Blettaskallaskáldskapur Þorvaldur Gylfason skrifar 12. apríl 2018 07:00 Þetta gerðist. Lögreglan kom þar að sem hópur manna hafði brotizt inn í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni í Washington að næturlagi til að ræna skjölum sem menn Nixons forseta hugðust nota honum til framdráttar í forsetakosningunum þá um haustið. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði innbrotsþjófunum tekizt að forða sér öllum nema einum. Hann var handsamaður. Þetta þótti sumum ranglátt: Að taka bara einn þegar allir hinir sluppu! Fjórðungur þingmanna lagði til í þinginu að ræninginn sem var handsamaður skyldi opinberlega beðinn afsökunar á að hafa verið ákærður og dæmdur. Byrjum aftur. Þetta gerðist auðvitað ekki að öðru leyti en því að innbrotið var sem sagt framið í júní 1972, ræningjarnir voru allir handteknir á staðnum, ákærðir og dæmdir í fangelsi og Nixon forseti hrökklaðist frá völdum tveim árum síðar þegar ljóst var orðið að hann hafði verið með í ráðum og hindrað framgang réttvísinnar með því að reyna að hylja spor þjófanna. Hann vissi sem var að hefði hann ekki sagt af sér hefði þingið sett hann af.„Af stórfelldu gáleysi“Þingsályktunartillaga 15 þingmanna um að Alþingi biðji fv. forsætisráðherra afsökunar á að hafa ákært hann 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins afhjúpar skeytingarleysi um lög og rétt og um fórnarlömb hrunsins sem misstu heimili sín og aleigu þúsundum saman eins og Agnar Kr. Þorsteinsson tölvunarfræðingur lýsti í leiftrandi grein í Stundinni. Alþingi ákærði ráðherrann m.a. fyrir „alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við ...“ Sé maður ákærður og síðan fundinn saklaus fyrir rétti kann að vera ástæða til að biðja hann afsökunar. Sé framið dómsmorð, þ.e. sé saklaus maður dæmdur, er full ástæða til að biðja hann afsökunar. Hvorugt á við um tillöguna sem liggur nú fyrir Alþingi. Landsdómur undir forustu forseta Hæstaréttar dæmdi ráðherrann fv. sekan um brot gegn stjórnarskránni en gerði honum ekki refsingu þar eð um fyrsta brot var að ræða. Flutningsmenn þingályktunartillögunnar fullyrða í greinargerð: „Niðurstaða landsdóms sýnir að ekki var tilefni til ákæru.“ Þessi fullyrðing er úr lausu lofti gripin enda fór Landsdómur hörðum orðum um embættisfærslu ráðherrans í dómi sínum þar sem segir m.a.: „Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins … með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar.“ Þá verður fjandinn laus Þingmennirnir 15 eru ekki einir á báti. Margir repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú líkt og forsetinn að Robert Mueller saksóknara sem rannsakar meint ólögleg Rússatengsl Trumps forseta og manna hans verði vikið frá störfum og rannsóknin lögð niður. Þessa kröfu leggja repúblikanar fram enda þótt einn maður hafi þegar fengið dóm og þrír aðrir hafi þegar verið ákærðir fyrir lögbrot sem saksóknarinn komst að. Mennirnir hegða sér eins og þeir kunni ekki að hugsa eða kunni ekki að skammast sín. Húsleit alríkislögreglunnar FBI hjá einkalögfræðingi forsetans fyrr í vikunni vegna meintra lögbrota og hörð viðbrögð forsetans við húsleitinni þykja nú hafa aukið líkurnar á að forsetinn víki Mueller saksóknara úr starfi. Þá verður fjandinn laus líkt og eftir innbrotið í Watergate 1972.Kveðja til Trumps Luigi Zingales er Ítali, prófessor í hagfræði í Chicago-háskóla. Hann birti grein í New York Times eftir kosningarnar 2016 til að vara andstæðinga Trumps, nýkjörins forseta, við því að hæðast um of að honum. Það mun engum árangri skila, sagði Zingales. Ítalar gerðu endalaust grín að Silvio Berlusconi og sátu samt uppi með hann sem forsætisráðherra von úr viti. Ég leyfi mér samt að skilja eftirfarandi limru Kristjáns Hreinssonar skálds og heimspekings um Káin, vestur-íslenzka skáldið, svo að hún fjalli um frísúru Trumps Bandaríkjaforseta sem vakti fyrir nokkru heimsathygli þegar léttur vindur lék um höfuð forsetans:Víst náði hann Káinn til Klettafjallaog komst þarna stundum í rétta halla,hann settist þar aðvar sáttur við þaðen svo var hann líka með blettaskalla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þetta gerðist. Lögreglan kom þar að sem hópur manna hafði brotizt inn í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni í Washington að næturlagi til að ræna skjölum sem menn Nixons forseta hugðust nota honum til framdráttar í forsetakosningunum þá um haustið. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði innbrotsþjófunum tekizt að forða sér öllum nema einum. Hann var handsamaður. Þetta þótti sumum ranglátt: Að taka bara einn þegar allir hinir sluppu! Fjórðungur þingmanna lagði til í þinginu að ræninginn sem var handsamaður skyldi opinberlega beðinn afsökunar á að hafa verið ákærður og dæmdur. Byrjum aftur. Þetta gerðist auðvitað ekki að öðru leyti en því að innbrotið var sem sagt framið í júní 1972, ræningjarnir voru allir handteknir á staðnum, ákærðir og dæmdir í fangelsi og Nixon forseti hrökklaðist frá völdum tveim árum síðar þegar ljóst var orðið að hann hafði verið með í ráðum og hindrað framgang réttvísinnar með því að reyna að hylja spor þjófanna. Hann vissi sem var að hefði hann ekki sagt af sér hefði þingið sett hann af.„Af stórfelldu gáleysi“Þingsályktunartillaga 15 þingmanna um að Alþingi biðji fv. forsætisráðherra afsökunar á að hafa ákært hann 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins afhjúpar skeytingarleysi um lög og rétt og um fórnarlömb hrunsins sem misstu heimili sín og aleigu þúsundum saman eins og Agnar Kr. Þorsteinsson tölvunarfræðingur lýsti í leiftrandi grein í Stundinni. Alþingi ákærði ráðherrann m.a. fyrir „alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við ...“ Sé maður ákærður og síðan fundinn saklaus fyrir rétti kann að vera ástæða til að biðja hann afsökunar. Sé framið dómsmorð, þ.e. sé saklaus maður dæmdur, er full ástæða til að biðja hann afsökunar. Hvorugt á við um tillöguna sem liggur nú fyrir Alþingi. Landsdómur undir forustu forseta Hæstaréttar dæmdi ráðherrann fv. sekan um brot gegn stjórnarskránni en gerði honum ekki refsingu þar eð um fyrsta brot var að ræða. Flutningsmenn þingályktunartillögunnar fullyrða í greinargerð: „Niðurstaða landsdóms sýnir að ekki var tilefni til ákæru.“ Þessi fullyrðing er úr lausu lofti gripin enda fór Landsdómur hörðum orðum um embættisfærslu ráðherrans í dómi sínum þar sem segir m.a.: „Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins … með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar.“ Þá verður fjandinn laus Þingmennirnir 15 eru ekki einir á báti. Margir repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú líkt og forsetinn að Robert Mueller saksóknara sem rannsakar meint ólögleg Rússatengsl Trumps forseta og manna hans verði vikið frá störfum og rannsóknin lögð niður. Þessa kröfu leggja repúblikanar fram enda þótt einn maður hafi þegar fengið dóm og þrír aðrir hafi þegar verið ákærðir fyrir lögbrot sem saksóknarinn komst að. Mennirnir hegða sér eins og þeir kunni ekki að hugsa eða kunni ekki að skammast sín. Húsleit alríkislögreglunnar FBI hjá einkalögfræðingi forsetans fyrr í vikunni vegna meintra lögbrota og hörð viðbrögð forsetans við húsleitinni þykja nú hafa aukið líkurnar á að forsetinn víki Mueller saksóknara úr starfi. Þá verður fjandinn laus líkt og eftir innbrotið í Watergate 1972.Kveðja til Trumps Luigi Zingales er Ítali, prófessor í hagfræði í Chicago-háskóla. Hann birti grein í New York Times eftir kosningarnar 2016 til að vara andstæðinga Trumps, nýkjörins forseta, við því að hæðast um of að honum. Það mun engum árangri skila, sagði Zingales. Ítalar gerðu endalaust grín að Silvio Berlusconi og sátu samt uppi með hann sem forsætisráðherra von úr viti. Ég leyfi mér samt að skilja eftirfarandi limru Kristjáns Hreinssonar skálds og heimspekings um Káin, vestur-íslenzka skáldið, svo að hún fjalli um frísúru Trumps Bandaríkjaforseta sem vakti fyrir nokkru heimsathygli þegar léttur vindur lék um höfuð forsetans:Víst náði hann Káinn til Klettafjallaog komst þarna stundum í rétta halla,hann settist þar aðvar sáttur við þaðen svo var hann líka með blettaskalla.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun