Myglusaga úr Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. maí 2018 19:19 Móður var sagt að lofta bara út þegar hún hafði ítrekað kvartað yfir myglu og raka í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Kona með lítið barn er búin að vera á vergangi vegna myglu og raka. Mæðgurnar voru báðar veikar og barnið með sýkingar frá fæðingu. Heimilislæknir ráðlagði mæðgunum að flytja út. Árið 2014 greindist móðirin með astma og flutti fjölskyldan þá á sjúkrahótel. Móðirin margreyndi að ná sambandi við Reykjavíkurborg og fékk árið 2015 fund með borgarstjóra þar sem hún óskaði eftir að sýni yrðu tekin úr húsnæðinu vegna veikinda dóttur sinnar. Við því var ekki orðið. Mæðgunum bauðst loksins íbúð í 101 Reykjavík sem hentaði illa en móðirin samþykkti þó að taka. Heilsu barnsins hélt áfram að hraka. Í ljós kom að veggur í barnaherbergi var illa einangraður og vegna raka hafði mygla myndast. Mæðgurnar voru veikar allan þennan vetur og varð móðir að hætta háskólanámi. Ekki var orðið við beiðni um lagfæringar og áttu mæðgurnar ekki annars kost en að flýja úr húsnæðinu og skilja búslóðina eftir. Vatnsleki var í veggnum og vatn hafði komist í rafmagn svo þeim var hætta búin. Málið var loksins athugað og þá talað um „minniháttar leka“. Ekki var gert við og mæðgurnar fóru aftur á sjúkrahótelið. Heilbrigðiseftirlitið skoðaði íbúðina og í skýrslu kom fram að fjarlægja skyldi allt rakaskemmt byggingarefni. Félagsbústaðir réðust í viðgerðir en rakaskemmt efni var þó ekki fjarlægt, einungis skrapað af veggjum, sparslað og kíttað en myglan lifði áfram góðu lífi bak við fínpússað yfirborð. Á meðan að lagfæringar áttu sér stað sendi móðir sýni af myglu úr vegg til Náttúrufræðistofnunar Íslands, á Akureyri. Kom þá í ljós að um Aspergilus myglu væri að ræða en eiturefni úr henni eru krabbameinsvaldandi. Um var að ræða margar slæmar tegundir af myglu. Henni var ráðlagt að henda öllu innbúi sínu nema nokkrum glösum. Móðirin fór í rannsóknir vegna heilsuleysis og í ljós kom að hún er komin með langvinnan alvarlegan lungnasjúkdóm. Um var að ræða bandvefsbreytingar í lungum og skerta lungnastarfsemi og það var mat lækna að lungnasjúkdómurinn hafi verið afleiðing þess að búa í rakaskemmdu mygluðu húsnæði í langan tíma. Staða mæðgnanna í dag er að móðir og barn glíma enn við veikindi, barn sem nú er 10 ára er kvíðið og finnur til mikils óöryggis eftir allan flækinginn. Hún spyr: mamma, eigum við hvergi heima?Eftir viðgerðir á íbúðinni var móðurinni boðin sama íbúð aftur en hún fylgdi ráðleggingum læknis og afþakkaði. Á þessum tímapunkti gat hún ekki lengur gist á sjúkrahóteli og þurfti því að bíða eftir öðru húsnæði. Móðir afþakkaði boð um gamlar íbúðir hjá félagsbústöðum. Vegna alvarlegra veikinda gat hún ekki tekið áhættuna á að fara í gamalt húsnæði. Læknar ráðlögðu henni að búa í nýbyggingu til þess að lágmarka möguleikann á því að lenda í myglu síðar á lífsleiðinni. Annars myndu einkennin versna og hætta var á líffæraskemmdum. Við tók þvælingur milli gistiheimila. Eftir að hafa verið heimilislaus með barn í 16 mánuði fékk hún loks íbúð í nýbyggingu með loftræstikerfi eftir að málið hafði farið til umboðsmanns Alþingis. Í dag sér hún fram á að missa nýju fínu íbúðina vegna þess að leigan þar er 50% hærri en myglubælið í 101 Reykjavík. Leigan er 180 þ.kr. á mánuði fyrir utan hússjóð og móðirin er eingöngu með 250 þ.kr. í tekjur á mánuði. Nýja húsnæðið er nýbygging sem er laus við myglu og með góðri loftræstingu sem er nauðsynleg vegna lungnasjúkdómsins. Þó uppfyllir húsnæðið ekki byggingareglugerðir vegna hávaðamengunar frá vélbúnaði innan byggingarinnar samkvæmt heilbrigðiseftirlitinu. Hjá Reykjavíkurborg á leigutaki alltaf sökina. Mygla heima hjá þér? Það er vegna þess að þú loftar ekki nógu vel út. Tíu árum síðar er móðirin enn að berjast fyrir því að fá að lifa í mannsæmandi húsnæði. Skyldu fleiri sem búa í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar hafa svipaða sögu að segja?Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Móður var sagt að lofta bara út þegar hún hafði ítrekað kvartað yfir myglu og raka í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Kona með lítið barn er búin að vera á vergangi vegna myglu og raka. Mæðgurnar voru báðar veikar og barnið með sýkingar frá fæðingu. Heimilislæknir ráðlagði mæðgunum að flytja út. Árið 2014 greindist móðirin með astma og flutti fjölskyldan þá á sjúkrahótel. Móðirin margreyndi að ná sambandi við Reykjavíkurborg og fékk árið 2015 fund með borgarstjóra þar sem hún óskaði eftir að sýni yrðu tekin úr húsnæðinu vegna veikinda dóttur sinnar. Við því var ekki orðið. Mæðgunum bauðst loksins íbúð í 101 Reykjavík sem hentaði illa en móðirin samþykkti þó að taka. Heilsu barnsins hélt áfram að hraka. Í ljós kom að veggur í barnaherbergi var illa einangraður og vegna raka hafði mygla myndast. Mæðgurnar voru veikar allan þennan vetur og varð móðir að hætta háskólanámi. Ekki var orðið við beiðni um lagfæringar og áttu mæðgurnar ekki annars kost en að flýja úr húsnæðinu og skilja búslóðina eftir. Vatnsleki var í veggnum og vatn hafði komist í rafmagn svo þeim var hætta búin. Málið var loksins athugað og þá talað um „minniháttar leka“. Ekki var gert við og mæðgurnar fóru aftur á sjúkrahótelið. Heilbrigðiseftirlitið skoðaði íbúðina og í skýrslu kom fram að fjarlægja skyldi allt rakaskemmt byggingarefni. Félagsbústaðir réðust í viðgerðir en rakaskemmt efni var þó ekki fjarlægt, einungis skrapað af veggjum, sparslað og kíttað en myglan lifði áfram góðu lífi bak við fínpússað yfirborð. Á meðan að lagfæringar áttu sér stað sendi móðir sýni af myglu úr vegg til Náttúrufræðistofnunar Íslands, á Akureyri. Kom þá í ljós að um Aspergilus myglu væri að ræða en eiturefni úr henni eru krabbameinsvaldandi. Um var að ræða margar slæmar tegundir af myglu. Henni var ráðlagt að henda öllu innbúi sínu nema nokkrum glösum. Móðirin fór í rannsóknir vegna heilsuleysis og í ljós kom að hún er komin með langvinnan alvarlegan lungnasjúkdóm. Um var að ræða bandvefsbreytingar í lungum og skerta lungnastarfsemi og það var mat lækna að lungnasjúkdómurinn hafi verið afleiðing þess að búa í rakaskemmdu mygluðu húsnæði í langan tíma. Staða mæðgnanna í dag er að móðir og barn glíma enn við veikindi, barn sem nú er 10 ára er kvíðið og finnur til mikils óöryggis eftir allan flækinginn. Hún spyr: mamma, eigum við hvergi heima?Eftir viðgerðir á íbúðinni var móðurinni boðin sama íbúð aftur en hún fylgdi ráðleggingum læknis og afþakkaði. Á þessum tímapunkti gat hún ekki lengur gist á sjúkrahóteli og þurfti því að bíða eftir öðru húsnæði. Móðir afþakkaði boð um gamlar íbúðir hjá félagsbústöðum. Vegna alvarlegra veikinda gat hún ekki tekið áhættuna á að fara í gamalt húsnæði. Læknar ráðlögðu henni að búa í nýbyggingu til þess að lágmarka möguleikann á því að lenda í myglu síðar á lífsleiðinni. Annars myndu einkennin versna og hætta var á líffæraskemmdum. Við tók þvælingur milli gistiheimila. Eftir að hafa verið heimilislaus með barn í 16 mánuði fékk hún loks íbúð í nýbyggingu með loftræstikerfi eftir að málið hafði farið til umboðsmanns Alþingis. Í dag sér hún fram á að missa nýju fínu íbúðina vegna þess að leigan þar er 50% hærri en myglubælið í 101 Reykjavík. Leigan er 180 þ.kr. á mánuði fyrir utan hússjóð og móðirin er eingöngu með 250 þ.kr. í tekjur á mánuði. Nýja húsnæðið er nýbygging sem er laus við myglu og með góðri loftræstingu sem er nauðsynleg vegna lungnasjúkdómsins. Þó uppfyllir húsnæðið ekki byggingareglugerðir vegna hávaðamengunar frá vélbúnaði innan byggingarinnar samkvæmt heilbrigðiseftirlitinu. Hjá Reykjavíkurborg á leigutaki alltaf sökina. Mygla heima hjá þér? Það er vegna þess að þú loftar ekki nógu vel út. Tíu árum síðar er móðirin enn að berjast fyrir því að fá að lifa í mannsæmandi húsnæði. Skyldu fleiri sem búa í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar hafa svipaða sögu að segja?Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun