Mætti með belginn fullan af bjór og frönskum en lokaði markinu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 10:00 Arpad Sterbik er stórkostlegur markvörður og það sýndi hann í Króatíu. vísir/getty Spænski markvörðurinn Arpad Sterbik fór á kostum í seinni hálfleik í gærkvöldi þegar að Spánn varð Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á lærisveinum Kristjáns Andréssonar í úrslitaleik EM 2018 í Króatíu. Sterbik lokaði markinu og lagði grunninn að sigri þeirra spænsku. Sterbik, sem fór einnig hamförum á HM 2013 þegar að Spánn varð heimsmeistari á heimavelli, var hættur í markinu hjá spænska landsliðinu en gaf leyfi fyrir því að vera á 28 manna listanum þannig að hægt væri að kalla á hann ef eitthvað kæmi upp á. Svo fór að aðalmarkvörður spænska liðsins, Gonzalo Pérez de Vargas, meiddist og voru þá góð ráð dýr fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frakklandi. Sterbik mætti til leiks og kom inn á bara til að reyna að vera vítaköst franska liðsins. Hann varði þrjú af fjórum er Spánn komst alla leið í úrslit. Sterbik spilaði svo allan seinni hálfleikinn í gær og lokaði rammanum en hann var útnefndur maður leiksins í leikslok. Ekki amaleg uppskera að fá þann titil og eina gullmedalíu fyrir að spila minna en heilan leik í heildina á öllu mótinu. En hvernig lagði þessi magnaði markvörður grunninn að því að vera svona tilbúinn í slaginn? „Ég var bara að slappa af heima. Ég var að drekka bjór og éta franskar áður en ég fékk boð um að mæta til Króatíu,“ sagði Arpad Sterbik hreinskilinn eftir sigurinn í gær. Geggjaða vörslu frá því í gærkvöldi og vítin þrjú sem Sterbik varði á móti Frakklandi má sjá hér að neðan. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30 Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03 Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43 Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Spænski markvörðurinn Arpad Sterbik fór á kostum í seinni hálfleik í gærkvöldi þegar að Spánn varð Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á lærisveinum Kristjáns Andréssonar í úrslitaleik EM 2018 í Króatíu. Sterbik lokaði markinu og lagði grunninn að sigri þeirra spænsku. Sterbik, sem fór einnig hamförum á HM 2013 þegar að Spánn varð heimsmeistari á heimavelli, var hættur í markinu hjá spænska landsliðinu en gaf leyfi fyrir því að vera á 28 manna listanum þannig að hægt væri að kalla á hann ef eitthvað kæmi upp á. Svo fór að aðalmarkvörður spænska liðsins, Gonzalo Pérez de Vargas, meiddist og voru þá góð ráð dýr fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frakklandi. Sterbik mætti til leiks og kom inn á bara til að reyna að vera vítaköst franska liðsins. Hann varði þrjú af fjórum er Spánn komst alla leið í úrslit. Sterbik spilaði svo allan seinni hálfleikinn í gær og lokaði rammanum en hann var útnefndur maður leiksins í leikslok. Ekki amaleg uppskera að fá þann titil og eina gullmedalíu fyrir að spila minna en heilan leik í heildina á öllu mótinu. En hvernig lagði þessi magnaði markvörður grunninn að því að vera svona tilbúinn í slaginn? „Ég var bara að slappa af heima. Ég var að drekka bjór og éta franskar áður en ég fékk boð um að mæta til Króatíu,“ sagði Arpad Sterbik hreinskilinn eftir sigurinn í gær. Geggjaða vörslu frá því í gærkvöldi og vítin þrjú sem Sterbik varði á móti Frakklandi má sjá hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30 Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03 Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43 Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30
Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03
Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43
Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00