Samskipti foreldra og barna Tinna Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2018 14:46 Flest börn þrá samskipti og það strax frá fæðingu. Þau mynda strax augnsamband og gera upp á milli mannsandlita og dýra til dæmis. Þau eru forrituð til þess að leita að augnsambandi og læra að það hefur dýpri merkingu. Augnsambandið er líka eitt af fyrstu formum samskipta. Í augnsambandinu felast tengsl, upplýsingar um líðan og önnur skilaboð sem við lærum að lesa í þegar við fullorðnumst. Við notum líka tungumálið til samskipta. Við notum orðin til að búa til setningar, móta hugsanir okkar og senda þær frá okkur. Við gefum skilaboð með tungumálinu og hlustum á skilaboð annarra. Þessi samskiptafærni þróast hjá barninu smátt og smátt, það lærir orð, lærir smátt og smátt að tala og sé allt eðlilegt fer það að benda og nýta sameinaða athygli með öðrum aðila til að uppgötva og ræða um heiminn. Orð eru til alls vís og með réttu orðunum getum við laðað fram góða hegðun. Með röngum orðum getum við snúið öllu á hvolf. Þetta á við bæði um börn og fullorðna og því mikilvægt að vanda vel orðin í samræðum við börn og fullorðna. Það sem ég hef tekið eftir í kringum mig í starfi mínu en líka sem áhugamanneskja um samskipti sem sest reglulega niður og virðir fyrir sér mannlífið - er mikil áhersla foreldra ungra barna á að spyrja þau um allt mögulegt. "Eigum við að koma í bílinn?" "Viltu koma að borða kvöldmat?" "Viltu fara að sofa?" "Eigum við að koma í leikskólann?" "Viltu koma í jakkann?" og þannig er ábyrgð á komandi athöfnum alfarið varpað yfir á lítið barn. Lítil börn eiga ekki að ráða þessum hlutum. Uppalendurnir bera ábyrgð á að öllum þörfum sé mætt. Uppalendurnir eiga þar af leiðandi að taka þessar ákvarðanir fyrir barnið. Að barnið sofi nóg, borði á matartímum, sé nægilega vel klætt eða fari í leikskólann - eru ekki ákvarðanir 2ja ára barns, heldur uppalendanna. Að bjóða barninu að taka þessar ákvarðanir er nær undantekningarlaust ávísun á slæm samskipti sem aftur er ávísun á neikvæð tengsl sem getur endurspeglast í neikvæðri hegðun. Til að ýta undir jákvæð samskipti er uppálagt að foreldrar eða umönnunaraðilar útskýri fyrir barninu hvað sé í vændum, í stað þess að spyrja. Þannig fær barnið gott tækifæri til að heyra málið sitt sem er ein aðalforsenda þess að að læri að tala. Dæmi um setningu gæti þá verið: "Þegar þú ert búinn að borða löbbum við í leikskólann. Klæddu þig nú í jakkann og skóna". Staðhæfingar á borð við þessar ýta frekar undir öryggi hjá barninu sem eykur líkur á jákvæðum samskiptum og hegðun. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn vandasamt að vera foreldri. Skilaboðin fljúga úr öllum áttum viðstöðulaust. Foreldrar verða að spyrna við með því að hafa yfir að ráða ákveðni og ró. Setjum ekki smábörnin í aðstæður sem eru þeim of krefjandi. Foreldrar og umönnunaraðilar þurfa að vera skýrar fyrirmyndir og þeir aðilar sem barnið finnur öryggi hjá. Með því að segja frekar en spyrja er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum sem eru svo mikilvæg.Höfundur er framkvæmdastjóri Tröppu þjónustu og formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Flest börn þrá samskipti og það strax frá fæðingu. Þau mynda strax augnsamband og gera upp á milli mannsandlita og dýra til dæmis. Þau eru forrituð til þess að leita að augnsambandi og læra að það hefur dýpri merkingu. Augnsambandið er líka eitt af fyrstu formum samskipta. Í augnsambandinu felast tengsl, upplýsingar um líðan og önnur skilaboð sem við lærum að lesa í þegar við fullorðnumst. Við notum líka tungumálið til samskipta. Við notum orðin til að búa til setningar, móta hugsanir okkar og senda þær frá okkur. Við gefum skilaboð með tungumálinu og hlustum á skilaboð annarra. Þessi samskiptafærni þróast hjá barninu smátt og smátt, það lærir orð, lærir smátt og smátt að tala og sé allt eðlilegt fer það að benda og nýta sameinaða athygli með öðrum aðila til að uppgötva og ræða um heiminn. Orð eru til alls vís og með réttu orðunum getum við laðað fram góða hegðun. Með röngum orðum getum við snúið öllu á hvolf. Þetta á við bæði um börn og fullorðna og því mikilvægt að vanda vel orðin í samræðum við börn og fullorðna. Það sem ég hef tekið eftir í kringum mig í starfi mínu en líka sem áhugamanneskja um samskipti sem sest reglulega niður og virðir fyrir sér mannlífið - er mikil áhersla foreldra ungra barna á að spyrja þau um allt mögulegt. "Eigum við að koma í bílinn?" "Viltu koma að borða kvöldmat?" "Viltu fara að sofa?" "Eigum við að koma í leikskólann?" "Viltu koma í jakkann?" og þannig er ábyrgð á komandi athöfnum alfarið varpað yfir á lítið barn. Lítil börn eiga ekki að ráða þessum hlutum. Uppalendurnir bera ábyrgð á að öllum þörfum sé mætt. Uppalendurnir eiga þar af leiðandi að taka þessar ákvarðanir fyrir barnið. Að barnið sofi nóg, borði á matartímum, sé nægilega vel klætt eða fari í leikskólann - eru ekki ákvarðanir 2ja ára barns, heldur uppalendanna. Að bjóða barninu að taka þessar ákvarðanir er nær undantekningarlaust ávísun á slæm samskipti sem aftur er ávísun á neikvæð tengsl sem getur endurspeglast í neikvæðri hegðun. Til að ýta undir jákvæð samskipti er uppálagt að foreldrar eða umönnunaraðilar útskýri fyrir barninu hvað sé í vændum, í stað þess að spyrja. Þannig fær barnið gott tækifæri til að heyra málið sitt sem er ein aðalforsenda þess að að læri að tala. Dæmi um setningu gæti þá verið: "Þegar þú ert búinn að borða löbbum við í leikskólann. Klæddu þig nú í jakkann og skóna". Staðhæfingar á borð við þessar ýta frekar undir öryggi hjá barninu sem eykur líkur á jákvæðum samskiptum og hegðun. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn vandasamt að vera foreldri. Skilaboðin fljúga úr öllum áttum viðstöðulaust. Foreldrar verða að spyrna við með því að hafa yfir að ráða ákveðni og ró. Setjum ekki smábörnin í aðstæður sem eru þeim of krefjandi. Foreldrar og umönnunaraðilar þurfa að vera skýrar fyrirmyndir og þeir aðilar sem barnið finnur öryggi hjá. Með því að segja frekar en spyrja er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum sem eru svo mikilvæg.Höfundur er framkvæmdastjóri Tröppu þjónustu og formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar