Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2019 19:00 Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta í morgun eigi að skila sér til heimilanna í landinu. Verðbólga hefur nú verið yfir markmiðum Seðlabankans í tíu mánuði eftir að hafa verið undir þeim í tæp fimm ár en Seðlabankinn reiknar með að hún verði kominn undir markmiðin á ný upp úr áramótum. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og eru stýrivextir nú 3,25 prósent og komnir í sögulegt lágmark. Eftir mikinn vöxt í efnahagslífinu undanfarin ár er nú farið að gæta kólnunar í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri kynntu rökin fyrir vaxtalækkuninni í morgun.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt á þessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé mögulega að ná einhverri viðspyrnu,“ segir Ásgeir. Síðustu fimm ár hefur verðbólga verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans en verið yfir þeim frá áramótum og er nú 3,1 prósent.Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.Vísir/Vilhelm„En hún er að ganga niður aftur. Hún er aðeins yfir markmiðinu núna en hún er að fara á markmið fyrri hluta næsta árs. Og það er í þessari vissu sem við erum að lækka vexti núna,“ segir Ásgeir. Það er þó ekki alveg í hendi því Seðlabankinn segir einnig að óvissa ríki í horfum framundan, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú búist sé við. Meiga heimilin búast við því núna að þetta skili sér til heimilanna sem eru með lán á breytilegum vöxtum og verðtryggðum vöxtum; að heimilin eigi að finna fyrir þessari ákvörðun?„Ég myndi halda það já. Það ætti að gerast. Vaxtarofið ætti þá í rauninni að hliðrast niður.“Bankarnir hafa svigrúm til að skila þessu til heimilanna?„Ég myndi halda það já,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta í morgun eigi að skila sér til heimilanna í landinu. Verðbólga hefur nú verið yfir markmiðum Seðlabankans í tíu mánuði eftir að hafa verið undir þeim í tæp fimm ár en Seðlabankinn reiknar með að hún verði kominn undir markmiðin á ný upp úr áramótum. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og eru stýrivextir nú 3,25 prósent og komnir í sögulegt lágmark. Eftir mikinn vöxt í efnahagslífinu undanfarin ár er nú farið að gæta kólnunar í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri kynntu rökin fyrir vaxtalækkuninni í morgun.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt á þessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé mögulega að ná einhverri viðspyrnu,“ segir Ásgeir. Síðustu fimm ár hefur verðbólga verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans en verið yfir þeim frá áramótum og er nú 3,1 prósent.Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.Vísir/Vilhelm„En hún er að ganga niður aftur. Hún er aðeins yfir markmiðinu núna en hún er að fara á markmið fyrri hluta næsta árs. Og það er í þessari vissu sem við erum að lækka vexti núna,“ segir Ásgeir. Það er þó ekki alveg í hendi því Seðlabankinn segir einnig að óvissa ríki í horfum framundan, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú búist sé við. Meiga heimilin búast við því núna að þetta skili sér til heimilanna sem eru með lán á breytilegum vöxtum og verðtryggðum vöxtum; að heimilin eigi að finna fyrir þessari ákvörðun?„Ég myndi halda það já. Það ætti að gerast. Vaxtarofið ætti þá í rauninni að hliðrast niður.“Bankarnir hafa svigrúm til að skila þessu til heimilanna?„Ég myndi halda það já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15
Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30