Ólafía Þórunn í kennslustund í Ástralíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 15:00 Ólafía og Carly Booth með ástralska leiðsögumanninum mynd/let Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth kynntust menningu frumbyggja Ástralíu í dag þar sem þær fengu meðal annars kennslu í að stjaka brimbrettum frá áströlskum Ólympíufara. Kylfingarnir tveir fóru í ferð á vegum Evrópumótaraðarinnar þar sem þær lærðu að stjaka brimbrettum, heyrðu sögur af frumbyggjum og fengu að gangast undir svokallaða „bush tucker trial“ sem frægar eru í bresku raunveruleikaþáttunum I'm a Celebrity Get Me Out of Here þar sem keppendur þurfa að borða ýmsar dýraafurðir sem oftast eru ekki kenndar við átu. „Leiðsögumaðurinn okkar talaði mál frumbyggja og lét okkur smakka blóm og lauf. Það var frábært að prófa brettið, þetta var eitthvað sem ég hafði ekki gert áður. Ég var sú eina sem datt,“ sagði Ólafía í viðtali við heimasíðu Evrópumótaraðarinnar. Ástralski Ólympíufarinn Ky Hurst kenndi stelpunum á brettin. Svipmyndir frá deginum má sjá á Instagram aðgangi Evrópumótaraðarinnar, letgolf. Ólafía Þórunn keppir á Ladies Classic Bonville mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, um helgina ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur. Ólafía á að hefja leik klukkan 13:30 að staðartíma á fimmtudaginn sem er klukkan 02:30 aðfaranótt fimmtudags á Íslandi. Icelandic golfer @olafiakri on the paddle board this morning with @wajaanayaam #coffscoast #sportsphotography #canon1dx A post shared by Tristan Jones (@tjsnapper) on Feb 19, 2018 at 10:40pm PST Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth kynntust menningu frumbyggja Ástralíu í dag þar sem þær fengu meðal annars kennslu í að stjaka brimbrettum frá áströlskum Ólympíufara. Kylfingarnir tveir fóru í ferð á vegum Evrópumótaraðarinnar þar sem þær lærðu að stjaka brimbrettum, heyrðu sögur af frumbyggjum og fengu að gangast undir svokallaða „bush tucker trial“ sem frægar eru í bresku raunveruleikaþáttunum I'm a Celebrity Get Me Out of Here þar sem keppendur þurfa að borða ýmsar dýraafurðir sem oftast eru ekki kenndar við átu. „Leiðsögumaðurinn okkar talaði mál frumbyggja og lét okkur smakka blóm og lauf. Það var frábært að prófa brettið, þetta var eitthvað sem ég hafði ekki gert áður. Ég var sú eina sem datt,“ sagði Ólafía í viðtali við heimasíðu Evrópumótaraðarinnar. Ástralski Ólympíufarinn Ky Hurst kenndi stelpunum á brettin. Svipmyndir frá deginum má sjá á Instagram aðgangi Evrópumótaraðarinnar, letgolf. Ólafía Þórunn keppir á Ladies Classic Bonville mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, um helgina ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur. Ólafía á að hefja leik klukkan 13:30 að staðartíma á fimmtudaginn sem er klukkan 02:30 aðfaranótt fimmtudags á Íslandi. Icelandic golfer @olafiakri on the paddle board this morning with @wajaanayaam #coffscoast #sportsphotography #canon1dx A post shared by Tristan Jones (@tjsnapper) on Feb 19, 2018 at 10:40pm PST
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira