Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. maí 2018 18:30 Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. Á tímabilinu janúar til apríl í fyrra seldust 6705 nýir bílar hér á landi. Á þessu ári seldust 6427 bílar á sama tímabili samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu en það er samdráttur upp á 4,1 prósent. Munurinn er ennþá meiri ef sölutölur fyrir apríl eru skoðaðar en í apríl í fyrra seldust 2048 nýir bílar en 1812 ár. Það samdráttur upp á 11,5 prósent. „Árið í fyrra var langstærsta bílasöluárið á Íslandi frá upphafi. Þannig að árið í ár verður þá næststærsta árið, eins og það byrjar, en helstu ástæður samdráttar í sölu eru að það hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar losna næsta haust og næsta vetur. Þannig að það hægir aðeins á þessu á meðan en samt sem áður stefnir í að árið verði mjög gott,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Sérstaka athygli vekur að af nýjum bílum er hlutfall díselbíla mjög hátt eða 42,5 prósent og hefur sala á díselbílum dregist saman um aðeins 1 prósent milli ára. Af nýjum bílum er dísel vinsælasti orkugjafinn. Fjölmargar evrópskar borgir hafa bannað díselbíla en það eru í langflestum ef ekki öllum tilvikum eldri tegundir díselbíla sem uppfylla ekki kröfur um losun koltvísýrings og nitorxíðs samkvæmt nýjasta mengunarstaðlinum, Euro 6. Hér má nefna Osló, Berlín, Stuttgart, Hamborg, París, London, Madríd, Róm og Aþenu. Dómsniðurstaða Stjórnsýsludómstóllsins í Leipzig í Þýskalandi í febrúar síðastliðnum kveður á um að þýskar borgar- og sveitarstjórnir geta sett takmarkað bann við akstri mengandi díselbíla sem uppfylla eldri mengunarstaðla, þ.e. Euro 5, 4 og eldri. Að þessu sögðu er ljóst að ef gerðar yrðu takmarkanir á akstri díselbíla hér á landi myndu slíkar takmarkanir að öllum líkindum aðeins ná til eldri tegunda sem uppfylla ekki Euro 6. „Það hefur orðið gríðarleg þróun í vélum og útblæstri véla undanfarin ár. Ekki síst í dísel og bensínbílum. Við gerum ráð fyrir því að eftir sjö til átta ár muni nást jafnvægi í framleiðslukostnaði á díselbílum, bensínbílum og rafmagnsbílum þannig að fram að því verður gríðarleg þróun í þessum bílum. Vélarnar eru miklu hreinni en þær voru fyrir tveimur áratugum og neytendur sjá það í eyðslu og mengun,“ segir Jón Trausti Ólafsson. Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Sjá meira
Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. Á tímabilinu janúar til apríl í fyrra seldust 6705 nýir bílar hér á landi. Á þessu ári seldust 6427 bílar á sama tímabili samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu en það er samdráttur upp á 4,1 prósent. Munurinn er ennþá meiri ef sölutölur fyrir apríl eru skoðaðar en í apríl í fyrra seldust 2048 nýir bílar en 1812 ár. Það samdráttur upp á 11,5 prósent. „Árið í fyrra var langstærsta bílasöluárið á Íslandi frá upphafi. Þannig að árið í ár verður þá næststærsta árið, eins og það byrjar, en helstu ástæður samdráttar í sölu eru að það hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar losna næsta haust og næsta vetur. Þannig að það hægir aðeins á þessu á meðan en samt sem áður stefnir í að árið verði mjög gott,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Sérstaka athygli vekur að af nýjum bílum er hlutfall díselbíla mjög hátt eða 42,5 prósent og hefur sala á díselbílum dregist saman um aðeins 1 prósent milli ára. Af nýjum bílum er dísel vinsælasti orkugjafinn. Fjölmargar evrópskar borgir hafa bannað díselbíla en það eru í langflestum ef ekki öllum tilvikum eldri tegundir díselbíla sem uppfylla ekki kröfur um losun koltvísýrings og nitorxíðs samkvæmt nýjasta mengunarstaðlinum, Euro 6. Hér má nefna Osló, Berlín, Stuttgart, Hamborg, París, London, Madríd, Róm og Aþenu. Dómsniðurstaða Stjórnsýsludómstóllsins í Leipzig í Þýskalandi í febrúar síðastliðnum kveður á um að þýskar borgar- og sveitarstjórnir geta sett takmarkað bann við akstri mengandi díselbíla sem uppfylla eldri mengunarstaðla, þ.e. Euro 5, 4 og eldri. Að þessu sögðu er ljóst að ef gerðar yrðu takmarkanir á akstri díselbíla hér á landi myndu slíkar takmarkanir að öllum líkindum aðeins ná til eldri tegunda sem uppfylla ekki Euro 6. „Það hefur orðið gríðarleg þróun í vélum og útblæstri véla undanfarin ár. Ekki síst í dísel og bensínbílum. Við gerum ráð fyrir því að eftir sjö til átta ár muni nást jafnvægi í framleiðslukostnaði á díselbílum, bensínbílum og rafmagnsbílum þannig að fram að því verður gríðarleg þróun í þessum bílum. Vélarnar eru miklu hreinni en þær voru fyrir tveimur áratugum og neytendur sjá það í eyðslu og mengun,“ segir Jón Trausti Ólafsson.
Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Sjá meira