Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. maí 2018 18:30 Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. Á tímabilinu janúar til apríl í fyrra seldust 6705 nýir bílar hér á landi. Á þessu ári seldust 6427 bílar á sama tímabili samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu en það er samdráttur upp á 4,1 prósent. Munurinn er ennþá meiri ef sölutölur fyrir apríl eru skoðaðar en í apríl í fyrra seldust 2048 nýir bílar en 1812 ár. Það samdráttur upp á 11,5 prósent. „Árið í fyrra var langstærsta bílasöluárið á Íslandi frá upphafi. Þannig að árið í ár verður þá næststærsta árið, eins og það byrjar, en helstu ástæður samdráttar í sölu eru að það hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar losna næsta haust og næsta vetur. Þannig að það hægir aðeins á þessu á meðan en samt sem áður stefnir í að árið verði mjög gott,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Sérstaka athygli vekur að af nýjum bílum er hlutfall díselbíla mjög hátt eða 42,5 prósent og hefur sala á díselbílum dregist saman um aðeins 1 prósent milli ára. Af nýjum bílum er dísel vinsælasti orkugjafinn. Fjölmargar evrópskar borgir hafa bannað díselbíla en það eru í langflestum ef ekki öllum tilvikum eldri tegundir díselbíla sem uppfylla ekki kröfur um losun koltvísýrings og nitorxíðs samkvæmt nýjasta mengunarstaðlinum, Euro 6. Hér má nefna Osló, Berlín, Stuttgart, Hamborg, París, London, Madríd, Róm og Aþenu. Dómsniðurstaða Stjórnsýsludómstóllsins í Leipzig í Þýskalandi í febrúar síðastliðnum kveður á um að þýskar borgar- og sveitarstjórnir geta sett takmarkað bann við akstri mengandi díselbíla sem uppfylla eldri mengunarstaðla, þ.e. Euro 5, 4 og eldri. Að þessu sögðu er ljóst að ef gerðar yrðu takmarkanir á akstri díselbíla hér á landi myndu slíkar takmarkanir að öllum líkindum aðeins ná til eldri tegunda sem uppfylla ekki Euro 6. „Það hefur orðið gríðarleg þróun í vélum og útblæstri véla undanfarin ár. Ekki síst í dísel og bensínbílum. Við gerum ráð fyrir því að eftir sjö til átta ár muni nást jafnvægi í framleiðslukostnaði á díselbílum, bensínbílum og rafmagnsbílum þannig að fram að því verður gríðarleg þróun í þessum bílum. Vélarnar eru miklu hreinni en þær voru fyrir tveimur áratugum og neytendur sjá það í eyðslu og mengun,“ segir Jón Trausti Ólafsson. Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. Á tímabilinu janúar til apríl í fyrra seldust 6705 nýir bílar hér á landi. Á þessu ári seldust 6427 bílar á sama tímabili samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu en það er samdráttur upp á 4,1 prósent. Munurinn er ennþá meiri ef sölutölur fyrir apríl eru skoðaðar en í apríl í fyrra seldust 2048 nýir bílar en 1812 ár. Það samdráttur upp á 11,5 prósent. „Árið í fyrra var langstærsta bílasöluárið á Íslandi frá upphafi. Þannig að árið í ár verður þá næststærsta árið, eins og það byrjar, en helstu ástæður samdráttar í sölu eru að það hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar losna næsta haust og næsta vetur. Þannig að það hægir aðeins á þessu á meðan en samt sem áður stefnir í að árið verði mjög gott,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Sérstaka athygli vekur að af nýjum bílum er hlutfall díselbíla mjög hátt eða 42,5 prósent og hefur sala á díselbílum dregist saman um aðeins 1 prósent milli ára. Af nýjum bílum er dísel vinsælasti orkugjafinn. Fjölmargar evrópskar borgir hafa bannað díselbíla en það eru í langflestum ef ekki öllum tilvikum eldri tegundir díselbíla sem uppfylla ekki kröfur um losun koltvísýrings og nitorxíðs samkvæmt nýjasta mengunarstaðlinum, Euro 6. Hér má nefna Osló, Berlín, Stuttgart, Hamborg, París, London, Madríd, Róm og Aþenu. Dómsniðurstaða Stjórnsýsludómstóllsins í Leipzig í Þýskalandi í febrúar síðastliðnum kveður á um að þýskar borgar- og sveitarstjórnir geta sett takmarkað bann við akstri mengandi díselbíla sem uppfylla eldri mengunarstaðla, þ.e. Euro 5, 4 og eldri. Að þessu sögðu er ljóst að ef gerðar yrðu takmarkanir á akstri díselbíla hér á landi myndu slíkar takmarkanir að öllum líkindum aðeins ná til eldri tegunda sem uppfylla ekki Euro 6. „Það hefur orðið gríðarleg þróun í vélum og útblæstri véla undanfarin ár. Ekki síst í dísel og bensínbílum. Við gerum ráð fyrir því að eftir sjö til átta ár muni nást jafnvægi í framleiðslukostnaði á díselbílum, bensínbílum og rafmagnsbílum þannig að fram að því verður gríðarleg þróun í þessum bílum. Vélarnar eru miklu hreinni en þær voru fyrir tveimur áratugum og neytendur sjá það í eyðslu og mengun,“ segir Jón Trausti Ólafsson.
Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira