Nýjum áföngum fagnað Anna Stefánsdóttir og Oddný Sturludóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Mikilvægum áföngum í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut var náð í þessari viku. Þá voru opnuð tvö tilboð vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Annars vegar tilboð í gatnagerð og jarðvinnu vegna framkvæmda við meðferðarkjarna spítalans, sem oft er kallaður hjartað í starfsemi spítalans og hins vegar tilboð í fullnaðarhönnun rannsóknarhúss. Öll voru þessi tilboð undir kostnaðaráætlun. Meðferðarkjarninn er stærsta og flóknasta framkvæmd Hringbrautarverkefnisins. Með tilkomu hans verður mikil og jákvæð breyting á aðstöðu sjúklinga, aðstandenda þeirra og starfsfólks. Þar verður öll bráðastarfsemi spítalans, 210 legurými, sem öll verða á einbýlum, auk þess sem rýmum fjölgar á gjörgæslu- og móttökudeild. Hönnun meðferðarkjarnans er á lokametrunum, stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2019 og að byggingarnar verði tilbúnar á árunum 2023-2024. Bygging rannsóknahúss er annað stórt verkefni, það mun hýsa rannsóknarstofur spítalans, þar með talinn er Blóðbankinn. Það verður breyting til batnaðar þegar rannsóknastarfsemi Landspítala sameinast undir einu þaki í stað þess að dreifast í 16 byggingar hér og þar í borginni.Nýtt sjúkrahótel Nýtt sjúkrahótel hefur þegar risið á Hringbrautarlóðinni og verður tekið í notkun innan skamms. Það er mikið fagnaðarefni og bylting í þjónustu Landspítala, sérstaklega fyrir fólk af landsbyggðinni. Á sjúkrahótelinu verða 75 vel búin herbergi, þar á meðal sérstakt fjölskyldurými. Víða á Norðurlöndunum er góð reynsla af sjúkrahótelum á lóðum sjúkrahúsa.Oddný Sturludóttir„Þörfin kallar hærra með hverju ári“ Þessi orð mælti Ingibjörg H. Bjarnason árið 1923 úr ræðustól Alþingis en Ingibjörg var ein aðaltalskona „Landspítalamálsins“ eins og það var kallað og borið uppi af þeim konum sem settust fyrstar á Alþingi og voru með sanni óþreytandi í baráttu sinni fyrir byggingu Landspítala. Ingibjörg var orðin langeyg eftir ákvörðun stjórnvalda um að leggja fé til spítalabyggingar og segja má að orð hennar eigi jafn vel við árið 2018. Uppbygging Landspítala er gríðarlegt hagsmunamál fyrir þjóðina alla, framþróun í heilbrigðisþjónustu, öryggi sjúklinga og vinnuumgjörð starfsfólks. Í stjórnarsáttmála og ríkisfjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar er uppbygging Landspítala við Hringbraut gerð að forgangsmáli. Fyrri ríkisstjórnir hafa einnig staðið myndarlega við bakið á uppbyggingunni, í raun allar ríkisstjórnir frá aldamótum, frá því fyrst að uppbygging spítalans við Hringbraut komst á dagskrá. Þá hefur borgarstjórn og Reykjavíkurborg ávallt stutt dyggilega við uppbyggingaráformin. Þessu ber að fagna, en einnig er mikilvægt að fagna hverjum áfanga í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Landssamtökin Spítalinn okkar leggja áherslu á að engar tafir verði á þessu mikilvæga verkefni. Þörfin kallar hærra með hverju ári vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar, örra tækniframfara og þeirrar sjálfsögðu kröfu landsmanna að geta treyst á framúrskarandi og örugga heilbrigðisþjónustu fyrir sig og ástvini sína.Höfundur er stjórnarmeðlimir Spítalans okkar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Mikilvægum áföngum í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut var náð í þessari viku. Þá voru opnuð tvö tilboð vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Annars vegar tilboð í gatnagerð og jarðvinnu vegna framkvæmda við meðferðarkjarna spítalans, sem oft er kallaður hjartað í starfsemi spítalans og hins vegar tilboð í fullnaðarhönnun rannsóknarhúss. Öll voru þessi tilboð undir kostnaðaráætlun. Meðferðarkjarninn er stærsta og flóknasta framkvæmd Hringbrautarverkefnisins. Með tilkomu hans verður mikil og jákvæð breyting á aðstöðu sjúklinga, aðstandenda þeirra og starfsfólks. Þar verður öll bráðastarfsemi spítalans, 210 legurými, sem öll verða á einbýlum, auk þess sem rýmum fjölgar á gjörgæslu- og móttökudeild. Hönnun meðferðarkjarnans er á lokametrunum, stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2019 og að byggingarnar verði tilbúnar á árunum 2023-2024. Bygging rannsóknahúss er annað stórt verkefni, það mun hýsa rannsóknarstofur spítalans, þar með talinn er Blóðbankinn. Það verður breyting til batnaðar þegar rannsóknastarfsemi Landspítala sameinast undir einu þaki í stað þess að dreifast í 16 byggingar hér og þar í borginni.Nýtt sjúkrahótel Nýtt sjúkrahótel hefur þegar risið á Hringbrautarlóðinni og verður tekið í notkun innan skamms. Það er mikið fagnaðarefni og bylting í þjónustu Landspítala, sérstaklega fyrir fólk af landsbyggðinni. Á sjúkrahótelinu verða 75 vel búin herbergi, þar á meðal sérstakt fjölskyldurými. Víða á Norðurlöndunum er góð reynsla af sjúkrahótelum á lóðum sjúkrahúsa.Oddný Sturludóttir„Þörfin kallar hærra með hverju ári“ Þessi orð mælti Ingibjörg H. Bjarnason árið 1923 úr ræðustól Alþingis en Ingibjörg var ein aðaltalskona „Landspítalamálsins“ eins og það var kallað og borið uppi af þeim konum sem settust fyrstar á Alþingi og voru með sanni óþreytandi í baráttu sinni fyrir byggingu Landspítala. Ingibjörg var orðin langeyg eftir ákvörðun stjórnvalda um að leggja fé til spítalabyggingar og segja má að orð hennar eigi jafn vel við árið 2018. Uppbygging Landspítala er gríðarlegt hagsmunamál fyrir þjóðina alla, framþróun í heilbrigðisþjónustu, öryggi sjúklinga og vinnuumgjörð starfsfólks. Í stjórnarsáttmála og ríkisfjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar er uppbygging Landspítala við Hringbraut gerð að forgangsmáli. Fyrri ríkisstjórnir hafa einnig staðið myndarlega við bakið á uppbyggingunni, í raun allar ríkisstjórnir frá aldamótum, frá því fyrst að uppbygging spítalans við Hringbraut komst á dagskrá. Þá hefur borgarstjórn og Reykjavíkurborg ávallt stutt dyggilega við uppbyggingaráformin. Þessu ber að fagna, en einnig er mikilvægt að fagna hverjum áfanga í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Landssamtökin Spítalinn okkar leggja áherslu á að engar tafir verði á þessu mikilvæga verkefni. Þörfin kallar hærra með hverju ári vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar, örra tækniframfara og þeirrar sjálfsögðu kröfu landsmanna að geta treyst á framúrskarandi og örugga heilbrigðisþjónustu fyrir sig og ástvini sína.Höfundur er stjórnarmeðlimir Spítalans okkar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun