Sláturhúsið stendur ekki undir nafni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2018 11:30 Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar hafa verið slakir upp á síðkastið. Vísir/Anton Sú var tíðin að liðum þótti erfitt að spila við karlalið Keflavíkur í körfubolta á þeirra heimavelli. Það er ástæða fyrir því að íþróttahúsið á Sunnubraut 34 fékk viðurnefnið Sláturhúsið. Þar fengu gestaliðin að finna til tevatnsins. En ekki lengur. Keflavík hefur tapað síðustu sjö heimaleikjum sínum; sex í Domino's deildinni og einum í Maltbikarnum. Keflvíkingar hafa aðeins unnið þrjá af níu heimaleikjum sínum í Domino's deildinni. Aðeins botnliðin tvö, Þór Ak. og Höttur, hafa unnið færri heimaleiki en Keflavík í vetur. Keflvíkingar hafa hins vegar verið fínir á útivelli í vetur og unnið fimm af níu útileikjum sínum.Vörnin hefur verið aðal vandamál Keflavíkur í heimaleikjum vetrarins. Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri stig að meðaltali í heimaleikjum sínum en Keflvíkingar, eða 90,2 stig. Í tapleikjunum sjö fékk Keflavík fimm sinnum á sig 90 stig eða meira. Sóknarleikurinn hefur verið flottur en aðeins Haukar og Tindastóll skora meira að meðaltali á heimavelli en Keflavík. Keflvíkingar hafa verið afar seinheppnir með bandaríska leikmenn í vetur og hafa haft alls fimm slíka. Kevin Young kom fyrstur en var sendur heim áður en hann náði að spila leik í bláu treyjunni. Cameron Forte kom næstur. Hann entist í sex leiki áður en honum var skipt út fyrir Stanley Robinson. Ferilskrá þess ágæta leikmanns er flott en hann gerði lítið fyrir Keflavík og var ekki í neinu formi. Hann var því látinn taka hatt sinn og staf. Dominique Elliott kom til Keflavíkur um áramótin og skömmu síðar bættist Christian Jones í hópinn. Þeir skipta með sér mínútunum hjá Keflavík og hafa gert ágætlega. Þeir eru engir Amin Stevens en brúkhæfir leikmenn. Dominos-deild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Sú var tíðin að liðum þótti erfitt að spila við karlalið Keflavíkur í körfubolta á þeirra heimavelli. Það er ástæða fyrir því að íþróttahúsið á Sunnubraut 34 fékk viðurnefnið Sláturhúsið. Þar fengu gestaliðin að finna til tevatnsins. En ekki lengur. Keflavík hefur tapað síðustu sjö heimaleikjum sínum; sex í Domino's deildinni og einum í Maltbikarnum. Keflvíkingar hafa aðeins unnið þrjá af níu heimaleikjum sínum í Domino's deildinni. Aðeins botnliðin tvö, Þór Ak. og Höttur, hafa unnið færri heimaleiki en Keflavík í vetur. Keflvíkingar hafa hins vegar verið fínir á útivelli í vetur og unnið fimm af níu útileikjum sínum.Vörnin hefur verið aðal vandamál Keflavíkur í heimaleikjum vetrarins. Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri stig að meðaltali í heimaleikjum sínum en Keflvíkingar, eða 90,2 stig. Í tapleikjunum sjö fékk Keflavík fimm sinnum á sig 90 stig eða meira. Sóknarleikurinn hefur verið flottur en aðeins Haukar og Tindastóll skora meira að meðaltali á heimavelli en Keflavík. Keflvíkingar hafa verið afar seinheppnir með bandaríska leikmenn í vetur og hafa haft alls fimm slíka. Kevin Young kom fyrstur en var sendur heim áður en hann náði að spila leik í bláu treyjunni. Cameron Forte kom næstur. Hann entist í sex leiki áður en honum var skipt út fyrir Stanley Robinson. Ferilskrá þess ágæta leikmanns er flott en hann gerði lítið fyrir Keflavík og var ekki í neinu formi. Hann var því látinn taka hatt sinn og staf. Dominique Elliott kom til Keflavíkur um áramótin og skömmu síðar bættist Christian Jones í hópinn. Þeir skipta með sér mínútunum hjá Keflavík og hafa gert ágætlega. Þeir eru engir Amin Stevens en brúkhæfir leikmenn.
Dominos-deild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira