Skömmin þrífst í þögninni Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Ef maður hefur gert eitthvað rangt er að sjálfsögðu gott að skammast sín, en það getur reynst mjög afdrifaríkt fyrir manneskjur að finna til óverðskuldaðrar skammar, eins og algengt er með fórnarlömb sifjaspella. Óverðskulduð skömm eyðileggur sjálfsmynd barnsins og spillir lífsviðhorfum þess. Börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi trúa því oft sjálf að þau eigi það skilið, að Guð sé að refsa þeim eða að þau hafi valdið því að það gerðist.“ (Ekki líta undan, bls. 177.)Sjálfsásökun Ein algengasta afleiðing kynferðisofbeldis er sjálfsásökun og breytir engu þó að skynsemin, annað fólk, og meira að segja öll rök, vitni um að sökin sé aldrei þess sem fyrir ofbeldinu verður. Margar ástæður liggja þar að baki. Þolendum kynferðisofbeldis er oft sagt að þeir hafi viljað ofbeldið. Þeim er hótað hefndum komist það upp og jafnvel þó að þeim sé ekki hótað er skömmin oft yfirsterkari lönguninni til að segja frá. Sjálfsásökunin á sér einnig upphaf í því að hafa ekki komist undan, að hafa „látið ofbeldið gerast“, eins fáránlegt og það hljómar. Sumir ofbeldismenn gefa fórnarlömbum sínum gjafir, peninga eða annað og mikil skömm hlýst af því að hafa þegið gjafir frá ofbeldismanninum. Kynferðisofbeldi á sér oftast stað á milli einstaklinga sem tengjast. Það fylgir því meiri skömm að faðir, bróðir, afi eða kærasti sé gerandi ofbeldisins en ókunnugur maður í dimmu skuggasundi. Slík áföll trufla þroska barna á mjög djúpstæðan hátt, afskræma sjálfsmyndina og brjóta gegn sjálfsforræði þeirra. Ráðist er á líkamann, hann særður og svívirtur og skömmin er svar við því hjálparleysi sem fylgir slíkri árás á líkamlegt sjálfræði og niðurlægingu í viðurvist annarrar manneskju.Ofmat á því að skila skömminni Skömmin er lykilþáttur í andlegum þjáningum og tilfinningavanda þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og eitt af einkennum áfallastreitu. Hún er greypt í hina kynjuðu menningu þar sem hún er öflugt verkfæri í vopnabúri karla og elur á kynferðislegri skömm hjá konum. Sterkt batamerki þegar unnið er úr afleiðingum kynferðisofbeldis er þegar þolandi finnur að skömmin hefur minnkað. Því miður er sú goðsögn lífseig að þolendur þurfi bara „að skila skömminni“ og þá verði þeir frjálsir og lausir við áfallastreitu, neyslu eða aðrar afleiðingar ofbeldisins. Þetta er ótrúlega mikil einföldun á djúpstæðum tilfinningum. Í fyrsta lagi er með þessu verið að hvetja þolendur til að skila skömminni til ofbeldismannsins sem í langflestum tilvikum er ekkert á því að taka á móti skömm sem hann finnur ekki á nokkurn hátt fyrir! Í öðru lagi er enn og aftur verið að koma ábyrgðinni á verknaðinum yfir á þolandann.Segðu frá Öflugasta leiðin til að losna við skömmina er að tala um ofbeldið. Skömmin fær þrifist í skjóli leyndar. En áríðandi er að frásögnin sé algjörlega á forsendum þolandans og að hún fari í upphafi fram þar sem þolandinn upplifir öryggi, traust og trúnað. Forsíður dagblaða og netmiðla bjóða ekki upp á slíkar aðstæður. Hins vegar þarf að tala opinskátt um kynferðisofbeldi og það ber fyrst og fremst að gera af virðingu við þolendur. Þeir eiga það skilið af samfélaginu og jafnframt að talað sé um gerendur á opinskáan hátt, án allrar meðvirkni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ef maður hefur gert eitthvað rangt er að sjálfsögðu gott að skammast sín, en það getur reynst mjög afdrifaríkt fyrir manneskjur að finna til óverðskuldaðrar skammar, eins og algengt er með fórnarlömb sifjaspella. Óverðskulduð skömm eyðileggur sjálfsmynd barnsins og spillir lífsviðhorfum þess. Börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi trúa því oft sjálf að þau eigi það skilið, að Guð sé að refsa þeim eða að þau hafi valdið því að það gerðist.“ (Ekki líta undan, bls. 177.)Sjálfsásökun Ein algengasta afleiðing kynferðisofbeldis er sjálfsásökun og breytir engu þó að skynsemin, annað fólk, og meira að segja öll rök, vitni um að sökin sé aldrei þess sem fyrir ofbeldinu verður. Margar ástæður liggja þar að baki. Þolendum kynferðisofbeldis er oft sagt að þeir hafi viljað ofbeldið. Þeim er hótað hefndum komist það upp og jafnvel þó að þeim sé ekki hótað er skömmin oft yfirsterkari lönguninni til að segja frá. Sjálfsásökunin á sér einnig upphaf í því að hafa ekki komist undan, að hafa „látið ofbeldið gerast“, eins fáránlegt og það hljómar. Sumir ofbeldismenn gefa fórnarlömbum sínum gjafir, peninga eða annað og mikil skömm hlýst af því að hafa þegið gjafir frá ofbeldismanninum. Kynferðisofbeldi á sér oftast stað á milli einstaklinga sem tengjast. Það fylgir því meiri skömm að faðir, bróðir, afi eða kærasti sé gerandi ofbeldisins en ókunnugur maður í dimmu skuggasundi. Slík áföll trufla þroska barna á mjög djúpstæðan hátt, afskræma sjálfsmyndina og brjóta gegn sjálfsforræði þeirra. Ráðist er á líkamann, hann særður og svívirtur og skömmin er svar við því hjálparleysi sem fylgir slíkri árás á líkamlegt sjálfræði og niðurlægingu í viðurvist annarrar manneskju.Ofmat á því að skila skömminni Skömmin er lykilþáttur í andlegum þjáningum og tilfinningavanda þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og eitt af einkennum áfallastreitu. Hún er greypt í hina kynjuðu menningu þar sem hún er öflugt verkfæri í vopnabúri karla og elur á kynferðislegri skömm hjá konum. Sterkt batamerki þegar unnið er úr afleiðingum kynferðisofbeldis er þegar þolandi finnur að skömmin hefur minnkað. Því miður er sú goðsögn lífseig að þolendur þurfi bara „að skila skömminni“ og þá verði þeir frjálsir og lausir við áfallastreitu, neyslu eða aðrar afleiðingar ofbeldisins. Þetta er ótrúlega mikil einföldun á djúpstæðum tilfinningum. Í fyrsta lagi er með þessu verið að hvetja þolendur til að skila skömminni til ofbeldismannsins sem í langflestum tilvikum er ekkert á því að taka á móti skömm sem hann finnur ekki á nokkurn hátt fyrir! Í öðru lagi er enn og aftur verið að koma ábyrgðinni á verknaðinum yfir á þolandann.Segðu frá Öflugasta leiðin til að losna við skömmina er að tala um ofbeldið. Skömmin fær þrifist í skjóli leyndar. En áríðandi er að frásögnin sé algjörlega á forsendum þolandans og að hún fari í upphafi fram þar sem þolandinn upplifir öryggi, traust og trúnað. Forsíður dagblaða og netmiðla bjóða ekki upp á slíkar aðstæður. Hins vegar þarf að tala opinskátt um kynferðisofbeldi og það ber fyrst og fremst að gera af virðingu við þolendur. Þeir eiga það skilið af samfélaginu og jafnframt að talað sé um gerendur á opinskáan hátt, án allrar meðvirkni.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar