Samskipti foreldra og barna Tinna Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2018 14:46 Flest börn þrá samskipti og það strax frá fæðingu. Þau mynda strax augnsamband og gera upp á milli mannsandlita og dýra til dæmis. Þau eru forrituð til þess að leita að augnsambandi og læra að það hefur dýpri merkingu. Augnsambandið er líka eitt af fyrstu formum samskipta. Í augnsambandinu felast tengsl, upplýsingar um líðan og önnur skilaboð sem við lærum að lesa í þegar við fullorðnumst. Við notum líka tungumálið til samskipta. Við notum orðin til að búa til setningar, móta hugsanir okkar og senda þær frá okkur. Við gefum skilaboð með tungumálinu og hlustum á skilaboð annarra. Þessi samskiptafærni þróast hjá barninu smátt og smátt, það lærir orð, lærir smátt og smátt að tala og sé allt eðlilegt fer það að benda og nýta sameinaða athygli með öðrum aðila til að uppgötva og ræða um heiminn. Orð eru til alls vís og með réttu orðunum getum við laðað fram góða hegðun. Með röngum orðum getum við snúið öllu á hvolf. Þetta á við bæði um börn og fullorðna og því mikilvægt að vanda vel orðin í samræðum við börn og fullorðna. Það sem ég hef tekið eftir í kringum mig í starfi mínu en líka sem áhugamanneskja um samskipti sem sest reglulega niður og virðir fyrir sér mannlífið - er mikil áhersla foreldra ungra barna á að spyrja þau um allt mögulegt. "Eigum við að koma í bílinn?" "Viltu koma að borða kvöldmat?" "Viltu fara að sofa?" "Eigum við að koma í leikskólann?" "Viltu koma í jakkann?" og þannig er ábyrgð á komandi athöfnum alfarið varpað yfir á lítið barn. Lítil börn eiga ekki að ráða þessum hlutum. Uppalendurnir bera ábyrgð á að öllum þörfum sé mætt. Uppalendurnir eiga þar af leiðandi að taka þessar ákvarðanir fyrir barnið. Að barnið sofi nóg, borði á matartímum, sé nægilega vel klætt eða fari í leikskólann - eru ekki ákvarðanir 2ja ára barns, heldur uppalendanna. Að bjóða barninu að taka þessar ákvarðanir er nær undantekningarlaust ávísun á slæm samskipti sem aftur er ávísun á neikvæð tengsl sem getur endurspeglast í neikvæðri hegðun. Til að ýta undir jákvæð samskipti er uppálagt að foreldrar eða umönnunaraðilar útskýri fyrir barninu hvað sé í vændum, í stað þess að spyrja. Þannig fær barnið gott tækifæri til að heyra málið sitt sem er ein aðalforsenda þess að að læri að tala. Dæmi um setningu gæti þá verið: "Þegar þú ert búinn að borða löbbum við í leikskólann. Klæddu þig nú í jakkann og skóna". Staðhæfingar á borð við þessar ýta frekar undir öryggi hjá barninu sem eykur líkur á jákvæðum samskiptum og hegðun. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn vandasamt að vera foreldri. Skilaboðin fljúga úr öllum áttum viðstöðulaust. Foreldrar verða að spyrna við með því að hafa yfir að ráða ákveðni og ró. Setjum ekki smábörnin í aðstæður sem eru þeim of krefjandi. Foreldrar og umönnunaraðilar þurfa að vera skýrar fyrirmyndir og þeir aðilar sem barnið finnur öryggi hjá. Með því að segja frekar en spyrja er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum sem eru svo mikilvæg.Höfundur er framkvæmdastjóri Tröppu þjónustu og formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Flest börn þrá samskipti og það strax frá fæðingu. Þau mynda strax augnsamband og gera upp á milli mannsandlita og dýra til dæmis. Þau eru forrituð til þess að leita að augnsambandi og læra að það hefur dýpri merkingu. Augnsambandið er líka eitt af fyrstu formum samskipta. Í augnsambandinu felast tengsl, upplýsingar um líðan og önnur skilaboð sem við lærum að lesa í þegar við fullorðnumst. Við notum líka tungumálið til samskipta. Við notum orðin til að búa til setningar, móta hugsanir okkar og senda þær frá okkur. Við gefum skilaboð með tungumálinu og hlustum á skilaboð annarra. Þessi samskiptafærni þróast hjá barninu smátt og smátt, það lærir orð, lærir smátt og smátt að tala og sé allt eðlilegt fer það að benda og nýta sameinaða athygli með öðrum aðila til að uppgötva og ræða um heiminn. Orð eru til alls vís og með réttu orðunum getum við laðað fram góða hegðun. Með röngum orðum getum við snúið öllu á hvolf. Þetta á við bæði um börn og fullorðna og því mikilvægt að vanda vel orðin í samræðum við börn og fullorðna. Það sem ég hef tekið eftir í kringum mig í starfi mínu en líka sem áhugamanneskja um samskipti sem sest reglulega niður og virðir fyrir sér mannlífið - er mikil áhersla foreldra ungra barna á að spyrja þau um allt mögulegt. "Eigum við að koma í bílinn?" "Viltu koma að borða kvöldmat?" "Viltu fara að sofa?" "Eigum við að koma í leikskólann?" "Viltu koma í jakkann?" og þannig er ábyrgð á komandi athöfnum alfarið varpað yfir á lítið barn. Lítil börn eiga ekki að ráða þessum hlutum. Uppalendurnir bera ábyrgð á að öllum þörfum sé mætt. Uppalendurnir eiga þar af leiðandi að taka þessar ákvarðanir fyrir barnið. Að barnið sofi nóg, borði á matartímum, sé nægilega vel klætt eða fari í leikskólann - eru ekki ákvarðanir 2ja ára barns, heldur uppalendanna. Að bjóða barninu að taka þessar ákvarðanir er nær undantekningarlaust ávísun á slæm samskipti sem aftur er ávísun á neikvæð tengsl sem getur endurspeglast í neikvæðri hegðun. Til að ýta undir jákvæð samskipti er uppálagt að foreldrar eða umönnunaraðilar útskýri fyrir barninu hvað sé í vændum, í stað þess að spyrja. Þannig fær barnið gott tækifæri til að heyra málið sitt sem er ein aðalforsenda þess að að læri að tala. Dæmi um setningu gæti þá verið: "Þegar þú ert búinn að borða löbbum við í leikskólann. Klæddu þig nú í jakkann og skóna". Staðhæfingar á borð við þessar ýta frekar undir öryggi hjá barninu sem eykur líkur á jákvæðum samskiptum og hegðun. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn vandasamt að vera foreldri. Skilaboðin fljúga úr öllum áttum viðstöðulaust. Foreldrar verða að spyrna við með því að hafa yfir að ráða ákveðni og ró. Setjum ekki smábörnin í aðstæður sem eru þeim of krefjandi. Foreldrar og umönnunaraðilar þurfa að vera skýrar fyrirmyndir og þeir aðilar sem barnið finnur öryggi hjá. Með því að segja frekar en spyrja er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum sem eru svo mikilvæg.Höfundur er framkvæmdastjóri Tröppu þjónustu og formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun