Nemendafjöldinn tvöfaldaðist meðan á námskeiðinu stóð Heimsljós kynnir 4. júlí 2019 10:45 Útskriftarhópurinn. Women Power Efnalitlar konur í Bashay þorpi í norður Tansaníu luku nýlega valdeflingarnámskeiði á vegum Women Power samtakanna sem fékk styrk frá utanríkisráðuneytinu og fjölmörgum öðrum bakhjörlum til verkefnisins. Að sögn Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, formanns samstakanna, er fátækt nokkuð útbreidd í Tansaníu og sérstaklega í smærri þorpum á landsbyggðinni. „Á námskeiðinu, sem haldið var í fjórða sinn í síðasta mánuði, var lögð áhersla á sjálfsstyrkingu, skapandi hugsun og gerð einfaldra viðskiptaáætlana. Aðsókn að námskeiðinu var góð, en á fyrsta degi sóttu rúmlega 30 konur námskeiðið. Svo góður rómur var af námskeiðinu að nemendafjöldinn tvöfaldaðist meðan á námskeiðinu stóð,“ segir Anna Elísabet. Women Power samtökin fengu einnig styrk til að halda tveggja daga vinnustofu byggða á aðferðafræði sem UN Women hefur þróað og kennd er við rakarastofu (Barbershop). Um 20 konum og 20 körlum var boðið að sitja vinnustofuna en umræðuefni fyrri dagsins var jafnrétti kynjanna en seinni daginn var rætt um kynbundið ofbeldi. „Um 40 prósent tansanískra kvenna á aldrinum 15 til 49 ára, hafa einhvern tíma á ævinni upplifað ofbeldi,“ segir Anna Elísabet. „Barbershop vinnustofan var unnin í samstarfi við heimamenn sem hafa reynslu af að fjalla um kynjamisrétti en fundirnir gengu með eindæmum vel. Bæði konur og karlar tóku virkan þátt í samræðum um mál sem gjarnan er viðkvæmt að ræða um í þessum menningarheimi. Það er alveg ljóst að stórt skref var tekið í að efla mátt kvenna og auka skilning karla á mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna og draga úr kynbundnu ofbeldi,“ segir hún. Félagasamtökin Women Power voru stofnuð á alþjóðadegi kvenna 2015. Tilgangur félagsins er að bæta velferð íbúa fátækra ríkja með sérstakri aðstoð við efnalitlar konur. Engin félagsgjöld eru í félaginu en félagsmönnum er frjálst að leggja verkefnum samtakanna lið með frjálsum framlögum í takt við þeirra áhuga og getu. Félagið hefur lagt megin áherslu á frumkvöðlaþjálfun meðal kvenna. Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir hefur verið formaður Women Power samtakanna frá upphafi en hún hefur síðastliðin ellefu ár byggt upp góð tengsl við íbúa og leiðtoga í þorpinu Bashay í norður Tanzaníu í gegnum ýmis verkefni á eigin vegum og á vegum samtakanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Efnalitlar konur í Bashay þorpi í norður Tansaníu luku nýlega valdeflingarnámskeiði á vegum Women Power samtakanna sem fékk styrk frá utanríkisráðuneytinu og fjölmörgum öðrum bakhjörlum til verkefnisins. Að sögn Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, formanns samstakanna, er fátækt nokkuð útbreidd í Tansaníu og sérstaklega í smærri þorpum á landsbyggðinni. „Á námskeiðinu, sem haldið var í fjórða sinn í síðasta mánuði, var lögð áhersla á sjálfsstyrkingu, skapandi hugsun og gerð einfaldra viðskiptaáætlana. Aðsókn að námskeiðinu var góð, en á fyrsta degi sóttu rúmlega 30 konur námskeiðið. Svo góður rómur var af námskeiðinu að nemendafjöldinn tvöfaldaðist meðan á námskeiðinu stóð,“ segir Anna Elísabet. Women Power samtökin fengu einnig styrk til að halda tveggja daga vinnustofu byggða á aðferðafræði sem UN Women hefur þróað og kennd er við rakarastofu (Barbershop). Um 20 konum og 20 körlum var boðið að sitja vinnustofuna en umræðuefni fyrri dagsins var jafnrétti kynjanna en seinni daginn var rætt um kynbundið ofbeldi. „Um 40 prósent tansanískra kvenna á aldrinum 15 til 49 ára, hafa einhvern tíma á ævinni upplifað ofbeldi,“ segir Anna Elísabet. „Barbershop vinnustofan var unnin í samstarfi við heimamenn sem hafa reynslu af að fjalla um kynjamisrétti en fundirnir gengu með eindæmum vel. Bæði konur og karlar tóku virkan þátt í samræðum um mál sem gjarnan er viðkvæmt að ræða um í þessum menningarheimi. Það er alveg ljóst að stórt skref var tekið í að efla mátt kvenna og auka skilning karla á mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna og draga úr kynbundnu ofbeldi,“ segir hún. Félagasamtökin Women Power voru stofnuð á alþjóðadegi kvenna 2015. Tilgangur félagsins er að bæta velferð íbúa fátækra ríkja með sérstakri aðstoð við efnalitlar konur. Engin félagsgjöld eru í félaginu en félagsmönnum er frjálst að leggja verkefnum samtakanna lið með frjálsum framlögum í takt við þeirra áhuga og getu. Félagið hefur lagt megin áherslu á frumkvöðlaþjálfun meðal kvenna. Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir hefur verið formaður Women Power samtakanna frá upphafi en hún hefur síðastliðin ellefu ár byggt upp góð tengsl við íbúa og leiðtoga í þorpinu Bashay í norður Tanzaníu í gegnum ýmis verkefni á eigin vegum og á vegum samtakanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent