Stytta vinnuvikuna í 52 stundir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 08:33 Þessi Suður-Kóreumaður er hoppandi kátur með breytingarnar. Vísir/getty Frá og með sunnudeginum síðastliðnum má vinnuvikan í Suður-Kóreu að mesta lagi vera 52 klukkustundir. Hinni nýju vinnumarkaðslöggjöf, sem tók gildi þann 1. júlí, er ætlað að tryggja betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs á suður-kóreskum vinnumarkaði. Löggjöfin tekur til allra fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sem og opinberar stofnanir. Þetta er stærsta breyting sem hefur orðið á vinnumarkaðnum þar í landi síðan að vinnuvikan var stytt í fimm daga árið 2004. Með breytingunni verður suður-kóreskum starfsmönnum óheimilt að vinna í meira 52 klukkustundir á viku, þar af eru 12 yfirvinnutímar. Fylgi atvinnurekendur þessu ekki eftir mega þeir búast við sekt sem nemur um 2 milljónum íslenskra króna. Fyrirtæki í landinu hafa undanfarna mánuði búið sig undir hina nýju löggjöf. Það hafa þau meðal annars gert með því að ráða fleira starfsfólk, kúvenda vaktaskipulögum sínum ásamt því að innleiða sveigjanlegri vinnutíma. Atvinnuvegaráðherra landsins telur að innleiðing laganna muni ganga nokkuð snurðulaust fyrir sig - ekki síst vegna þess að mörg stór fyrirtæki, sem og dótturfélög þeirra, hafi þegar innleitt breytingarnar. Könnun sem framkvæmd var meðal 3627 fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sýndi að nú þegar hefðu um 59% fyrirtækjanna tekið upp 52 klukkustunda vinnuviku. Minni fyrirtæki virðast eiga í meiri erfiðleikum með að koma til móts við nýju reglurnar. Í frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap segir að það sé ekki síst vegna þess að þau hafi minna bolmagn til að ráða fleira starfsfólk. Af þeim sökum hafa suður-kóresk stjórnvöld gefið þeim aukinn frest til að aðlagast nýju vinnuvikunni. Fyrirtæki sem hafa á bilinu 50 til 300 starfsmenn hafa til 1. júlí 2019 og fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn þurfa ekki að innleiða 52 stunda vinnuviku fyrr en ári síðar. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Frá og með sunnudeginum síðastliðnum má vinnuvikan í Suður-Kóreu að mesta lagi vera 52 klukkustundir. Hinni nýju vinnumarkaðslöggjöf, sem tók gildi þann 1. júlí, er ætlað að tryggja betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs á suður-kóreskum vinnumarkaði. Löggjöfin tekur til allra fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sem og opinberar stofnanir. Þetta er stærsta breyting sem hefur orðið á vinnumarkaðnum þar í landi síðan að vinnuvikan var stytt í fimm daga árið 2004. Með breytingunni verður suður-kóreskum starfsmönnum óheimilt að vinna í meira 52 klukkustundir á viku, þar af eru 12 yfirvinnutímar. Fylgi atvinnurekendur þessu ekki eftir mega þeir búast við sekt sem nemur um 2 milljónum íslenskra króna. Fyrirtæki í landinu hafa undanfarna mánuði búið sig undir hina nýju löggjöf. Það hafa þau meðal annars gert með því að ráða fleira starfsfólk, kúvenda vaktaskipulögum sínum ásamt því að innleiða sveigjanlegri vinnutíma. Atvinnuvegaráðherra landsins telur að innleiðing laganna muni ganga nokkuð snurðulaust fyrir sig - ekki síst vegna þess að mörg stór fyrirtæki, sem og dótturfélög þeirra, hafi þegar innleitt breytingarnar. Könnun sem framkvæmd var meðal 3627 fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sýndi að nú þegar hefðu um 59% fyrirtækjanna tekið upp 52 klukkustunda vinnuviku. Minni fyrirtæki virðast eiga í meiri erfiðleikum með að koma til móts við nýju reglurnar. Í frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap segir að það sé ekki síst vegna þess að þau hafi minna bolmagn til að ráða fleira starfsfólk. Af þeim sökum hafa suður-kóresk stjórnvöld gefið þeim aukinn frest til að aðlagast nýju vinnuvikunni. Fyrirtæki sem hafa á bilinu 50 til 300 starfsmenn hafa til 1. júlí 2019 og fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn þurfa ekki að innleiða 52 stunda vinnuviku fyrr en ári síðar.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira