Ólög um leyfisbréf Brynjólfur Eyjólfsson skrifar 8. mars 2019 09:43 Eitt leyfisbréf fyrir kennara á öllum skólastigum er óhæf hugmynd. Ástæðurnar eru margar en sú sem ég ætla að reifa hér er byggð á langri reynslu minni af kennslu í framhaldsskóla. Framhaldsskólinn er fyrst og síðast faggreinaskóli þar sem nemendur þurfa að tileinka sér þekkingu. Það er því skilyrði að kennarinn hafi sérþekkingu á viðkomandi fagi. Sem reyndur eðlisfræðikennari með 6 ára reynsla í jarðeðlisfræðirannsóknum og af kennslu við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sé ég ekki að leikskólakennari eigi nokkurt erindi í eðlisfræðistofuna né að ég gagnist við kennslu leikskólabarna. Sérhæfing er ekki skammaryrði heldur lýsing á því ástandi að nemandinn þurfi að fá kennslu og verkefni sem sérfræðingur í faggreininni er einn fær um að veita. Ef það sem ég segi hér á undan er ekki rétt túlkun á lagatillögunni þá er eitt leyfisbréf einfaldlega bara hjóm og merkingarlaust. Kennari í framhaldsskóla er sérfræðingur í kennslugrein sinni en leikskólakennari er sérfræðingur í kennslu á leikskólastigi. Verkgreinar sem kenndar eru til sveinsprófs í framhaldsskólum verða aðeins kenndar af iðnmeisturum eða öðrum sérfræðingum í því sem krafist er í þeim iðngreinum sem verið er að útskrifa nemendur í. Þetta á líka við um til dæmis sjúkraliðanám. Ein afleiðing þess að gefa út eitt leyfisbréf verður að leikskólakennari gæti orðið skólameistari framhaldsskóla. Reynsla frá Svíþjóð segir að þetta sé afar óheppilegt. Það þarf líka að hafa í huga að það eru sveitarfélögin sem reka leikskóla og grunnskóla en ríkið rekur framhaldsskólann. Það eru því mismunandi kjarasamningar og fleira sem mun rekast á verði þetta frumvarp að lögum. Það er hugsanavilla að nemendur hafi gott af einsleitum skóla. Nemendur gætu allt eins lokast inni í kerfi sem hentar þeirra þroskaferli illa og hætta væri á að sá þroski sem næst við að fara á annað skólastig, breyta um umhverfi og læra ný vinnubrögð, glatist. Það gengur nú þegar illa að manna stöður raungreinakennara og stærðfræðikennara á öllum skólastigum með kennurum sem eiga að hafa næga menntun í þeim greinum sem þeir kenna. Það má búast við að sú þróun haldi áfram að kennarar sem ekki hafa menntun til þess fari að kenna t.d. raungreinar í enn meira mæli, ef slakað er á kröfum og gefið út eitt leyfisbréf, með tilheyrandi verri útkomu. Átak í menntamálum ætti að auka líkur á að nemendur velji að læra raunvísindi og tæknigreinar. Það er ekki líklegt að eitt leyfisbréf hjálpi við þessa viðleitni ef sérhæfing er fyrir borð borin.Höfundur er eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Eitt leyfisbréf fyrir kennara á öllum skólastigum er óhæf hugmynd. Ástæðurnar eru margar en sú sem ég ætla að reifa hér er byggð á langri reynslu minni af kennslu í framhaldsskóla. Framhaldsskólinn er fyrst og síðast faggreinaskóli þar sem nemendur þurfa að tileinka sér þekkingu. Það er því skilyrði að kennarinn hafi sérþekkingu á viðkomandi fagi. Sem reyndur eðlisfræðikennari með 6 ára reynsla í jarðeðlisfræðirannsóknum og af kennslu við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sé ég ekki að leikskólakennari eigi nokkurt erindi í eðlisfræðistofuna né að ég gagnist við kennslu leikskólabarna. Sérhæfing er ekki skammaryrði heldur lýsing á því ástandi að nemandinn þurfi að fá kennslu og verkefni sem sérfræðingur í faggreininni er einn fær um að veita. Ef það sem ég segi hér á undan er ekki rétt túlkun á lagatillögunni þá er eitt leyfisbréf einfaldlega bara hjóm og merkingarlaust. Kennari í framhaldsskóla er sérfræðingur í kennslugrein sinni en leikskólakennari er sérfræðingur í kennslu á leikskólastigi. Verkgreinar sem kenndar eru til sveinsprófs í framhaldsskólum verða aðeins kenndar af iðnmeisturum eða öðrum sérfræðingum í því sem krafist er í þeim iðngreinum sem verið er að útskrifa nemendur í. Þetta á líka við um til dæmis sjúkraliðanám. Ein afleiðing þess að gefa út eitt leyfisbréf verður að leikskólakennari gæti orðið skólameistari framhaldsskóla. Reynsla frá Svíþjóð segir að þetta sé afar óheppilegt. Það þarf líka að hafa í huga að það eru sveitarfélögin sem reka leikskóla og grunnskóla en ríkið rekur framhaldsskólann. Það eru því mismunandi kjarasamningar og fleira sem mun rekast á verði þetta frumvarp að lögum. Það er hugsanavilla að nemendur hafi gott af einsleitum skóla. Nemendur gætu allt eins lokast inni í kerfi sem hentar þeirra þroskaferli illa og hætta væri á að sá þroski sem næst við að fara á annað skólastig, breyta um umhverfi og læra ný vinnubrögð, glatist. Það gengur nú þegar illa að manna stöður raungreinakennara og stærðfræðikennara á öllum skólastigum með kennurum sem eiga að hafa næga menntun í þeim greinum sem þeir kenna. Það má búast við að sú þróun haldi áfram að kennarar sem ekki hafa menntun til þess fari að kenna t.d. raungreinar í enn meira mæli, ef slakað er á kröfum og gefið út eitt leyfisbréf, með tilheyrandi verri útkomu. Átak í menntamálum ætti að auka líkur á að nemendur velji að læra raunvísindi og tæknigreinar. Það er ekki líklegt að eitt leyfisbréf hjálpi við þessa viðleitni ef sérhæfing er fyrir borð borin.Höfundur er eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun