Hvað togar íslenska námsmanninn heim? Birgitta Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2018 07:36 Nú standa margir útskriftarnemar erlendis frammi fyrir því að ákveða hvort þeir eigi að drífa sig aftur heim til Íslands að loknu námi eða verða eftir. En hvað bíður þeirra heima? Háskólakerfið í Danmörku gerir ráð fyrir vinnu meðfram námi. Í gegnum ríkisstyrkt stuðningskerfi hvetur danska ríkið nemendur til að öðlast reynslu úr atvinnulífinu og fá þannig meiri reynslu og þekkingu úr námi eftir útskrift. Starfsráðstefnur eru haldnar reglulega í skólum auk þess hafa nemendur auðvelt aðgengi að ráðgjöfum sem eru tilbúnir til að aðstoða nemendur við atvinnuleit. Námsmenn geta svo sótt um styrk sem gengur undir nafninu SU (d. Statens Uddannelsesstøtte). Styrkinn þarf ekki að greiða til baka og hljóðar upp á 6.090 danskar krónur, sem gerir 100.000 íslenskar krónur. Vert er að taka fram að Danir þurfa ekki að vinna til að fá SU-styrkinn en það þurfa erlendir nemendur innan EU/EES að gera, hinsvegar er tekjuhámark sett. Tæplega 170.000 háskólanemar þiggja SU-styrkinn sem er greiddur mánaðarlega, óháð námsframvindu. Það þýðir að nemendum er ekki refsað fyrir að falla sem bæði minnkar prófkvíða og fjárhagslegar áhyggjur sem margir nemendur glíma við, líkt og íslenska námslánakerfið er byggt upp.Ungt fólk sem auðlind Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á prógram þar sem erlendum nemendum er hjálpað að komast inn í danskt atvinnulíf. Nemendum er úthlutað leiðbeinanda til að finna hið fullkomna starf út frá hæfileikum og reynslu. Danir leggja mikla fjármuni í úrræði fyrir ungt fólk því þeir sjá tækifæri í þeim og vilja halda þeim „heima”. Þeir líta á ungt fólk í námi sem auðlind og vilja tryggja að fjárfestingin þeirra bæti hag Danmerkur. Rannsóknir benda til þess að þegar einstaklingur með meistaragráðu hefur starfað í landinu í eitt ár hafi skattgreiðslur hans þegar borgað námið og hann er farinn að skila til samfélagsins. Því spyr ég: Hvernig fær Ísland íslenska námsmenn erlendis til að snúa heim? Er einhver almennt að skoða það? Eða viljum við kannski að þeir verði eftir erlendis? Kerfið á Íslandi, hvort sem það sé hið opinbera eða ráðningarstofur, er ekki að hugsa um fjöldann af námsmönnum erlendis. Væri ekki tækifæri fyrir þá til að líta á þennan hóp sem fjárfestingu sem verðugt er að ná í? Ég legg til að prógram líkt og það sem Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á, verði stofnað á Íslandi með það að markmiði að námsmenn komi heim aftur. Íslensk fyrirtæki ættu að berjast um að komast í þessa auðlind fulla af metnaðarfullum námsmönnum. Fyrirtækin myndu bjóða íslenskum nemendum víðsvegar um heiminn samkeppnishæf tilboð sem gætu verið lykilatriði í vali um búsetu.„One way ticket from Iceland“ Viljum við ekki að unga fólkið okkar ferðist, sjái heiminn og mennti sig? Snúi svo til baka uppfull af fróðleik, víðsýni og með reynslu úr öðrum menningarheimi? Hvernig ætlumst við til að við sem þjóð þróumst þegar við sendum unga fólkið okkar út með „one-way ticket”? Ég skora á stjórnvöld að hugsa um námsmennina okkar víðsvegar um heim. Íslenskt atvinnulíf verður hvorki fjölbreytt né spennandi ef unga fólkið kemur ekki aftur heim. Gerum Ísland að raunverulegum búsetukosti fyrir íslenska námsmenn erlendis. Höfundur er meistaranemi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nú standa margir útskriftarnemar erlendis frammi fyrir því að ákveða hvort þeir eigi að drífa sig aftur heim til Íslands að loknu námi eða verða eftir. En hvað bíður þeirra heima? Háskólakerfið í Danmörku gerir ráð fyrir vinnu meðfram námi. Í gegnum ríkisstyrkt stuðningskerfi hvetur danska ríkið nemendur til að öðlast reynslu úr atvinnulífinu og fá þannig meiri reynslu og þekkingu úr námi eftir útskrift. Starfsráðstefnur eru haldnar reglulega í skólum auk þess hafa nemendur auðvelt aðgengi að ráðgjöfum sem eru tilbúnir til að aðstoða nemendur við atvinnuleit. Námsmenn geta svo sótt um styrk sem gengur undir nafninu SU (d. Statens Uddannelsesstøtte). Styrkinn þarf ekki að greiða til baka og hljóðar upp á 6.090 danskar krónur, sem gerir 100.000 íslenskar krónur. Vert er að taka fram að Danir þurfa ekki að vinna til að fá SU-styrkinn en það þurfa erlendir nemendur innan EU/EES að gera, hinsvegar er tekjuhámark sett. Tæplega 170.000 háskólanemar þiggja SU-styrkinn sem er greiddur mánaðarlega, óháð námsframvindu. Það þýðir að nemendum er ekki refsað fyrir að falla sem bæði minnkar prófkvíða og fjárhagslegar áhyggjur sem margir nemendur glíma við, líkt og íslenska námslánakerfið er byggt upp.Ungt fólk sem auðlind Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á prógram þar sem erlendum nemendum er hjálpað að komast inn í danskt atvinnulíf. Nemendum er úthlutað leiðbeinanda til að finna hið fullkomna starf út frá hæfileikum og reynslu. Danir leggja mikla fjármuni í úrræði fyrir ungt fólk því þeir sjá tækifæri í þeim og vilja halda þeim „heima”. Þeir líta á ungt fólk í námi sem auðlind og vilja tryggja að fjárfestingin þeirra bæti hag Danmerkur. Rannsóknir benda til þess að þegar einstaklingur með meistaragráðu hefur starfað í landinu í eitt ár hafi skattgreiðslur hans þegar borgað námið og hann er farinn að skila til samfélagsins. Því spyr ég: Hvernig fær Ísland íslenska námsmenn erlendis til að snúa heim? Er einhver almennt að skoða það? Eða viljum við kannski að þeir verði eftir erlendis? Kerfið á Íslandi, hvort sem það sé hið opinbera eða ráðningarstofur, er ekki að hugsa um fjöldann af námsmönnum erlendis. Væri ekki tækifæri fyrir þá til að líta á þennan hóp sem fjárfestingu sem verðugt er að ná í? Ég legg til að prógram líkt og það sem Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á, verði stofnað á Íslandi með það að markmiði að námsmenn komi heim aftur. Íslensk fyrirtæki ættu að berjast um að komast í þessa auðlind fulla af metnaðarfullum námsmönnum. Fyrirtækin myndu bjóða íslenskum nemendum víðsvegar um heiminn samkeppnishæf tilboð sem gætu verið lykilatriði í vali um búsetu.„One way ticket from Iceland“ Viljum við ekki að unga fólkið okkar ferðist, sjái heiminn og mennti sig? Snúi svo til baka uppfull af fróðleik, víðsýni og með reynslu úr öðrum menningarheimi? Hvernig ætlumst við til að við sem þjóð þróumst þegar við sendum unga fólkið okkar út með „one-way ticket”? Ég skora á stjórnvöld að hugsa um námsmennina okkar víðsvegar um heim. Íslenskt atvinnulíf verður hvorki fjölbreytt né spennandi ef unga fólkið kemur ekki aftur heim. Gerum Ísland að raunverulegum búsetukosti fyrir íslenska námsmenn erlendis. Höfundur er meistaranemi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun