Þjóðaröryggi Davíð Stefánsson skrifar 26. ágúst 2019 09:00 Það urðu margir hissa þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti viðbrögðum danska forsætisráðherrans sem andstyggilegum þegar hún neitaði að ræða kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann aflýsti ósáttur opinberri heimsókn til Danmerkur. En eftir að frú Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló blíðlega á þráðinn vestur dugði það til að bræða forsetann. Nú segir hann hana yndislega konu. Trump verður vart reiknaður út og ótrúlegum tístum hans á bara eftir að fjölga í harðnandi kosningabaráttu. Upphlaup auka fylgi þar vestra. Fyrir Ísland er þetta áminning um mikilvægi frekari samvinnu við Norðurlöndin og Evrópuþjóðir. Þar eru og eiga að vera áherslur okkar í menningarlegu, félagslegu, efnahagslegu og viðskiptalegu tilliti. Vel heppnaður leiðtogafundur forsætisráðherra Norðurlanda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, undirstrikaði þetta vel. Fundurinn sýndi að Katrín Jakobsdóttir nýtur virðingar á alþjóðlegum vettvangi og hefur styrkt stöðu Íslands í samskiptum við ríki Evrópu. Leiðtogarnir, að rúmum meirihluta konur, bæði af vinstri og hægri væng stjórnmálanna lögðu áherslu á að standa vörð um gildi frjálslynds lýðræðis sem hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem lýðhyggjuhreyfingar berjast gegn opnum lýðræðissamfélögum. Ýmsir gagnrýndu þá ákvörðun Katrínar að hliðra ekki til í dagskrá sinni fyrir varaforseta Bandaríkjanna og velja þess í stað að ávarpa norrænar verkalýðshreyfingar. Hér verður ekki lagt mat á það. Mestu skiptir að varaforsetinn mun ná fundi forsætisráðherra. Koma varaforsetans er til marks um aukið mikilvægi Íslands í alþjóðamálum, ekki síst vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Endurreisn annars flota Bandaríkjanna í Norfolk talar sínu máli. Áhugi Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands er endurvakinn. Sama hvað okkur finnst um tíst Trumps eru Bandaríkin langöflugasta þjóð hins vestræna heims þar sem ríki hafa deilt gildum og heimssýn á trú á lýðræði, frjálst athafnalíf, mannréttindi og frelsi fjölmiðla. Íslendingar eru fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri alþjóðasamvinnu. Góð samskipti við Bandaríkin eru Íslandi því gríðarlega mikilvæg. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, segir varnarskuldbindingar Bandaríkjanna á grundvelli varnarsamningsins standa óhaggaðar. Öryggis- og varnarsamstarfið nær til mun fleiri þátta nú en áður, allt frá málefnum norðurslóða til netvarna og baráttu gegn hryðjuverkum. Uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsaðstöðu á Íslandi vegna aukinna samgangna á norðurslóðum ætti að ræða. Það er mikilvægt að forsætisráðherra, sem er formaður þjóðaröryggisráðs, nýti tækifærið til að koma áherslum Íslands á framfæri við varaforseta Bandaríkjanna. Fyrir liggur þjóðaröryggisstefna Íslands sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust árið 2016. Þar er kveðið á um varnarsamstarf við Bandaríkin og að þjóðaröryggi nái einnig til netöryggis, hryðjuverkavarna og síðast en ekki síst loftslagsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það urðu margir hissa þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti viðbrögðum danska forsætisráðherrans sem andstyggilegum þegar hún neitaði að ræða kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann aflýsti ósáttur opinberri heimsókn til Danmerkur. En eftir að frú Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló blíðlega á þráðinn vestur dugði það til að bræða forsetann. Nú segir hann hana yndislega konu. Trump verður vart reiknaður út og ótrúlegum tístum hans á bara eftir að fjölga í harðnandi kosningabaráttu. Upphlaup auka fylgi þar vestra. Fyrir Ísland er þetta áminning um mikilvægi frekari samvinnu við Norðurlöndin og Evrópuþjóðir. Þar eru og eiga að vera áherslur okkar í menningarlegu, félagslegu, efnahagslegu og viðskiptalegu tilliti. Vel heppnaður leiðtogafundur forsætisráðherra Norðurlanda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, undirstrikaði þetta vel. Fundurinn sýndi að Katrín Jakobsdóttir nýtur virðingar á alþjóðlegum vettvangi og hefur styrkt stöðu Íslands í samskiptum við ríki Evrópu. Leiðtogarnir, að rúmum meirihluta konur, bæði af vinstri og hægri væng stjórnmálanna lögðu áherslu á að standa vörð um gildi frjálslynds lýðræðis sem hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem lýðhyggjuhreyfingar berjast gegn opnum lýðræðissamfélögum. Ýmsir gagnrýndu þá ákvörðun Katrínar að hliðra ekki til í dagskrá sinni fyrir varaforseta Bandaríkjanna og velja þess í stað að ávarpa norrænar verkalýðshreyfingar. Hér verður ekki lagt mat á það. Mestu skiptir að varaforsetinn mun ná fundi forsætisráðherra. Koma varaforsetans er til marks um aukið mikilvægi Íslands í alþjóðamálum, ekki síst vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Endurreisn annars flota Bandaríkjanna í Norfolk talar sínu máli. Áhugi Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands er endurvakinn. Sama hvað okkur finnst um tíst Trumps eru Bandaríkin langöflugasta þjóð hins vestræna heims þar sem ríki hafa deilt gildum og heimssýn á trú á lýðræði, frjálst athafnalíf, mannréttindi og frelsi fjölmiðla. Íslendingar eru fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri alþjóðasamvinnu. Góð samskipti við Bandaríkin eru Íslandi því gríðarlega mikilvæg. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, segir varnarskuldbindingar Bandaríkjanna á grundvelli varnarsamningsins standa óhaggaðar. Öryggis- og varnarsamstarfið nær til mun fleiri þátta nú en áður, allt frá málefnum norðurslóða til netvarna og baráttu gegn hryðjuverkum. Uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsaðstöðu á Íslandi vegna aukinna samgangna á norðurslóðum ætti að ræða. Það er mikilvægt að forsætisráðherra, sem er formaður þjóðaröryggisráðs, nýti tækifærið til að koma áherslum Íslands á framfæri við varaforseta Bandaríkjanna. Fyrir liggur þjóðaröryggisstefna Íslands sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust árið 2016. Þar er kveðið á um varnarsamstarf við Bandaríkin og að þjóðaröryggi nái einnig til netöryggis, hryðjuverkavarna og síðast en ekki síst loftslagsmála.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun