Stytta vinnuvikuna í 52 stundir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 08:33 Þessi Suður-Kóreumaður er hoppandi kátur með breytingarnar. Vísir/getty Frá og með sunnudeginum síðastliðnum má vinnuvikan í Suður-Kóreu að mesta lagi vera 52 klukkustundir. Hinni nýju vinnumarkaðslöggjöf, sem tók gildi þann 1. júlí, er ætlað að tryggja betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs á suður-kóreskum vinnumarkaði. Löggjöfin tekur til allra fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sem og opinberar stofnanir. Þetta er stærsta breyting sem hefur orðið á vinnumarkaðnum þar í landi síðan að vinnuvikan var stytt í fimm daga árið 2004. Með breytingunni verður suður-kóreskum starfsmönnum óheimilt að vinna í meira 52 klukkustundir á viku, þar af eru 12 yfirvinnutímar. Fylgi atvinnurekendur þessu ekki eftir mega þeir búast við sekt sem nemur um 2 milljónum íslenskra króna. Fyrirtæki í landinu hafa undanfarna mánuði búið sig undir hina nýju löggjöf. Það hafa þau meðal annars gert með því að ráða fleira starfsfólk, kúvenda vaktaskipulögum sínum ásamt því að innleiða sveigjanlegri vinnutíma. Atvinnuvegaráðherra landsins telur að innleiðing laganna muni ganga nokkuð snurðulaust fyrir sig - ekki síst vegna þess að mörg stór fyrirtæki, sem og dótturfélög þeirra, hafi þegar innleitt breytingarnar. Könnun sem framkvæmd var meðal 3627 fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sýndi að nú þegar hefðu um 59% fyrirtækjanna tekið upp 52 klukkustunda vinnuviku. Minni fyrirtæki virðast eiga í meiri erfiðleikum með að koma til móts við nýju reglurnar. Í frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap segir að það sé ekki síst vegna þess að þau hafi minna bolmagn til að ráða fleira starfsfólk. Af þeim sökum hafa suður-kóresk stjórnvöld gefið þeim aukinn frest til að aðlagast nýju vinnuvikunni. Fyrirtæki sem hafa á bilinu 50 til 300 starfsmenn hafa til 1. júlí 2019 og fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn þurfa ekki að innleiða 52 stunda vinnuviku fyrr en ári síðar. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Frá og með sunnudeginum síðastliðnum má vinnuvikan í Suður-Kóreu að mesta lagi vera 52 klukkustundir. Hinni nýju vinnumarkaðslöggjöf, sem tók gildi þann 1. júlí, er ætlað að tryggja betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs á suður-kóreskum vinnumarkaði. Löggjöfin tekur til allra fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sem og opinberar stofnanir. Þetta er stærsta breyting sem hefur orðið á vinnumarkaðnum þar í landi síðan að vinnuvikan var stytt í fimm daga árið 2004. Með breytingunni verður suður-kóreskum starfsmönnum óheimilt að vinna í meira 52 klukkustundir á viku, þar af eru 12 yfirvinnutímar. Fylgi atvinnurekendur þessu ekki eftir mega þeir búast við sekt sem nemur um 2 milljónum íslenskra króna. Fyrirtæki í landinu hafa undanfarna mánuði búið sig undir hina nýju löggjöf. Það hafa þau meðal annars gert með því að ráða fleira starfsfólk, kúvenda vaktaskipulögum sínum ásamt því að innleiða sveigjanlegri vinnutíma. Atvinnuvegaráðherra landsins telur að innleiðing laganna muni ganga nokkuð snurðulaust fyrir sig - ekki síst vegna þess að mörg stór fyrirtæki, sem og dótturfélög þeirra, hafi þegar innleitt breytingarnar. Könnun sem framkvæmd var meðal 3627 fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sýndi að nú þegar hefðu um 59% fyrirtækjanna tekið upp 52 klukkustunda vinnuviku. Minni fyrirtæki virðast eiga í meiri erfiðleikum með að koma til móts við nýju reglurnar. Í frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap segir að það sé ekki síst vegna þess að þau hafi minna bolmagn til að ráða fleira starfsfólk. Af þeim sökum hafa suður-kóresk stjórnvöld gefið þeim aukinn frest til að aðlagast nýju vinnuvikunni. Fyrirtæki sem hafa á bilinu 50 til 300 starfsmenn hafa til 1. júlí 2019 og fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn þurfa ekki að innleiða 52 stunda vinnuviku fyrr en ári síðar.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent