Ekkert smámál Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Árið 2009 skók einn stærsti pólitíski skandall síðari tíma breskt stjórnmálalíf. Málið varðaði reikninga og kostnað sem þingmenn höfðu látið skattgreiðendur greiða án þess að fótur væri fyrir því. Sum mál vöktu meiri athygli en önnur, til dæmis sú staðreynd að einn þingmanna hafði látið skattgreiðendur standa straum af kostnaði við þrifnað á síki á landareign sinni. Annar hafði sent þinginu reikning fyrir fuglaathvarf sem hann hafði látið byggja á lóð sinni. Það sem kannski færri muna er að eftirmálin urðu ekki bara þau að þingmenn sögðu af sér í hrönnum eða tilkynntu að þeir myndu ekki sækjast eftir endurkjöri. Aldeilis ekki, fjórir þingmenn í neðri deild þingsins og tveir úr lávarðadeildinni voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir fjársvik og falska reikningagerð. Athyglisvert er að rýna í þær fjárhæðir sem málið snerist um, en þar var um að ræða á bilinu eina til fimm milljónir króna að núvirði. Þingmennirnir sem um ræðir afplánuðu fangelsisdóma sem voru misjafnir að lengd, frá níu mánuðum og upp í átján. Auðvitað er það svo að misnotkun opinbers fjár í eigin þágu er sérstaklega alvarlegt brot. Því er einstaklega undarlegt að fylgjast með því þegar þingmenn blása á gagnrýni er tengist kostnaði sem augljóslega er tilbúningur að stærstum hluta sem árásir frá „góða fólkinu", eða reyna að réttlæta hið óréttlætanlega. Slík viðbrögð bera ekki vott um virðingu fyrir kjósendum eða almannafé. Allir sem stigið hafa upp í bifreið vita að kostnaður sá er Ásmundur Friðriksson lét skattgreiðendur greiða vegna bifreiðar sinnar fær ekki staðist. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur meira að segja reiknað út að Ásmundur hafi sennilega krafið þingið um vel ríflega tvöfalda þá fjárhæð sem það kostar að reka bílinn á ári, og er þá kostnaður vegna aksturs í eigin þágu ekki dreginn frá. Ásmundur hefur samkvæmt því í besta falli ofkrafið skattgreiðendur um ríflega tvær og hálfa milljón króna. Kannski geta lögfróðir skorið úr um hvort þetta teljist brot á hegningarlögum? Ásmundur hefur nú lýst því yfir að hann hyggist héðan í frá ferðast á bílaleigubíl á vegum þingsins. Þetta er yfirbót sem gengur of skammt. Ásmundur á auðvitað að sjá sóma sinn í því að segja af sér og biðja kjósendur afsökunar. Að því loknu gæti hann beðið þess að málið hefði sinn gang í kerfinu. Nú er áleitin spurning hvort akstur Ásmundar sé einangrað tilvik, eða einungis toppurinn á ísjakanum? Vonandi er það svo að hátterni Ásmundar sýni samstarfsfólk hans í þinginu í ósanngjörnu tortryggnisljósi. Eðlilegast og farsælast væri ef þingið og ráðuneytin hefðu frumkvæði að því að birta nauðsynlegar upplýsingar um þann kostnað sem þingmenn og ráðherrar varpa yfir á skattgreiðendur. Væntanlega er sá kostnaður að langstærstu réttlætanlegur. Hin leiðin er sú að fjölmiðlar taki málin í sínar hendur og fari Krísuvíkurleiðina að þessum upplýsingum. Eitt er að minnsta kosti víst. Skattgreiðendur eiga rétt á að vita hvernig fé þeirra er varið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Árið 2009 skók einn stærsti pólitíski skandall síðari tíma breskt stjórnmálalíf. Málið varðaði reikninga og kostnað sem þingmenn höfðu látið skattgreiðendur greiða án þess að fótur væri fyrir því. Sum mál vöktu meiri athygli en önnur, til dæmis sú staðreynd að einn þingmanna hafði látið skattgreiðendur standa straum af kostnaði við þrifnað á síki á landareign sinni. Annar hafði sent þinginu reikning fyrir fuglaathvarf sem hann hafði látið byggja á lóð sinni. Það sem kannski færri muna er að eftirmálin urðu ekki bara þau að þingmenn sögðu af sér í hrönnum eða tilkynntu að þeir myndu ekki sækjast eftir endurkjöri. Aldeilis ekki, fjórir þingmenn í neðri deild þingsins og tveir úr lávarðadeildinni voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir fjársvik og falska reikningagerð. Athyglisvert er að rýna í þær fjárhæðir sem málið snerist um, en þar var um að ræða á bilinu eina til fimm milljónir króna að núvirði. Þingmennirnir sem um ræðir afplánuðu fangelsisdóma sem voru misjafnir að lengd, frá níu mánuðum og upp í átján. Auðvitað er það svo að misnotkun opinbers fjár í eigin þágu er sérstaklega alvarlegt brot. Því er einstaklega undarlegt að fylgjast með því þegar þingmenn blása á gagnrýni er tengist kostnaði sem augljóslega er tilbúningur að stærstum hluta sem árásir frá „góða fólkinu", eða reyna að réttlæta hið óréttlætanlega. Slík viðbrögð bera ekki vott um virðingu fyrir kjósendum eða almannafé. Allir sem stigið hafa upp í bifreið vita að kostnaður sá er Ásmundur Friðriksson lét skattgreiðendur greiða vegna bifreiðar sinnar fær ekki staðist. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur meira að segja reiknað út að Ásmundur hafi sennilega krafið þingið um vel ríflega tvöfalda þá fjárhæð sem það kostar að reka bílinn á ári, og er þá kostnaður vegna aksturs í eigin þágu ekki dreginn frá. Ásmundur hefur samkvæmt því í besta falli ofkrafið skattgreiðendur um ríflega tvær og hálfa milljón króna. Kannski geta lögfróðir skorið úr um hvort þetta teljist brot á hegningarlögum? Ásmundur hefur nú lýst því yfir að hann hyggist héðan í frá ferðast á bílaleigubíl á vegum þingsins. Þetta er yfirbót sem gengur of skammt. Ásmundur á auðvitað að sjá sóma sinn í því að segja af sér og biðja kjósendur afsökunar. Að því loknu gæti hann beðið þess að málið hefði sinn gang í kerfinu. Nú er áleitin spurning hvort akstur Ásmundar sé einangrað tilvik, eða einungis toppurinn á ísjakanum? Vonandi er það svo að hátterni Ásmundar sýni samstarfsfólk hans í þinginu í ósanngjörnu tortryggnisljósi. Eðlilegast og farsælast væri ef þingið og ráðuneytin hefðu frumkvæði að því að birta nauðsynlegar upplýsingar um þann kostnað sem þingmenn og ráðherrar varpa yfir á skattgreiðendur. Væntanlega er sá kostnaður að langstærstu réttlætanlegur. Hin leiðin er sú að fjölmiðlar taki málin í sínar hendur og fari Krísuvíkurleiðina að þessum upplýsingum. Eitt er að minnsta kosti víst. Skattgreiðendur eiga rétt á að vita hvernig fé þeirra er varið.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun