum á innflutning á bandarískri hráolíu.Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar hafa tollar Bandaríkjamanna áhrif á innflutning sem nemur um 300 milljörðum dollara. Ekki fengust frekari upplýsingar um kæruna til WTO en Kínverjar telja aðgerðir Bandaríkjamanna í andstöðu við samkomulag sem þjóðirnar náðu í Osaka.Bandarísk stjórnvöld segja aðgerðirnar hins vegar viðbrögð við þjófnaði Kínverja á hugverkum sem samningar WTO nái ekki yfir.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,16
86
219.613
ICESEA
2,07
4
14.514
HAGA
1,8
14
402.202
SYN
1,56
1
17.316
TM
1,52
12
161.273

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,25
2
16.042
MAREL
-0,67
15
327.657
LEQ
-0,58
1
821
BRIM
-0,47
1
457
KVIKA
-0,36
11
79.273
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.