„Vannstu?“ Ástvaldur Heiðarsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Í langflestum tilvikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda íþróttina, finnst gaman að vera með vinum/vinkonum á æfingum og gaman að fara í íþróttaferðalög. Því miður gerist það með tímanum að þegar auknu kröfurnar koma frá þjálfara/íþróttafélaginu, foreldrum og einstaklingnum sjálfum um að „sigra“, þá breytist upplifunin. Oft bitnar það á gleðinni og ánægjunni sem þau tengdust upphaflega. Þau fara að hafa áhyggjur af úrslitum og fara að hafa áhyggjur af samanburði við aðra. Nú er ég ekki að halda því fram að gleðin deyi um leið og það kemur keppni, alls ekki, en keppni breytir upplifun einstaklinga. Sumir hafa gaman af því að keppa, aðrir minna og enn aðrir vilja helst alls ekki keppa. Hugarþjálfun (mental training) er aðferð til að undirbúa sig andlega fyrir æfingar og keppnir. Krakkar og unglingar myndu græða gífurlega á því að kynna sér hugarþjálfun og stunda hana reglulega ásamt líkamlegum og tæknilegum æfingum. Íþróttafélög og aðstandendur leikmanna vilja eðlilega að þeirra einstaklingar læri að takast á við álag og kvíða, hafi stjórn á tilfinningum sínum og nái almennt að sýna sitt rétta andlit í keppnum. Nú er ég alls ekki að halda því fram að íþróttafélög séu á engan hátt að sinna hugarþjálfun leikmanna, en ég velti því fyrir mér hversu umfangsmikil og markviss sú þjálfun er. Það virðist oft gleymast hversu mikið álag er á börnum og unglingum í dag sem eru að æfa í keppnishópi og stundum meira en eina íþrótt. Fyrir utan hið mikla líkamlega álag sem fylgir stífum æfingum, þá er einnig andlegt álag sem fylgir kröfum og væntingum. Það gleymist hversu stressandi það er fyrir ungt íþróttafólk þegar það færist upp um styrkleikaflokk innan síns félags (t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr A-flokki upp í Meistaraflokk). Þetta er eitthvað sem ungir íþróttamenn geta hæglega lent í miklum erfiðleikum með bæði á æfingum og í keppnum. Hugarþjálfun tæklar meðal annars eftirfarandi hindranir þegar íþróttamaður:Er yfirleitt betri á æfingum en í keppnumÁ erfitt með að sýna sína bestu frammistöðu þegar aðrir eru að horfa áHefur litla trú á eigin getu í keppnumHugsar of mikið um álit annarraÞjáist af kvíða/áhyggjum/þunglyndi fyrir keppnir og einnig í keppnumUpplifir minnkandi áhugahvötGlímir við lágt sjálfsálitTengir sjálfsálit sitt beint við keppnisárangurMissir einbeitingu í keppnumLætur utanaðkomandi truflanir hafa of mikil áhrif á sig í keppnumÁ erfitt með að stjórna tilfinningum sínumÁ erfitt með að ná sömu frammistöðu á æfingum og/eða í keppnum þó svo að líkaminn sé kominn í lag eftir meiðsliSetur of mikla pressu á sig í keppnumEr með neikvætt sjálfstalHefur óraunhæf markmiðÓttast mistökÞjáist af fullkomnunaráráttu Fyrir utan álagið sem fylgir breyttum aðstæðum, þá upplifa krakkar og unglingar stundum þá tilfinningu að þurfa að ná árangri í keppnum til að fá hrós og/eða viðurkenningu foreldra. Sú hugsun að þurfa að „réttlæta“ útgjöld foreldra getur líka komið upp, þar sem það er langt því frá ókeypis að vera í keppnishópi með tilheyrandi kostnaði (æfingagjöld, útbúnaður, keppnisgjöld og ferðalög). Við megum ekki gleyma að ungt íþróttafólk er með mjög takmarkaða reynslu og er mjög mismunandi hvað varðar andlega hörku. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir foreldra/aðstandendur og þjálfara að bjóða upp á andlegan stuðning til að takast á við álagið og hjálpa því að ná fram sínu besta bæði á æfingum og í keppnum. Það verður ekki gert eingöngu með því að taka fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og hærri hopp á æfingum. Einstaklingar þurfa að geta tekist á við mistök/ósigra til að nota þau sem stökkpall til að ná árangri. Einn helsti munurinn (en að sjálfsögðu ekki sá eini) milli þeirra íþróttamanna sem ná árangri og þeirra sem ná ekki árangri er andlegi þátturinn. Hvernig bregst viðkomandi við álagi (á æfingum og/eða í keppnum)? Tekur viðkomandi gagnrýni vel? Hvernig er andlegi undirbúningurinn fyrir keppni? Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun? Hvernig er markmiðasetningin, bæði skammtíma og langtíma? Öll þessi atriði eru tekin fyrir í hugarþjálfun og tel ég að flestir einstaklingar í íþróttum og þá sérstaklega krakkar og unglingar, þurfi að íhuga hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn sterkur og hann gæti verið.Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði og íþróttafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í langflestum tilvikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda íþróttina, finnst gaman að vera með vinum/vinkonum á æfingum og gaman að fara í íþróttaferðalög. Því miður gerist það með tímanum að þegar auknu kröfurnar koma frá þjálfara/íþróttafélaginu, foreldrum og einstaklingnum sjálfum um að „sigra“, þá breytist upplifunin. Oft bitnar það á gleðinni og ánægjunni sem þau tengdust upphaflega. Þau fara að hafa áhyggjur af úrslitum og fara að hafa áhyggjur af samanburði við aðra. Nú er ég ekki að halda því fram að gleðin deyi um leið og það kemur keppni, alls ekki, en keppni breytir upplifun einstaklinga. Sumir hafa gaman af því að keppa, aðrir minna og enn aðrir vilja helst alls ekki keppa. Hugarþjálfun (mental training) er aðferð til að undirbúa sig andlega fyrir æfingar og keppnir. Krakkar og unglingar myndu græða gífurlega á því að kynna sér hugarþjálfun og stunda hana reglulega ásamt líkamlegum og tæknilegum æfingum. Íþróttafélög og aðstandendur leikmanna vilja eðlilega að þeirra einstaklingar læri að takast á við álag og kvíða, hafi stjórn á tilfinningum sínum og nái almennt að sýna sitt rétta andlit í keppnum. Nú er ég alls ekki að halda því fram að íþróttafélög séu á engan hátt að sinna hugarþjálfun leikmanna, en ég velti því fyrir mér hversu umfangsmikil og markviss sú þjálfun er. Það virðist oft gleymast hversu mikið álag er á börnum og unglingum í dag sem eru að æfa í keppnishópi og stundum meira en eina íþrótt. Fyrir utan hið mikla líkamlega álag sem fylgir stífum æfingum, þá er einnig andlegt álag sem fylgir kröfum og væntingum. Það gleymist hversu stressandi það er fyrir ungt íþróttafólk þegar það færist upp um styrkleikaflokk innan síns félags (t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr A-flokki upp í Meistaraflokk). Þetta er eitthvað sem ungir íþróttamenn geta hæglega lent í miklum erfiðleikum með bæði á æfingum og í keppnum. Hugarþjálfun tæklar meðal annars eftirfarandi hindranir þegar íþróttamaður:Er yfirleitt betri á æfingum en í keppnumÁ erfitt með að sýna sína bestu frammistöðu þegar aðrir eru að horfa áHefur litla trú á eigin getu í keppnumHugsar of mikið um álit annarraÞjáist af kvíða/áhyggjum/þunglyndi fyrir keppnir og einnig í keppnumUpplifir minnkandi áhugahvötGlímir við lágt sjálfsálitTengir sjálfsálit sitt beint við keppnisárangurMissir einbeitingu í keppnumLætur utanaðkomandi truflanir hafa of mikil áhrif á sig í keppnumÁ erfitt með að stjórna tilfinningum sínumÁ erfitt með að ná sömu frammistöðu á æfingum og/eða í keppnum þó svo að líkaminn sé kominn í lag eftir meiðsliSetur of mikla pressu á sig í keppnumEr með neikvætt sjálfstalHefur óraunhæf markmiðÓttast mistökÞjáist af fullkomnunaráráttu Fyrir utan álagið sem fylgir breyttum aðstæðum, þá upplifa krakkar og unglingar stundum þá tilfinningu að þurfa að ná árangri í keppnum til að fá hrós og/eða viðurkenningu foreldra. Sú hugsun að þurfa að „réttlæta“ útgjöld foreldra getur líka komið upp, þar sem það er langt því frá ókeypis að vera í keppnishópi með tilheyrandi kostnaði (æfingagjöld, útbúnaður, keppnisgjöld og ferðalög). Við megum ekki gleyma að ungt íþróttafólk er með mjög takmarkaða reynslu og er mjög mismunandi hvað varðar andlega hörku. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir foreldra/aðstandendur og þjálfara að bjóða upp á andlegan stuðning til að takast á við álagið og hjálpa því að ná fram sínu besta bæði á æfingum og í keppnum. Það verður ekki gert eingöngu með því að taka fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og hærri hopp á æfingum. Einstaklingar þurfa að geta tekist á við mistök/ósigra til að nota þau sem stökkpall til að ná árangri. Einn helsti munurinn (en að sjálfsögðu ekki sá eini) milli þeirra íþróttamanna sem ná árangri og þeirra sem ná ekki árangri er andlegi þátturinn. Hvernig bregst viðkomandi við álagi (á æfingum og/eða í keppnum)? Tekur viðkomandi gagnrýni vel? Hvernig er andlegi undirbúningurinn fyrir keppni? Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun? Hvernig er markmiðasetningin, bæði skammtíma og langtíma? Öll þessi atriði eru tekin fyrir í hugarþjálfun og tel ég að flestir einstaklingar í íþróttum og þá sérstaklega krakkar og unglingar, þurfi að íhuga hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn sterkur og hann gæti verið.Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði og íþróttafræðingur
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun