Samstarf utanríkisráðuneytisins við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina Heimsljós kynnir 4. september 2018 09:00 Eftir undirritun samningsins, t.f.v. María Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu, Indu Ahluwalia frá WHO og Þórdís Sigurðardóttir deildarstjóri mannúðarmála í ráðuneytinu Skrifað hefur verið undir viðbragðssamning milli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Samningurinn er til fimm ára og tilgreinir verkferla við þátttöku Íslands í viðbragðsteymum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar með útsendum íslenskum sérfræðingum. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem sinna verkefnum í neyðar- og hættuástandi og einstök samstarfslönd þeirra hafa komið sér upp samstarfsneti um viðbragðsteymi sem hægt er að senda tímabundið á vettvang með skömmum fyrirvara. Hugmyndin á bak við það er að auka viðbragðsgetu stofnana Sameinuðu þjóðanna á stuttum tíma með sérhæfðu og reyndu fólki til að vinna í slíkum aðstæðum. Ísland er í hópi þeirra landa sem heldur úti viðbragðslista sérfræðinga og hefur þegar samstarf við nokkrar aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna um að hafa fólk til taks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin bætist nú í þann hóp. Það er í samræmi við áherslu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu á heilbrigðismál og aukið vægi samþættingar mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lykilhlutverki að gegna í alþjóðlegu samhengi við að koma í veg fyrir, undirbúa sig fyrir og bregðast við hættu sem steðjar að heilsu manna og ná aftur jafnvægi þegar hættuástand er um garð gengið. Hún fer með yfirumsjón heilbrigðismála innan vébanda stofnana Sameinuðu þjóðanna og leiðir samhæfingu í alþjóðaheilbrigðismálum, vinnur að stefnumótum og veitir aðildarríkjum sínum tæknilega ráðgjöf, auk þess að hafa umsjón með aðgerðum þegar heilsuvá eins og farsóttir dynja yfir.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður
Skrifað hefur verið undir viðbragðssamning milli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Samningurinn er til fimm ára og tilgreinir verkferla við þátttöku Íslands í viðbragðsteymum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar með útsendum íslenskum sérfræðingum. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem sinna verkefnum í neyðar- og hættuástandi og einstök samstarfslönd þeirra hafa komið sér upp samstarfsneti um viðbragðsteymi sem hægt er að senda tímabundið á vettvang með skömmum fyrirvara. Hugmyndin á bak við það er að auka viðbragðsgetu stofnana Sameinuðu þjóðanna á stuttum tíma með sérhæfðu og reyndu fólki til að vinna í slíkum aðstæðum. Ísland er í hópi þeirra landa sem heldur úti viðbragðslista sérfræðinga og hefur þegar samstarf við nokkrar aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna um að hafa fólk til taks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin bætist nú í þann hóp. Það er í samræmi við áherslu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu á heilbrigðismál og aukið vægi samþættingar mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lykilhlutverki að gegna í alþjóðlegu samhengi við að koma í veg fyrir, undirbúa sig fyrir og bregðast við hættu sem steðjar að heilsu manna og ná aftur jafnvægi þegar hættuástand er um garð gengið. Hún fer með yfirumsjón heilbrigðismála innan vébanda stofnana Sameinuðu þjóðanna og leiðir samhæfingu í alþjóðaheilbrigðismálum, vinnur að stefnumótum og veitir aðildarríkjum sínum tæknilega ráðgjöf, auk þess að hafa umsjón með aðgerðum þegar heilsuvá eins og farsóttir dynja yfir.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður