Taka til hendinni í borginni Sævar Þór Jónsson skrifar 8. janúar 2018 13:29 Á vef Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrverandi alþingismanns, kemur fram mjög fróðleg nálgun á kostnaðinum við svokallaða borgarlínu. Það sem er athyglisvert í skrifum Frosta er að samkvæmt útreikningum hans þá mun borgarlínan kosta hvern skattgreiðenda í borginni milljónir og á sama tíma mun hún ekki spara fólki tíma heldur í reynd sólunda tíma. Það muni taka þá sem nota hana 15-20 min lengur að komast leiða sinna en þeir sem notast við annan fararmáta. Er þetta dæmigert fyrir þá skammsýni sem er í stjórnun borgarinnar og hvað meirihlutinn er úr takti við raunveruleikan. Lögð hefur verið áhersla á að útfæra samgöngumál borgarinnar í líkingu við það sem aðrar evrópskar borgir hafa gert án þess þó að reikna dæmið til enda út frá aðstæðum og því umhverfi sem hér er til staðar. Meirihlutinn hefur í reynd þrengt að einkabílnum kerfisbundið og eytt í það hundruðum milljóna og borið því fyrir að verið sé að móta nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum. Þá er spurningin er borgarlínan framtíðarstefnan? Ef svo er þá má ljóst vera að það eru stór mistök. Það er mikil meinloka í því fólgin að vilja setja hér upp samgöngukerfi sem mun ekki ganga upp fjárhagslega og er ekki raunhæf lausn á samgönguvanda borgarbúa. Það þarf líka að hugsa þetta út frá þeirri staðreynd að borgin er höfuðborg allra landsmanna og ekki bara sniðin að einu póstnúmeri. Þá eru það önnur stór mál sem þarf að taka á eins og t.d. húsnæðismálin. Þar væri t.d. hægt að byrja á að skipulegga ný hverfi og auka valkosti í húsnæðismálum fyrir alla. Væri þá lag fyrir borgina að beita sér fyrir því að gera ungu fjölskyldufólki kleift að byggja sitt eigið húsnæði á borgarlandinu. Væri t.d. hægt að bjóða upp á ódýrari kosti hvað varðar byggingarland sem er nóg af í borgarlandinu. Þá þarf að draga úr þessari sjálfshreinsunarstefnu borgarinnar þar sem gengið er út frá því að borgin sé hreinsuð af veðuröflunum og að gróðurinn sjái um sig sjálfur, hér þarf að fara að slá og hreinsa eins og á góðum bæjum. Þrifa götur reglulega og skikka fyrirtæki í miðbænum til að hreinsa upp eftir sig og gera borgarbúa meðvitaðari um umhverfismál t.d. hvað varðar notkun á umbúðum eins og plasti. Þá þarf að leggja ofuráherslu á að gera börnum í borginni kleift að stunda íþróttir og tómstundir án kostnaðar en það er verulegt áhyggjuefni hvað sá kostnaður leggst þungt á rekstur heimilanna. Það er hætt við því að þáttaka barna í íþróttum og tómstundum ráðist af efnahag sem svo getur ýtt undir misskiptingu. Það á að vera sjálfsagður hlutur að börn eigi greiðan aðgang að íþróttum og tómstundum. Það er kominn kominn tími til að hreinsa til í borginni og kom málum í lag. Það er því kominn tími til að gefa Degi B. Eggertssyni frí sem og núverandi meirihluta. Raunhæfar lausnir á vanda borgarinnar verða að koma frá nýjum aðilum enda hefur borginni verið stýrt af sama meirihluta í að verða 8 ár með smávægilegum breytingum. Það er kominn tími til að gefa öðrum tækifæri til að láta verkin tala.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði RVK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Sjá meira
Á vef Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrverandi alþingismanns, kemur fram mjög fróðleg nálgun á kostnaðinum við svokallaða borgarlínu. Það sem er athyglisvert í skrifum Frosta er að samkvæmt útreikningum hans þá mun borgarlínan kosta hvern skattgreiðenda í borginni milljónir og á sama tíma mun hún ekki spara fólki tíma heldur í reynd sólunda tíma. Það muni taka þá sem nota hana 15-20 min lengur að komast leiða sinna en þeir sem notast við annan fararmáta. Er þetta dæmigert fyrir þá skammsýni sem er í stjórnun borgarinnar og hvað meirihlutinn er úr takti við raunveruleikan. Lögð hefur verið áhersla á að útfæra samgöngumál borgarinnar í líkingu við það sem aðrar evrópskar borgir hafa gert án þess þó að reikna dæmið til enda út frá aðstæðum og því umhverfi sem hér er til staðar. Meirihlutinn hefur í reynd þrengt að einkabílnum kerfisbundið og eytt í það hundruðum milljóna og borið því fyrir að verið sé að móta nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum. Þá er spurningin er borgarlínan framtíðarstefnan? Ef svo er þá má ljóst vera að það eru stór mistök. Það er mikil meinloka í því fólgin að vilja setja hér upp samgöngukerfi sem mun ekki ganga upp fjárhagslega og er ekki raunhæf lausn á samgönguvanda borgarbúa. Það þarf líka að hugsa þetta út frá þeirri staðreynd að borgin er höfuðborg allra landsmanna og ekki bara sniðin að einu póstnúmeri. Þá eru það önnur stór mál sem þarf að taka á eins og t.d. húsnæðismálin. Þar væri t.d. hægt að byrja á að skipulegga ný hverfi og auka valkosti í húsnæðismálum fyrir alla. Væri þá lag fyrir borgina að beita sér fyrir því að gera ungu fjölskyldufólki kleift að byggja sitt eigið húsnæði á borgarlandinu. Væri t.d. hægt að bjóða upp á ódýrari kosti hvað varðar byggingarland sem er nóg af í borgarlandinu. Þá þarf að draga úr þessari sjálfshreinsunarstefnu borgarinnar þar sem gengið er út frá því að borgin sé hreinsuð af veðuröflunum og að gróðurinn sjái um sig sjálfur, hér þarf að fara að slá og hreinsa eins og á góðum bæjum. Þrifa götur reglulega og skikka fyrirtæki í miðbænum til að hreinsa upp eftir sig og gera borgarbúa meðvitaðari um umhverfismál t.d. hvað varðar notkun á umbúðum eins og plasti. Þá þarf að leggja ofuráherslu á að gera börnum í borginni kleift að stunda íþróttir og tómstundir án kostnaðar en það er verulegt áhyggjuefni hvað sá kostnaður leggst þungt á rekstur heimilanna. Það er hætt við því að þáttaka barna í íþróttum og tómstundum ráðist af efnahag sem svo getur ýtt undir misskiptingu. Það á að vera sjálfsagður hlutur að börn eigi greiðan aðgang að íþróttum og tómstundum. Það er kominn kominn tími til að hreinsa til í borginni og kom málum í lag. Það er því kominn tími til að gefa Degi B. Eggertssyni frí sem og núverandi meirihluta. Raunhæfar lausnir á vanda borgarinnar verða að koma frá nýjum aðilum enda hefur borginni verið stýrt af sama meirihluta í að verða 8 ár með smávægilegum breytingum. Það er kominn tími til að gefa öðrum tækifæri til að láta verkin tala.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði RVK.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar