Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2019 19:00 Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta í morgun eigi að skila sér til heimilanna í landinu. Verðbólga hefur nú verið yfir markmiðum Seðlabankans í tíu mánuði eftir að hafa verið undir þeim í tæp fimm ár en Seðlabankinn reiknar með að hún verði kominn undir markmiðin á ný upp úr áramótum. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og eru stýrivextir nú 3,25 prósent og komnir í sögulegt lágmark. Eftir mikinn vöxt í efnahagslífinu undanfarin ár er nú farið að gæta kólnunar í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri kynntu rökin fyrir vaxtalækkuninni í morgun.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt á þessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé mögulega að ná einhverri viðspyrnu,“ segir Ásgeir. Síðustu fimm ár hefur verðbólga verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans en verið yfir þeim frá áramótum og er nú 3,1 prósent.Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.Vísir/Vilhelm„En hún er að ganga niður aftur. Hún er aðeins yfir markmiðinu núna en hún er að fara á markmið fyrri hluta næsta árs. Og það er í þessari vissu sem við erum að lækka vexti núna,“ segir Ásgeir. Það er þó ekki alveg í hendi því Seðlabankinn segir einnig að óvissa ríki í horfum framundan, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú búist sé við. Meiga heimilin búast við því núna að þetta skili sér til heimilanna sem eru með lán á breytilegum vöxtum og verðtryggðum vöxtum; að heimilin eigi að finna fyrir þessari ákvörðun?„Ég myndi halda það já. Það ætti að gerast. Vaxtarofið ætti þá í rauninni að hliðrast niður.“Bankarnir hafa svigrúm til að skila þessu til heimilanna?„Ég myndi halda það já,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta í morgun eigi að skila sér til heimilanna í landinu. Verðbólga hefur nú verið yfir markmiðum Seðlabankans í tíu mánuði eftir að hafa verið undir þeim í tæp fimm ár en Seðlabankinn reiknar með að hún verði kominn undir markmiðin á ný upp úr áramótum. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og eru stýrivextir nú 3,25 prósent og komnir í sögulegt lágmark. Eftir mikinn vöxt í efnahagslífinu undanfarin ár er nú farið að gæta kólnunar í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri kynntu rökin fyrir vaxtalækkuninni í morgun.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt á þessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé mögulega að ná einhverri viðspyrnu,“ segir Ásgeir. Síðustu fimm ár hefur verðbólga verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans en verið yfir þeim frá áramótum og er nú 3,1 prósent.Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.Vísir/Vilhelm„En hún er að ganga niður aftur. Hún er aðeins yfir markmiðinu núna en hún er að fara á markmið fyrri hluta næsta árs. Og það er í þessari vissu sem við erum að lækka vexti núna,“ segir Ásgeir. Það er þó ekki alveg í hendi því Seðlabankinn segir einnig að óvissa ríki í horfum framundan, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú búist sé við. Meiga heimilin búast við því núna að þetta skili sér til heimilanna sem eru með lán á breytilegum vöxtum og verðtryggðum vöxtum; að heimilin eigi að finna fyrir þessari ákvörðun?„Ég myndi halda það já. Það ætti að gerast. Vaxtarofið ætti þá í rauninni að hliðrast niður.“Bankarnir hafa svigrúm til að skila þessu til heimilanna?„Ég myndi halda það já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15
Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30