Twitter-forsetinn Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins? Það er þó haft eftir Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í Fear, áhugaverðri bók Bob Woodward um forsetatíð Donald Trump. Priebus vísar þar til þess tíma sem Trump ver uppi í rúmi, horfandi á spjallþætti í sjónvarpi með símann við hönd. Á Twitter tjáir fingraglaði forsetinn skoðanir sínar og tilfinningar og heimurinn fylgist með. Á Twitter komast notendur í beint og milliliðalaust samband við umheiminn. Það kann forsetinn vel að meta, enda í miðju stríði við frjálsa fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem á það til að kanna hvort það sem sagt er sé satt og rétt. Til að hámarka árangurinn er Trump sagður láta prenta út vinsælustu færslurnar sínar og kanna hvað helst hitti í mark. Þrátt fyrir þetta hefur notendafjöldi miðilsins ekkert breyst frá því Trump var kjörinn forseti síðla árs 2016. 321 milljón manna nýtir sér Twitter í hverjum mánuði samanborið við 2,3 milljarða á Facebook og milljarð á Instagram. En þrátt fyrir stöðnun er reksturinn allt annar og betri en áður og eftir áralangan taprekstur hefur hagnaði nú verið skilað fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 54 milljörðum króna á síðasta ári, því fyrsta sem í heildina var rekið réttum megin við núllið. Tekjur af hverjum notanda hafa aukist um fjórðung frá kjöri Trump og ríflega tvöfaldast frá árinu 2014. Þetta er því allt í rétta átt hjá Twitter en væntingar fjárfesta til þessa árs eru þó hóflegar. Gert er ráð fyrir um fimmtungs vexti kostnaðar á milli ára, en meðal annars verður þess freistað að auka enn frekar birtingu efnis sem klæðskerasniðið er að hverjum og einum notanda og slíkt á að auka sölu auglýsinga enn frekar. Hvort betri afkoma Twitter er Trump að þakka skal ósagt látið en það er þó ekki hægt að útiloka. Þá er spurningin bara hvort áframhaldandi velgengni fyrirtækisins velti ekki á því hversu vel tekst að virkja fleiri forseta. Ætli okkar eigin @sagnaritari muni kannski beintísta #12stig á laugardaginn?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Twitter Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins? Það er þó haft eftir Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í Fear, áhugaverðri bók Bob Woodward um forsetatíð Donald Trump. Priebus vísar þar til þess tíma sem Trump ver uppi í rúmi, horfandi á spjallþætti í sjónvarpi með símann við hönd. Á Twitter tjáir fingraglaði forsetinn skoðanir sínar og tilfinningar og heimurinn fylgist með. Á Twitter komast notendur í beint og milliliðalaust samband við umheiminn. Það kann forsetinn vel að meta, enda í miðju stríði við frjálsa fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem á það til að kanna hvort það sem sagt er sé satt og rétt. Til að hámarka árangurinn er Trump sagður láta prenta út vinsælustu færslurnar sínar og kanna hvað helst hitti í mark. Þrátt fyrir þetta hefur notendafjöldi miðilsins ekkert breyst frá því Trump var kjörinn forseti síðla árs 2016. 321 milljón manna nýtir sér Twitter í hverjum mánuði samanborið við 2,3 milljarða á Facebook og milljarð á Instagram. En þrátt fyrir stöðnun er reksturinn allt annar og betri en áður og eftir áralangan taprekstur hefur hagnaði nú verið skilað fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 54 milljörðum króna á síðasta ári, því fyrsta sem í heildina var rekið réttum megin við núllið. Tekjur af hverjum notanda hafa aukist um fjórðung frá kjöri Trump og ríflega tvöfaldast frá árinu 2014. Þetta er því allt í rétta átt hjá Twitter en væntingar fjárfesta til þessa árs eru þó hóflegar. Gert er ráð fyrir um fimmtungs vexti kostnaðar á milli ára, en meðal annars verður þess freistað að auka enn frekar birtingu efnis sem klæðskerasniðið er að hverjum og einum notanda og slíkt á að auka sölu auglýsinga enn frekar. Hvort betri afkoma Twitter er Trump að þakka skal ósagt látið en það er þó ekki hægt að útiloka. Þá er spurningin bara hvort áframhaldandi velgengni fyrirtækisins velti ekki á því hversu vel tekst að virkja fleiri forseta. Ætli okkar eigin @sagnaritari muni kannski beintísta #12stig á laugardaginn?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun