Skaðleg skömm – hún fer fólki ekki vel Ragnhildur Birna Hauksdóttir skrifar 3. júlí 2018 06:15 Ég ætla að fjalla örlítið um það sem mætti kalla skaðlega skömm (toxic shame). Þegar fullorðið fólk vinnur úr reynslu einhverskonar ofbeldis úr æsku (andlegu eða líkamlegu), rekst það oft á rót hugsana sem hefur fylgt þeim fram á fullorðinsárin. Hugsanir sem klæða fullorðna ekkert sérlega vel en eru engu að síður hluti að daglegu lífi þeirra. Þessar hugsanir eru knúnar áfram af skaðlegri skömm sem bjó um sig í huga barns. Börn taka mjög auðveldlega á sig skömm þó þau eigi ekkert í henni því börn hafa engar varnir og eru háð því að fullorðnir veiti þeim sýnikennslu í heilbrigði (andlegu og líkamlegu). Fyrsta hugsun barna er oftast: „Ég hef gert eitthvað rangt“ þegar þau eru skömmuð á einhvern hátt. Þau draga ekki réttmæti hinna fullorðnu í efa. Þegar við erum börn snýst allt um öryggi og hlutverk hinna fullorðnu er að veita börnum þetta öryggi. Fyrstu árin verða börn fyrst og fremst að finna að þau séu ekki sköðuð á neinn hátt og geti tjáð sig óhindrað á heilbrigðan hátt. Ef það tekst geta þau þroskast á eðlilegan hátt og geta meðtekið þann lærdóm sem þeim er ætlaður í lífinu. Þau fara að mynda heilbrigð tengsl við aðra og sýna sjálfum sér og öðrum umhyggju og samkennd. Hvað ef þeir sem eiga veita þetta öryggi verða uppspretta ótta á einhvern hátt ? Ótti getur orðið til þegar til að mynda foreldrar taka síendurtekið út eigin gremju á börnum sínum, uppeldi einkennist að kaldhæðni (börn skilja ekki kaldhæðni), síendurtekin rifrildi og ósætti foreldra, vanræksla (það á líka við um tilfinningaleg) mikill kvíði eða áfallastreita foreldra og svo framvegis. Smátt og smátt festast skaðlegar hugsanir eins og: „Ég er ekki nóg“, „Ég er get ekki“, „Ég geri ekkert rétt“, „Ég er vitlaus“. Skömm smækkar, lokar á þroskamöguleika, gefur rörsýn, dregur úr getu til sjálfsumhyggu og þar að leiðandi dregur úr líkum á að mynduð séu heilbrigð tengsl. Við veljum okkur líf eftir því hvaða hugsanir eru ríkjandi. Skaðleg skömm – sem verður til í æsku fer ekki fullorðnu fólki. Það er mikilvægt að þekkja þá skaðlegu skömm sem fæðist í barnshuganum og vex og dafnar því þegar hún er kunn, er hægt að vinna að því að kveðja hana. Hún hefur ekkert að gera í huga okkar.Höfundur er fjölskyldufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég ætla að fjalla örlítið um það sem mætti kalla skaðlega skömm (toxic shame). Þegar fullorðið fólk vinnur úr reynslu einhverskonar ofbeldis úr æsku (andlegu eða líkamlegu), rekst það oft á rót hugsana sem hefur fylgt þeim fram á fullorðinsárin. Hugsanir sem klæða fullorðna ekkert sérlega vel en eru engu að síður hluti að daglegu lífi þeirra. Þessar hugsanir eru knúnar áfram af skaðlegri skömm sem bjó um sig í huga barns. Börn taka mjög auðveldlega á sig skömm þó þau eigi ekkert í henni því börn hafa engar varnir og eru háð því að fullorðnir veiti þeim sýnikennslu í heilbrigði (andlegu og líkamlegu). Fyrsta hugsun barna er oftast: „Ég hef gert eitthvað rangt“ þegar þau eru skömmuð á einhvern hátt. Þau draga ekki réttmæti hinna fullorðnu í efa. Þegar við erum börn snýst allt um öryggi og hlutverk hinna fullorðnu er að veita börnum þetta öryggi. Fyrstu árin verða börn fyrst og fremst að finna að þau séu ekki sköðuð á neinn hátt og geti tjáð sig óhindrað á heilbrigðan hátt. Ef það tekst geta þau þroskast á eðlilegan hátt og geta meðtekið þann lærdóm sem þeim er ætlaður í lífinu. Þau fara að mynda heilbrigð tengsl við aðra og sýna sjálfum sér og öðrum umhyggju og samkennd. Hvað ef þeir sem eiga veita þetta öryggi verða uppspretta ótta á einhvern hátt ? Ótti getur orðið til þegar til að mynda foreldrar taka síendurtekið út eigin gremju á börnum sínum, uppeldi einkennist að kaldhæðni (börn skilja ekki kaldhæðni), síendurtekin rifrildi og ósætti foreldra, vanræksla (það á líka við um tilfinningaleg) mikill kvíði eða áfallastreita foreldra og svo framvegis. Smátt og smátt festast skaðlegar hugsanir eins og: „Ég er ekki nóg“, „Ég er get ekki“, „Ég geri ekkert rétt“, „Ég er vitlaus“. Skömm smækkar, lokar á þroskamöguleika, gefur rörsýn, dregur úr getu til sjálfsumhyggu og þar að leiðandi dregur úr líkum á að mynduð séu heilbrigð tengsl. Við veljum okkur líf eftir því hvaða hugsanir eru ríkjandi. Skaðleg skömm – sem verður til í æsku fer ekki fullorðnu fólki. Það er mikilvægt að þekkja þá skaðlegu skömm sem fæðist í barnshuganum og vex og dafnar því þegar hún er kunn, er hægt að vinna að því að kveðja hana. Hún hefur ekkert að gera í huga okkar.Höfundur er fjölskyldufræðingur
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar