Náttúruhamfarir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Hitabylgjurnar sem lamið hafa á stórum hluta heimsbyggðarinnar síðustu vikur eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Í Japan hafa tugþúsundir aldraðra einstaklinga verið fluttir undir læknishendur sökum hitaslags. Tæplega hundrað hafa látist í Japan. Í Suður-Kóreu hafa tugir manna, og milljónir dýra, látist í hitanum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja á sama tíma að hamfarir af áður óþekktri stærðargráðu dynji nú á landinu. Í Evrópu hefur hitabylgjan leitt til mannskæðra sinu- og skógarelda í Grikklandi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar. Óttast er að yfir eitt þúsund manns hafi látist í hitabylgjunni á Bretlandi. Sökum aukinnar súrefnisupptöku, sem rekja má til hitans, hafa þúsundir tonna af fiski kafnað í Rín og Saxelfi. Í Norður-Ameríku hafa sjötíu hið minnsta látist í hitanum, nær allir í Kanada. Í Kaliforníu berjast tólf þúsund slökkviliðsmenn við mikla skógarelda og í Mexíkó hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem milljónir manna um allan heim glíma nú við. Þó svo að loftslagsvísindin séu þess eðlis að vafasamt er að tengja einstaka atburði í veðurfari við loftslagsbreytingar, þá benda bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna til þess að ótvíræð tengsl séu á milli hitabylgjunnar í Evrópu og breytinga á veðurfari. Jafnframt eru atburðir síðustu vikna í samræmi við áætlanir vísindamanna um það sem koma skal. Hitabylgjur verða algengari, lengri og ákafari. Á sama tíma verða dauðsföll, sem rekja má til hitabylgja, fleiri. Nýleg rannsókn, sem unnin var af fjölþjóðlegu teymi loftslagsvísindamanna og byggði á víðtæku safni hitamælinga á árunum 1984 til 2015, sýndi fram á aukningu sem nemur frá nokkrum tugum prósenta í efnuðum löndum, til mörg hundruð prósenta í fátækari löndum. Góðu fréttirnar eru þær sömu og við höfum heyrt áður. Líklega er hægt að afstýra alvarlegustu áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem munu eiga sér stað með samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, og með því að standa við áætlanir sem miða að því að milda áhrif breytinganna. Í hinu stóra samhengi hnattrænna veðurfarsbreytinga eru hitabylgjur ekki einangrað fyrirbæri. Þær tengjast uppskerubresti og þurrkum, oft í löndum sem glíma þegar við meiriháttar efnahagslegar, félagslegar og pólitískar áskoranir. Önnur birtingarmynd hækkandi hitastigs er hækkun sjávarborðs. Hækkun sem gæti numið einum metra að meðaltali áður en öldin er úti. Reglulega er talað um að ríku löndin muni spjara sig. Þau hafi burði og getu til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó hafa rík lönd, þar á meðal Ísland, verið afar sein að bregðast við vandanum. Það einfaldlega virðist vera lítill áhugi á því að gera loftslagsmálin að meginstefi. Þetta er sorgleg staða, sérstaklega í ljósi þess að loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál, og sem slíkt verður það ekki leyst nema með hnattrænu átaki þar sem efnaðar þjóðir, sem einmitt bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, bjóða þeim fátækari sem nú súpa seyðið af losun okkar, hjálparhönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hitabylgjurnar sem lamið hafa á stórum hluta heimsbyggðarinnar síðustu vikur eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Í Japan hafa tugþúsundir aldraðra einstaklinga verið fluttir undir læknishendur sökum hitaslags. Tæplega hundrað hafa látist í Japan. Í Suður-Kóreu hafa tugir manna, og milljónir dýra, látist í hitanum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja á sama tíma að hamfarir af áður óþekktri stærðargráðu dynji nú á landinu. Í Evrópu hefur hitabylgjan leitt til mannskæðra sinu- og skógarelda í Grikklandi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar. Óttast er að yfir eitt þúsund manns hafi látist í hitabylgjunni á Bretlandi. Sökum aukinnar súrefnisupptöku, sem rekja má til hitans, hafa þúsundir tonna af fiski kafnað í Rín og Saxelfi. Í Norður-Ameríku hafa sjötíu hið minnsta látist í hitanum, nær allir í Kanada. Í Kaliforníu berjast tólf þúsund slökkviliðsmenn við mikla skógarelda og í Mexíkó hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem milljónir manna um allan heim glíma nú við. Þó svo að loftslagsvísindin séu þess eðlis að vafasamt er að tengja einstaka atburði í veðurfari við loftslagsbreytingar, þá benda bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna til þess að ótvíræð tengsl séu á milli hitabylgjunnar í Evrópu og breytinga á veðurfari. Jafnframt eru atburðir síðustu vikna í samræmi við áætlanir vísindamanna um það sem koma skal. Hitabylgjur verða algengari, lengri og ákafari. Á sama tíma verða dauðsföll, sem rekja má til hitabylgja, fleiri. Nýleg rannsókn, sem unnin var af fjölþjóðlegu teymi loftslagsvísindamanna og byggði á víðtæku safni hitamælinga á árunum 1984 til 2015, sýndi fram á aukningu sem nemur frá nokkrum tugum prósenta í efnuðum löndum, til mörg hundruð prósenta í fátækari löndum. Góðu fréttirnar eru þær sömu og við höfum heyrt áður. Líklega er hægt að afstýra alvarlegustu áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem munu eiga sér stað með samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, og með því að standa við áætlanir sem miða að því að milda áhrif breytinganna. Í hinu stóra samhengi hnattrænna veðurfarsbreytinga eru hitabylgjur ekki einangrað fyrirbæri. Þær tengjast uppskerubresti og þurrkum, oft í löndum sem glíma þegar við meiriháttar efnahagslegar, félagslegar og pólitískar áskoranir. Önnur birtingarmynd hækkandi hitastigs er hækkun sjávarborðs. Hækkun sem gæti numið einum metra að meðaltali áður en öldin er úti. Reglulega er talað um að ríku löndin muni spjara sig. Þau hafi burði og getu til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó hafa rík lönd, þar á meðal Ísland, verið afar sein að bregðast við vandanum. Það einfaldlega virðist vera lítill áhugi á því að gera loftslagsmálin að meginstefi. Þetta er sorgleg staða, sérstaklega í ljósi þess að loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál, og sem slíkt verður það ekki leyst nema með hnattrænu átaki þar sem efnaðar þjóðir, sem einmitt bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, bjóða þeim fátækari sem nú súpa seyðið af losun okkar, hjálparhönd.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar