Þegar hermangið fluttist búferlum Þorvaldur Gylfason skrifar 4. júlí 2019 07:00 Reykjavík – Enn rifjast hún upp fyrir mér spurningin sem einn helzti listamaður þjóðarinnar beindi til mín við kvöldverðarborð í heimahúsi: Datt ykkur ekki í hug að bjóða þeim að halda þýfinu í skiptum fyrir nýju stjórnarskrána? Ekki mitt að bjóða, svaraði ég. Spurningin er áleitin enda þykist ég sjá í hendi mér að áhugi almennings á afhjúpun hrunþýfisins o.fl. muni fara stigvaxandi eftir því sem Alþingi heldur nýju stjórnarskránni lengur í gíslingu enda er henni öðrum þræði ætlað að draga úr líkum þess að sagan endurtaki sig.Tíu þúsund fjölskyldur Einkavæðing bankanna 1998-2003 var í reyndinni lítt dulbúið bankarán eins og margar heimildir vitna um. Alþingi samþykkti 2012 að verða við kröfum um rannsókn málsins en þingið hefur þó ekki enn hirt um að standa við eigin samþykkt. Gamalgróin spilling réði för. Upphaflegur ásetningur um dreift eignarhald á bönkunum var að engu hafður. Ríkisendurskoðun taldi söluverðið of lágt eins og yfirskrift einnar greinarinnar í löngum greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns um málið hér í blaðinu 2005 vitnar um: „Gleymdist að ræða verðið“. Búnaðarbankinn var seldur hópi manna í tengslum við Framsóknarflokkinn. Brýnt var talið að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“ svo vitnað sé í þeirra eigin orð. Í öllum bönkum voru helztu eigendur bankans meðal stærstu lántakenda hans. Gjaldþrot þriggja stærstu bankanna 2008 eru samanlagt þriðja stærsta gjaldþrot heimsins frá öndverðu skv. upplýsingum Fjármálaeftirlitsins. Tíu þúsund fjölskyldur misstu heimili sín, ein fjölskylda af hverjum tólf um landið. Kaupendur Landsbankans og Búnaðarbankans veittu hverjir öðrum lán til að fjármagna kaupin að hluta. Allur ferillinn var stráður lögleysum eins og m.a. Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbankans lýsti úr návígi í mörgum beittum blaðagreinum. Samsekt yfirvalda lýsti sér m.a. í því að Sverrir var aldrei kvaddur til að bera vitni. Sagan af einkavæðingunni varð æ skrautlegri eftir því sem á leið. Í ljós kom að þýzki bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum ólíkt því sem haldið var fram. Í bók sinni Kaupthinking (2018) lýsir Þórður Snær Júlíusson blaðamaður margháttuðum lögbrotum Kaupþingsmanna. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 hafði áður lýst föllnu bönkunum svo að þeir hafi allir verið eins í grófum dráttum.Bankarnir keyptu sér frið Eigendur og stjórnendur bankanna vissu hvað þurfti til að þeir fengju frið til að fara sínu fram. Þeir veittu samtals 147 mkr. 2004-2008 til stjórnmálasamtaka (91 mkr.) og til einstakra stjórnmálamanna (56 mkr.) svo sem fram kemur í skýrslu RNA (8. bindi, bls. 164-9). Þessar tölur eru samt of lágar því gögn fundust ekki um greiðslur Glitnis til stjórnmálamanna né heldur fundust tæmandi gögn um fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og samtök þeirra í fríðu (boðsferðir, risna o.fl.). Sjálfstæðisflokkurinn tók við 43,5 mkr. frá bönkunum 2006, þar af 30 mkr. frá sínum banka, Landsbankanum. Samfylkingin tók við 26 mkr., þar af 11,5 mkr. frá Kaupþingi og 8,5 mkr. frá Landsbankanum. Framsókn tók við tæpum 17 mkr., þar af 11 mkr. frá sínum banka, Kaupþingi. Þessar fjárhæðir má tvöfalda til að snara þeim á núvirði. Sem sagt: Þegar Kaninn kvaddi 2006 fluttist hermangið yfir í bankana. Bankarnir mokuðu einnig lánsfé í þingmenn, fé sem ekki er vitað hvað varð um þar eð afskriftir bankanna eru leynilegar þótt fréttir berist af þeim við og við. Tíu þingmenn skulduðu bönkunum 100 mkr. eða meira við hrun hver um sig (RNA, 2. bindi, bls. 200). Ekki hefur komið fram opinberlega hvernig skuldaskilum þessara þingmanna og annarra var háttað. Bankarnir keyptu sér frið. Þeir þurftu ekki að óttast afskipti Alþingis. Þeir höfðu flokkana og ýmsa þingmenn þeirra á fóðrum bæði fjárhagslega og með því að raða flokksmönnum í nefndir og ráð á sínum vegum.Ríki í ríkinu Ef allt væri eins og það á að vera myndu lögregla og saksóknarar hafa látið á það reyna fyrir dómstólum hvort fyrirgreiðsla bankanna við þingmenn jafngilti mútum í skilningi hegningarlaga. Þetta skiptir máli þar eð ríkisstjórn gömlu einkavæðingarflokkanna og eins flokks enn er byrjuð að einkavæða banka á nýjan leik án þess að hafa gert upp við fortíðina til fulls. Fleira hangir á spýtunni. Ef Alþingi væri eins og það ætti að vera kæmi fram krafa þar um rannsókn á fjárhagstengslum þingmanna, stjórnmálaflokka og útvegsfyrirtækja sem hafa þegið gríðarleg verðmæti af þinginu í gegnum kvótakerfið og hegða sér enn eins og bankarnir fram að hruni: eins og ríki í ríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Enn rifjast hún upp fyrir mér spurningin sem einn helzti listamaður þjóðarinnar beindi til mín við kvöldverðarborð í heimahúsi: Datt ykkur ekki í hug að bjóða þeim að halda þýfinu í skiptum fyrir nýju stjórnarskrána? Ekki mitt að bjóða, svaraði ég. Spurningin er áleitin enda þykist ég sjá í hendi mér að áhugi almennings á afhjúpun hrunþýfisins o.fl. muni fara stigvaxandi eftir því sem Alþingi heldur nýju stjórnarskránni lengur í gíslingu enda er henni öðrum þræði ætlað að draga úr líkum þess að sagan endurtaki sig.Tíu þúsund fjölskyldur Einkavæðing bankanna 1998-2003 var í reyndinni lítt dulbúið bankarán eins og margar heimildir vitna um. Alþingi samþykkti 2012 að verða við kröfum um rannsókn málsins en þingið hefur þó ekki enn hirt um að standa við eigin samþykkt. Gamalgróin spilling réði för. Upphaflegur ásetningur um dreift eignarhald á bönkunum var að engu hafður. Ríkisendurskoðun taldi söluverðið of lágt eins og yfirskrift einnar greinarinnar í löngum greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns um málið hér í blaðinu 2005 vitnar um: „Gleymdist að ræða verðið“. Búnaðarbankinn var seldur hópi manna í tengslum við Framsóknarflokkinn. Brýnt var talið að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“ svo vitnað sé í þeirra eigin orð. Í öllum bönkum voru helztu eigendur bankans meðal stærstu lántakenda hans. Gjaldþrot þriggja stærstu bankanna 2008 eru samanlagt þriðja stærsta gjaldþrot heimsins frá öndverðu skv. upplýsingum Fjármálaeftirlitsins. Tíu þúsund fjölskyldur misstu heimili sín, ein fjölskylda af hverjum tólf um landið. Kaupendur Landsbankans og Búnaðarbankans veittu hverjir öðrum lán til að fjármagna kaupin að hluta. Allur ferillinn var stráður lögleysum eins og m.a. Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbankans lýsti úr návígi í mörgum beittum blaðagreinum. Samsekt yfirvalda lýsti sér m.a. í því að Sverrir var aldrei kvaddur til að bera vitni. Sagan af einkavæðingunni varð æ skrautlegri eftir því sem á leið. Í ljós kom að þýzki bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum ólíkt því sem haldið var fram. Í bók sinni Kaupthinking (2018) lýsir Þórður Snær Júlíusson blaðamaður margháttuðum lögbrotum Kaupþingsmanna. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 hafði áður lýst föllnu bönkunum svo að þeir hafi allir verið eins í grófum dráttum.Bankarnir keyptu sér frið Eigendur og stjórnendur bankanna vissu hvað þurfti til að þeir fengju frið til að fara sínu fram. Þeir veittu samtals 147 mkr. 2004-2008 til stjórnmálasamtaka (91 mkr.) og til einstakra stjórnmálamanna (56 mkr.) svo sem fram kemur í skýrslu RNA (8. bindi, bls. 164-9). Þessar tölur eru samt of lágar því gögn fundust ekki um greiðslur Glitnis til stjórnmálamanna né heldur fundust tæmandi gögn um fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og samtök þeirra í fríðu (boðsferðir, risna o.fl.). Sjálfstæðisflokkurinn tók við 43,5 mkr. frá bönkunum 2006, þar af 30 mkr. frá sínum banka, Landsbankanum. Samfylkingin tók við 26 mkr., þar af 11,5 mkr. frá Kaupþingi og 8,5 mkr. frá Landsbankanum. Framsókn tók við tæpum 17 mkr., þar af 11 mkr. frá sínum banka, Kaupþingi. Þessar fjárhæðir má tvöfalda til að snara þeim á núvirði. Sem sagt: Þegar Kaninn kvaddi 2006 fluttist hermangið yfir í bankana. Bankarnir mokuðu einnig lánsfé í þingmenn, fé sem ekki er vitað hvað varð um þar eð afskriftir bankanna eru leynilegar þótt fréttir berist af þeim við og við. Tíu þingmenn skulduðu bönkunum 100 mkr. eða meira við hrun hver um sig (RNA, 2. bindi, bls. 200). Ekki hefur komið fram opinberlega hvernig skuldaskilum þessara þingmanna og annarra var háttað. Bankarnir keyptu sér frið. Þeir þurftu ekki að óttast afskipti Alþingis. Þeir höfðu flokkana og ýmsa þingmenn þeirra á fóðrum bæði fjárhagslega og með því að raða flokksmönnum í nefndir og ráð á sínum vegum.Ríki í ríkinu Ef allt væri eins og það á að vera myndu lögregla og saksóknarar hafa látið á það reyna fyrir dómstólum hvort fyrirgreiðsla bankanna við þingmenn jafngilti mútum í skilningi hegningarlaga. Þetta skiptir máli þar eð ríkisstjórn gömlu einkavæðingarflokkanna og eins flokks enn er byrjuð að einkavæða banka á nýjan leik án þess að hafa gert upp við fortíðina til fulls. Fleira hangir á spýtunni. Ef Alþingi væri eins og það ætti að vera kæmi fram krafa þar um rannsókn á fjárhagstengslum þingmanna, stjórnmálaflokka og útvegsfyrirtækja sem hafa þegið gríðarleg verðmæti af þinginu í gegnum kvótakerfið og hegða sér enn eins og bankarnir fram að hruni: eins og ríki í ríkinu.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun