Ólíðandi brot Sighvatur Armundsson skrifar 20. ágúst 2019 10:00 Brot á réttindum launafólks á íslenskum vinnumarkaði eru staðreynd. Þetta hefur lengi legið fyrir og nýleg skýrsla Alþýðusambandsins ætti því ekki að þurfa að koma á óvart. Umfang og eðli brotanna er hins vegar sláandi. Samkvæmt tölum frá fjórum stórum aðildarfélögum ASÍ sem telja rúman helming allra félagsmanna sambandsins voru á síðasta ári gerðar 768 launakröfur að fjárhæð um 450 milljónir króna. Hafa ber í huga að hér er einungis um tilvik að ræða þar sem ábendingar stéttarfélaga um vangreidd laun hafa ekki borið árangur og formlegar launakröfur því verið lagðar fram. Það er hætt við að þessar tölur segi bara hálfa söguna því ekkert er vitað um þann fjölda sem brotið er á og leitar ekki réttar síns, annaðhvort af ótta við atvinnumissi eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi þekkir ekki réttindi sín nægilega vel. Það kemur skýrt fram í gögnum ASÍ að viðkvæmustu hóparnir á vinnumarkaði, ungt fólk og erlendir ríkisborgarar, eru líklegastir til að verða fyrir brotum. Til að mynda var rúmur helmingur þessara launakrafna gerður vegna erlendra ríkisborgara sem eru um 26 prósent félagsmanna í umræddum stéttarfélögum og um 19 prósent alls vinnumarkaðarins. Samkvæmt spurningakönnun meðal erlendra félagsmanna ASÍ töldu 28 prósent sig hafa lent í því að hafa ekki fengið skriflegan ráðningarsamning á síðustu tólf mánuðum. Þetta hlutfall er auðvitað með hreinum ólíkindum en stemmir því miður við fyrri rannsóknir. Allt of stór hluti erlendra starfsmanna telur sig svo hafa orðið fyrir hinum ýmsu brotum á vinnumarkaði sem tengjast meðal annars vangreiddum launum, of fáum eða stuttum neysluhléum, sviknum frídögum og skorti á launaseðlum. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur með sitt á hreinu og virða kjarasamninga. En eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bendir á er eitt brot einu broti of mikið. Það er bæði atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni til hagsbóta að útrýma þessum brotum en slíkt gerist ekki nema með góðri samvinnu þessara aðila. Málefni erlendra starfsmanna voru áberandi í kjarabaráttu síðastliðins vetrar. Þetta er hópur sem fram að því hafði haft fáa málsvara þrátt fyrir sífellda fjölgun. Nýrri forystu Eflingar tókst bæði að virkja þennan hóp og vekja athygli á slæmri stöðu hans. Skýrsla ASÍ sýnir svart á hvítu hversu mikilvæg sú barátta var. Í lífskjarasamningnum náðust einmitt fram ýmis framfaramál sem tengdust ekki launahækkunum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld náðu saman um mikilvægar aðgerðir til að taka á brotum á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að staðið verði við öll þau áform og að gengið verði hratt og örugglega til þeirra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Brot á réttindum launafólks á íslenskum vinnumarkaði eru staðreynd. Þetta hefur lengi legið fyrir og nýleg skýrsla Alþýðusambandsins ætti því ekki að þurfa að koma á óvart. Umfang og eðli brotanna er hins vegar sláandi. Samkvæmt tölum frá fjórum stórum aðildarfélögum ASÍ sem telja rúman helming allra félagsmanna sambandsins voru á síðasta ári gerðar 768 launakröfur að fjárhæð um 450 milljónir króna. Hafa ber í huga að hér er einungis um tilvik að ræða þar sem ábendingar stéttarfélaga um vangreidd laun hafa ekki borið árangur og formlegar launakröfur því verið lagðar fram. Það er hætt við að þessar tölur segi bara hálfa söguna því ekkert er vitað um þann fjölda sem brotið er á og leitar ekki réttar síns, annaðhvort af ótta við atvinnumissi eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi þekkir ekki réttindi sín nægilega vel. Það kemur skýrt fram í gögnum ASÍ að viðkvæmustu hóparnir á vinnumarkaði, ungt fólk og erlendir ríkisborgarar, eru líklegastir til að verða fyrir brotum. Til að mynda var rúmur helmingur þessara launakrafna gerður vegna erlendra ríkisborgara sem eru um 26 prósent félagsmanna í umræddum stéttarfélögum og um 19 prósent alls vinnumarkaðarins. Samkvæmt spurningakönnun meðal erlendra félagsmanna ASÍ töldu 28 prósent sig hafa lent í því að hafa ekki fengið skriflegan ráðningarsamning á síðustu tólf mánuðum. Þetta hlutfall er auðvitað með hreinum ólíkindum en stemmir því miður við fyrri rannsóknir. Allt of stór hluti erlendra starfsmanna telur sig svo hafa orðið fyrir hinum ýmsu brotum á vinnumarkaði sem tengjast meðal annars vangreiddum launum, of fáum eða stuttum neysluhléum, sviknum frídögum og skorti á launaseðlum. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur með sitt á hreinu og virða kjarasamninga. En eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bendir á er eitt brot einu broti of mikið. Það er bæði atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni til hagsbóta að útrýma þessum brotum en slíkt gerist ekki nema með góðri samvinnu þessara aðila. Málefni erlendra starfsmanna voru áberandi í kjarabaráttu síðastliðins vetrar. Þetta er hópur sem fram að því hafði haft fáa málsvara þrátt fyrir sífellda fjölgun. Nýrri forystu Eflingar tókst bæði að virkja þennan hóp og vekja athygli á slæmri stöðu hans. Skýrsla ASÍ sýnir svart á hvítu hversu mikilvæg sú barátta var. Í lífskjarasamningnum náðust einmitt fram ýmis framfaramál sem tengdust ekki launahækkunum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld náðu saman um mikilvægar aðgerðir til að taka á brotum á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að staðið verði við öll þau áform og að gengið verði hratt og örugglega til þeirra verka.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar