Gulu vestin hennar Kolbrúnar Helga Ingólfsdóttir skrifar 20. desember 2018 15:47 Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins síðasta mánudag og fjallar um gul vesti og kröfur VR vegna komandi kjarasamninga. Ekki ríkir mikill skilningur í grein Kolbrúnar á því mikilvæga verkefni sem hvílir á samningsaðilum að stuðla að því að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu þannig að velferðasamfélagið Ísland standi undir nafni sem samfélag þar einstaklingar með ólíkan bakgrunn og mismunandi getu til þess að framfleyta sér eigi möguleika á því að vera þáttakendur í samfélaginu á sínum forsendum. Það vilja allir lifa með reisn í íslensku samfélagi sem státar af einu af toppsætunum í þjóðartekjum. Nú þegar eru margir hópar vel settir, sérstaklega þeir hópar sem náð hafa að semja um sín kjör á liðnum misserum í samræmi við úrskurð kjararáðs. Eftir sitja stórir hópar launþega með launakjör sem annað hvort duga alls ekki fyrir lágmarksframfærslu eða rétt duga til þokkalegra lífskjara. Helmingur alls launafólks er í þessum hópi og síðan má leggja til viðbótar að eldri borgarar sem ekki hafa lífeyrir úr lífeyrisjóði sem dugar til framfærslu búa margir við afar þröngan kost og öryrkjar hafa algjörlega setið á hakanum með kjarabætur vegna kerfisbreytinga sem þeir eru ósáttir við af skiljanlegum ástæðum. Miðað við trakteringarnar sem verkalýðshreyfingin á Íslandi fær frá SA og stjórnvöldum er ekki skrýtið að umræða vakni um hvort gul vesti þurfi til þess að ná eyrum ráðamanna en síðustu mánuði hafa dunið yfir hrafallaspár um minnkandi hagvöxt og aðra óáran og sérstaklega er tekið til þess að það sé alls ekki innistæða fyrir neinum launahækkunum. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli en því verður ekki mótmælt að íbúar Parísar hafa þannig náð eyrum forseta landsins og leitt fram breytingar sem eru til hins betra fyrir borgarana. Gulu vestin eru þannig orðin tákn um aðferð til að ná eyrum stjórnvalda sem skilar árangri.Sama krónutala fyrir alla er krafa VR Íslenska þjóðin og þar með talið félagsmenn VR er ekki í byltingarhugleiðingum enda er það ekki hennar stíll. Hún hefur hinsvegar fengið nóg af yfirlýsingum um að svart sé hvítt og að hér muni allt fara á hvolf ef laun verði hækkuð í krónutölum um 120 þúsund á þremur árum! Sama krónutala fyrir alla er krafa VR og þannig næst að nýta það svigrúm sem er til staðar í hagkerfinu með skilvirkum hætti og allir fá sömu hækkun. Þetta er ein af meginkröfum verkalýðshreyfingarinnar og það væri gott ef miðill eins og Fréttablaðið myndi taka undir og styðja við góð markmið um betri lífskjör til handa þeim hópum sem verst eru settir í samfélaginu. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ættu að taka sér stöðu með íbúum og leggja verkalýðshreyfingunni lið með faglegri umræðu um sanngjarnar kröfur í komandi kjarasamningum. Helga Ingólfsdóttir Varaformaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Tengdar fréttir Gulu vestin Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. 17. desember 2018 07:00 Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins síðasta mánudag og fjallar um gul vesti og kröfur VR vegna komandi kjarasamninga. Ekki ríkir mikill skilningur í grein Kolbrúnar á því mikilvæga verkefni sem hvílir á samningsaðilum að stuðla að því að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu þannig að velferðasamfélagið Ísland standi undir nafni sem samfélag þar einstaklingar með ólíkan bakgrunn og mismunandi getu til þess að framfleyta sér eigi möguleika á því að vera þáttakendur í samfélaginu á sínum forsendum. Það vilja allir lifa með reisn í íslensku samfélagi sem státar af einu af toppsætunum í þjóðartekjum. Nú þegar eru margir hópar vel settir, sérstaklega þeir hópar sem náð hafa að semja um sín kjör á liðnum misserum í samræmi við úrskurð kjararáðs. Eftir sitja stórir hópar launþega með launakjör sem annað hvort duga alls ekki fyrir lágmarksframfærslu eða rétt duga til þokkalegra lífskjara. Helmingur alls launafólks er í þessum hópi og síðan má leggja til viðbótar að eldri borgarar sem ekki hafa lífeyrir úr lífeyrisjóði sem dugar til framfærslu búa margir við afar þröngan kost og öryrkjar hafa algjörlega setið á hakanum með kjarabætur vegna kerfisbreytinga sem þeir eru ósáttir við af skiljanlegum ástæðum. Miðað við trakteringarnar sem verkalýðshreyfingin á Íslandi fær frá SA og stjórnvöldum er ekki skrýtið að umræða vakni um hvort gul vesti þurfi til þess að ná eyrum ráðamanna en síðustu mánuði hafa dunið yfir hrafallaspár um minnkandi hagvöxt og aðra óáran og sérstaklega er tekið til þess að það sé alls ekki innistæða fyrir neinum launahækkunum. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli en því verður ekki mótmælt að íbúar Parísar hafa þannig náð eyrum forseta landsins og leitt fram breytingar sem eru til hins betra fyrir borgarana. Gulu vestin eru þannig orðin tákn um aðferð til að ná eyrum stjórnvalda sem skilar árangri.Sama krónutala fyrir alla er krafa VR Íslenska þjóðin og þar með talið félagsmenn VR er ekki í byltingarhugleiðingum enda er það ekki hennar stíll. Hún hefur hinsvegar fengið nóg af yfirlýsingum um að svart sé hvítt og að hér muni allt fara á hvolf ef laun verði hækkuð í krónutölum um 120 þúsund á þremur árum! Sama krónutala fyrir alla er krafa VR og þannig næst að nýta það svigrúm sem er til staðar í hagkerfinu með skilvirkum hætti og allir fá sömu hækkun. Þetta er ein af meginkröfum verkalýðshreyfingarinnar og það væri gott ef miðill eins og Fréttablaðið myndi taka undir og styðja við góð markmið um betri lífskjör til handa þeim hópum sem verst eru settir í samfélaginu. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ættu að taka sér stöðu með íbúum og leggja verkalýðshreyfingunni lið með faglegri umræðu um sanngjarnar kröfur í komandi kjarasamningum. Helga Ingólfsdóttir Varaformaður VR
Gulu vestin Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. 17. desember 2018 07:00
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar