Þórdís Lóa er að grínast Eyþór Arnalds skrifar 30. október 2018 07:00 Það er góður eiginleiki að geta gert grín. Hláturinn lífgar upp á skammdegið. Það var því kærkomið að fá að lesa aðsenda grein í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, formann borgarráðs og sitjandi borgarstjóra. Í greininni, sem er skrifuð í klassískum öfugmælastíl segir Þórdís Lóa meðal annars: „Okkur í meirihlutanum er umhugað um góða, ábyrga og gegnsæja stjórnsýslu þar sem aðgengi að upplýsingum er gott og ákvarðanataka byggir á gögnum.“ Eins og lesendum Fréttablaðsins er kunnugt um hafa fréttir um hið andstæða verið um allar meginstofnanir borgarinnar síðustu mánuði. Orkuveitan er komin í rannsókn eftir að þrír stjórnendur stigu til hliðar, Félagsbústaðir fengu falleinkunn í úttekt Innri endurskoðunar og framkvæmdastjórinn hætti. Gæluverkefni SEA sem heyrir undir skrifstofu borgarstjóra hafa farið úr böndunum þrátt fyrir aðvaranir. Umboðsmaður Alþingis, héraðsdómur og úrskurðarnefnd jafnréttismála hafa öll ályktað um rangar ákvarðanir í stjórn borgarinnar. Starfsmenn vitna í útvarpi um að kjörnir fulltrúar viti ekkert um stöðu mála. En Þórdís Lóa bætir í og segir: „Það er okkur mikið kappsmál að tryggja fyrirmyndar fjármálastjórn og teljum við það sjást skýrt nú?…“ Í þessu samhengi er gott að kíkja í ársreikninga borgarinnar. Þrátt fyrir að álögur séu í hámarki og góðæristekjur séu meiri en áður safnast upp skuldir í borgarsjóði. Það er ekki sjálfbær rekstur. Þetta veit Þórdís Lóa enda með reynslu í viðskiptum. Skuldir borgarsjóðs hækkuðu á fyrstu sex mánuðum þessa árs um fjóra milljarða. Það er milljón á klukkustund. Takk fyrir. Eitt fyrsta verk eftir kosningar var að kaupa húseignir fyrir hátt í milljarð í Breiðholtinu án þess að nokkur áætlun væri til um hvað ætti að gera við eignirnar, hvað þá hvað það ætti að kosta. Á sama fundi var samþykkt að taka lán upp á milljarð. Einhverjir hafa bent á að eyðslan sé umfram efni. Og eins og góður grínisti kemur Þórdís Lóa með „pönslænið“ í lokin: „Á meðan meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu er ljóst að gagnrýni á því sviði er einfaldlega skot í myrkri.“ Það er dýrlegt grínið. Og dýrt. Það er eins gott að þetta var djók hjá Lóu annars hefði greinin ekki verið grín heldur verið slysaskot í fótinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Skoðun Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er góður eiginleiki að geta gert grín. Hláturinn lífgar upp á skammdegið. Það var því kærkomið að fá að lesa aðsenda grein í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, formann borgarráðs og sitjandi borgarstjóra. Í greininni, sem er skrifuð í klassískum öfugmælastíl segir Þórdís Lóa meðal annars: „Okkur í meirihlutanum er umhugað um góða, ábyrga og gegnsæja stjórnsýslu þar sem aðgengi að upplýsingum er gott og ákvarðanataka byggir á gögnum.“ Eins og lesendum Fréttablaðsins er kunnugt um hafa fréttir um hið andstæða verið um allar meginstofnanir borgarinnar síðustu mánuði. Orkuveitan er komin í rannsókn eftir að þrír stjórnendur stigu til hliðar, Félagsbústaðir fengu falleinkunn í úttekt Innri endurskoðunar og framkvæmdastjórinn hætti. Gæluverkefni SEA sem heyrir undir skrifstofu borgarstjóra hafa farið úr böndunum þrátt fyrir aðvaranir. Umboðsmaður Alþingis, héraðsdómur og úrskurðarnefnd jafnréttismála hafa öll ályktað um rangar ákvarðanir í stjórn borgarinnar. Starfsmenn vitna í útvarpi um að kjörnir fulltrúar viti ekkert um stöðu mála. En Þórdís Lóa bætir í og segir: „Það er okkur mikið kappsmál að tryggja fyrirmyndar fjármálastjórn og teljum við það sjást skýrt nú?…“ Í þessu samhengi er gott að kíkja í ársreikninga borgarinnar. Þrátt fyrir að álögur séu í hámarki og góðæristekjur séu meiri en áður safnast upp skuldir í borgarsjóði. Það er ekki sjálfbær rekstur. Þetta veit Þórdís Lóa enda með reynslu í viðskiptum. Skuldir borgarsjóðs hækkuðu á fyrstu sex mánuðum þessa árs um fjóra milljarða. Það er milljón á klukkustund. Takk fyrir. Eitt fyrsta verk eftir kosningar var að kaupa húseignir fyrir hátt í milljarð í Breiðholtinu án þess að nokkur áætlun væri til um hvað ætti að gera við eignirnar, hvað þá hvað það ætti að kosta. Á sama fundi var samþykkt að taka lán upp á milljarð. Einhverjir hafa bent á að eyðslan sé umfram efni. Og eins og góður grínisti kemur Þórdís Lóa með „pönslænið“ í lokin: „Á meðan meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu er ljóst að gagnrýni á því sviði er einfaldlega skot í myrkri.“ Það er dýrlegt grínið. Og dýrt. Það er eins gott að þetta var djók hjá Lóu annars hefði greinin ekki verið grín heldur verið slysaskot í fótinn.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar