Óábyrgt kattarhald Arna Einarsdóttir skrifar 14. júní 2018 15:33 Á ýmsum gæludýrasíðum má sjá auglýst gæludýr gegn gjaldi, t.d. fór þar naggrís gjarnan fyrir 15 þúsund krónur fyrir nokkrum mánuðum. Kettlingar og kettir fást þar hins vegar allir gefins og jafnvel fylgir þeim eitt og annað sem getur nýst dýrinu. Klárlega er um offjölgun katta að ræða og allir geta fengið sér kött, líka þeir sem ekki tíma að borga neinn dýralæknakostnað. Fólk getur leyft dýrunum sínum að fjölga sér að vild og það þykir líka svo krúttlegt að eiga kettlinga. Kettlingar verða hins vegar fljótt fullorðnir kettir og margir eru þá fljótir að losa sig við þá. Það er gífurlegt ábyrgðarleysi að sleppa út frjósömu gæludýri og ætti að mínu mati ekki að vera neinum leyfilegt hvorki í bæjarfélögum né til sveita. Bændur eru ekki skárri en almenningur þegar kemur að óábyrgu kattarhaldi og fer það reglulega úr böndunum hjá þeim. Eitt sinn heyrði ég bónda stæra sig af því að halda köttunum sínum svöngum svo þeir sinntu starfi sínu, músaveiðunum, betur. Sami bóndi taldi sig ekki þurfa að gelda læður sínar því þegar þær gytu fleiri kettlingum en hann kæmi út, tæki hann fram byssuna. Er það löglegt? Að minnsta kosti ekki siðlegt og svo gjörsamlega ónauðsynlegt ef læðurnar væru bara geldar. Annar bóndi vildi viðhalda stofni sínum. Við tölum ekki um sérstaka stofna katta til sveita á Íslandi. Þar eru húskettir og af húsköttum á alltaf eftir að vera nóg. Bæjarfélög gera mörg hver reglulegar rassíur þar sem kettir eru veiddir í tugatali og þeir aflífaðir, þar á meðal kettlingafullar læður og læður með kettlinga. Finnst okkur það smekkleg vinnubrögð árið 2018? Er ekki löngu kominn tími til að Íslendingar um allt land, bæði í bæjarfélögum og til sveita, fari að hysja upp um sig buxurnar og hætta að lifa eins og fáfróð illmenni og fautar og beri virðingu fyrir lífi annarra en þeirra eigin? Á landinu starfa bæði einstaklingar og samtök við gríðarlega gott sjálfboðaliðastarf gegn offjölgun katta en fólk um allt land kemst upp með að vinna beinlínis gegn þeirra starfi með einskærri heimsku.Höfundur er líffræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Á ýmsum gæludýrasíðum má sjá auglýst gæludýr gegn gjaldi, t.d. fór þar naggrís gjarnan fyrir 15 þúsund krónur fyrir nokkrum mánuðum. Kettlingar og kettir fást þar hins vegar allir gefins og jafnvel fylgir þeim eitt og annað sem getur nýst dýrinu. Klárlega er um offjölgun katta að ræða og allir geta fengið sér kött, líka þeir sem ekki tíma að borga neinn dýralæknakostnað. Fólk getur leyft dýrunum sínum að fjölga sér að vild og það þykir líka svo krúttlegt að eiga kettlinga. Kettlingar verða hins vegar fljótt fullorðnir kettir og margir eru þá fljótir að losa sig við þá. Það er gífurlegt ábyrgðarleysi að sleppa út frjósömu gæludýri og ætti að mínu mati ekki að vera neinum leyfilegt hvorki í bæjarfélögum né til sveita. Bændur eru ekki skárri en almenningur þegar kemur að óábyrgu kattarhaldi og fer það reglulega úr böndunum hjá þeim. Eitt sinn heyrði ég bónda stæra sig af því að halda köttunum sínum svöngum svo þeir sinntu starfi sínu, músaveiðunum, betur. Sami bóndi taldi sig ekki þurfa að gelda læður sínar því þegar þær gytu fleiri kettlingum en hann kæmi út, tæki hann fram byssuna. Er það löglegt? Að minnsta kosti ekki siðlegt og svo gjörsamlega ónauðsynlegt ef læðurnar væru bara geldar. Annar bóndi vildi viðhalda stofni sínum. Við tölum ekki um sérstaka stofna katta til sveita á Íslandi. Þar eru húskettir og af húsköttum á alltaf eftir að vera nóg. Bæjarfélög gera mörg hver reglulegar rassíur þar sem kettir eru veiddir í tugatali og þeir aflífaðir, þar á meðal kettlingafullar læður og læður með kettlinga. Finnst okkur það smekkleg vinnubrögð árið 2018? Er ekki löngu kominn tími til að Íslendingar um allt land, bæði í bæjarfélögum og til sveita, fari að hysja upp um sig buxurnar og hætta að lifa eins og fáfróð illmenni og fautar og beri virðingu fyrir lífi annarra en þeirra eigin? Á landinu starfa bæði einstaklingar og samtök við gríðarlega gott sjálfboðaliðastarf gegn offjölgun katta en fólk um allt land kemst upp með að vinna beinlínis gegn þeirra starfi með einskærri heimsku.Höfundur er líffræðingur og framhaldsskólakennari.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun