Heilsueflum Reykjavík Hildur Björnsdóttir skrifar 22. maí 2018 15:14 Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Ef það verður ekki þú, verður það einhver sem þú þekkir. Þannig er tölfræðin. Það er áfall að greinast með krabbamein. Áfall fyrir þann sem greinist, en ekki síður þá sem standa honum nærri. Þetta þekki ég af eigin raun. Sumarið 2016 greindist ég með hraðvaxandi eitilfrumuæxli á stærð við litla melónu – eingöngu sjö dögum eftir að yngsta barnið mitt fæddist. Ég óska engum að feta þá erfiðu þrautagöngu. Til allrar hamingju sigraði ég baráttuna en það eru ekki allir svo heppnir. Krabbameinsfélag Íslands skorar á sveitastjórnarfólk að gefa lýðheilsu og forvörnum gegn krabbameini aukið vægi. Það er mér bæði ljúft og skylt að taka þeirri mikilvægu áskorun. Breytingar á lifnaðarháttum síðustu áratugi hafa leitt til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein. Helstu áhættuþættir eru reykingar, slæmt matarræði og kyrrseta. Það er mikilvægt að sveitastjórnarfólk sýni frumkvæði í málaflokknum og beiti sér fyrir forvörnum. Í borgarstjórn Reykjavíkur mun ég vinna markvisst að því að skapa heilsueflandi borg. Ég mun hvetja til betri nýtingar grænna svæða til hreyfingar og útivistar. Ég mun vinna að því að gera hreyfingu og hollu matarræði hærra undir höfði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Ég mun styðja við skipulag og samgöngur sem ýta undir heilsueflingu og útivist. Ég mun beita mér fyrir áframhaldandi forvörnum gegn reykingum og öðrum skaðlegum vímugjöfum. Ég vil skapa borg sem býður okkur öllum fjölbreyttar leiðir og jöfn tækifæri til að ástunda heilbrigðan lífsstíl. Í veikindum mínum lærði ég hve dýrmæt heilsan er okkur öllum. Ég lærði hve mikilvægt er að tryggja heilsueflandi umhverfi og forvarnir fyrir börn. Ég lærði að ekki verður fjárfest í meiri verðmætum en heilsunni – enda öllum dýrkeypt að missa hana. Setjum forvarnir í forgang og heilsueflum Reykjavík!Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Ef það verður ekki þú, verður það einhver sem þú þekkir. Þannig er tölfræðin. Það er áfall að greinast með krabbamein. Áfall fyrir þann sem greinist, en ekki síður þá sem standa honum nærri. Þetta þekki ég af eigin raun. Sumarið 2016 greindist ég með hraðvaxandi eitilfrumuæxli á stærð við litla melónu – eingöngu sjö dögum eftir að yngsta barnið mitt fæddist. Ég óska engum að feta þá erfiðu þrautagöngu. Til allrar hamingju sigraði ég baráttuna en það eru ekki allir svo heppnir. Krabbameinsfélag Íslands skorar á sveitastjórnarfólk að gefa lýðheilsu og forvörnum gegn krabbameini aukið vægi. Það er mér bæði ljúft og skylt að taka þeirri mikilvægu áskorun. Breytingar á lifnaðarháttum síðustu áratugi hafa leitt til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein. Helstu áhættuþættir eru reykingar, slæmt matarræði og kyrrseta. Það er mikilvægt að sveitastjórnarfólk sýni frumkvæði í málaflokknum og beiti sér fyrir forvörnum. Í borgarstjórn Reykjavíkur mun ég vinna markvisst að því að skapa heilsueflandi borg. Ég mun hvetja til betri nýtingar grænna svæða til hreyfingar og útivistar. Ég mun vinna að því að gera hreyfingu og hollu matarræði hærra undir höfði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Ég mun styðja við skipulag og samgöngur sem ýta undir heilsueflingu og útivist. Ég mun beita mér fyrir áframhaldandi forvörnum gegn reykingum og öðrum skaðlegum vímugjöfum. Ég vil skapa borg sem býður okkur öllum fjölbreyttar leiðir og jöfn tækifæri til að ástunda heilbrigðan lífsstíl. Í veikindum mínum lærði ég hve dýrmæt heilsan er okkur öllum. Ég lærði hve mikilvægt er að tryggja heilsueflandi umhverfi og forvarnir fyrir börn. Ég lærði að ekki verður fjárfest í meiri verðmætum en heilsunni – enda öllum dýrkeypt að missa hana. Setjum forvarnir í forgang og heilsueflum Reykjavík!Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar