
Jafnréttislandið Ísland
Fyrst vil ég nefna alþjóðlegan baráttudag gegn fátækt sem var þann 17. október. Í tilefni hans stóð Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir viðburði þar sem vakin var athygli á skeytingarleysi gagnvart fátækt á Íslandi sem birtist meðal annars í formi of lítils fjármagns til mikilvægrar velferðarþjónustu.
Undanfarið hefur verið mikil umræða í samfélaginu um þetta skeytingarleysi þótt það hugtak hafi ekki verið notað í umræðunni. Birtist það meðal annars í umræðu um geðheilbrigðismál og málefni ungs fólks í vímuefnavanda. Félagsráðgjafar þekkja vel þá hópa sem eru í mestri hættu á að festast í fátækt og verða jaðarsettir, fá ekki tækifæri til að tilheyra samfélaginu og taka virkan þátt í því. Það var því ánægjulegt að lesa skýrslu Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, sem hann kynnti nýverið um áskoranir Norðurlanda í félagsmálum. Þar bendir hann á að „kerfin“ þurfi að vinna betur saman svo hægt sé að veita þeim sem þurfa stuðning sem hæfir þörfum hvers og eins.
Þetta hljómar kannski einfalt en í framkvæmd er þetta mun flóknara þar sem hvert og eitt „kerfi“ hefur tilhneigingu til þess að finna leið til að vísa frá sér því fólki sem glímir við fjölþættan vanda, yfir í annað „kerfi“, og oft liggja fjárhagslegir hvatar þar að baki. Félagsráðgjafar taka undir þetta en ein stærsta áskorun sem velferðarsamfélagið stendur frammi fyrir er að veita heildstæða og samþætta þjónustu. Vil ég nefna skóla- og heilbrigðiskerfið sérstaklega í þessu samhengi. Svo þau geti sannarlega verið sú grunnstoð sem þau þurfa og eiga að vera í íslensku velferðarsamfélagi og geti mætt þörfum einstaklinga og fjölskyldna þarf að leggja þar mun meiri áherslu á þverfaglega nálgun. Í Svíþjóð eru félagsráðgjafar til að mynda ein þeirra lykilfagstétta sem starfa í skólunum og í heilsugæslunni.
Á Íslandi er staðan allt önnur; mjög fáir félagsráðgjafar starfa inni í skólunum og nú er einungis einn félagsráðgjafi sem starfar í heilsugæslu á öllu landinu. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað bent á að þessu þurfi að breyta og auka þurfi þverfaglega teymisvinnu í skólum og heilsugæslu. Það gengur ekki lengur að líta svo á að ein aðferð og ein leið virki fyrir alla, velferðarkerfið verður að bjóða upp á þverfaglega, heildstæða og sveigjanlega þjónustu sem getur mætt ólíkum þörfum einstaklinga og mætt þeim þar sem þeir eru staddir svo hægt sé að styðja þá til sjálfshjálpar.
Skeytingarleysi
Kvennafrídagurinn var viku síðar, þann 24. október, en 43 ár eru síðan konur streymdu fyrst út af vinnustöðum landsins og kröfðust jafnra kjara. Við erum komin langan veg á þessum áratugum og mælist Ísland efst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Nýjar tölur um kynbundinn launamun sýna þó að enn er langt í land. Það er því miður svo að verðmætamat starfa á Íslandi er enn mjög bundið við kyn og eru störf sem hefð er að konur sinni í meira mæli, svo sem félagsráðgjöf, verr launuð en karlastörf þrátt fyrir að menntunarkröfur og ábyrgð í starfi sé sambærileg.
Rótgróinn samfélagslegur aðstöðumunur hópa finnst á Íslandi og er það til marks um skeytingarleysi þegar lítið er gert úr umræðu um launamun kynjanna sem finnst enn hér, sama hvort horft er á óleiðréttan eða leiðréttan launamun.
Stefán Pálsson sagnfræðingur sagði frá því á morgunverðarfundi um fátækt á fullveldisöld sem haldinn var í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt að fyrir rúmum hundrað árum hefðu vinnukonur ekki fengið nein laun en vinnukarlinn svo lág að launin hefðu ekki dugað til framfærslu eins barns. Gerum betur strax og látum af þessu skeytingarleysi þannig að þegar afkomendur okkar líta til baka geti þeir litið stoltir um öxl og sagt að árið 2018 hafi orðið mikilvæg þáttaskil í þróun jafnréttis á Íslandi.
Skoðun

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar