Pólitískir loddarar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Í þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur ætíð að vera betra að þjóð viti um hvað hún er að kjósa en hafi ekki ranghugmyndir um það. Breska þjóðin gekk til kosninga um Brexit og andstæðingar Evrópusambandsins lofuðu henni gulli og grænum skógum ef hún afneitaði alþjóðasamtökunum. Það gerði afar naumur meirihluti bresku þjóðarinnar, mjög óvænt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Evrópusambandsins um allan heim glöddust svo mjög að engu var líkara en þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir túlkuðu sigurinn sem sigur fólksins yfir illu og yfirþyrmandi bákni sem þeir segja öllu vilja ráða. Þegar kemur að Evrópusambandinu sjá andstæðingar þess, hér á landi sem annars staðar, skrattann í hverju horni. Þegar þeir æstustu fara hamförum í fordæmingu sinni minna þeir stundum á litlu stúlkuna í The Exorcist, hausinn fer að snúast og formælingarnar streyma út úr þeim. Þá er skiljanlega erfitt að eiga við þá rökræður. Það voru engin sérstök rök fyrir því að Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Forvígismenn úrsagnar töluðu eins og landið myndi fljóta í mjólk og hunangi yrði Brexit að veruleika. Í áróðri var alið á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum. Áherslan var á það að úrsögn myndi leiða til þess að innflytjendur myndu ekki lengur streyma til Bretlands. Þetta var áróður í anda Donalds Trump og einkenndist af blekkingum og lygum. Eftir Brexit er upplausn orðin í breskum stjórnmálum. Örvænting forsætisráðherrans, Theresu May, verður greinilegri með hverjum degi. Á meðan vex gremja meðal þjóðarinnar sem hefur æ meiri efasemdir um ágæti Brexit. Í nýlegri skoðanakönnun Sky kemur fram að 51 prósent aðspurðra telur að áhrif Brexit verði slæm. Hvað á að gera þegar þjóð gerir sér grein fyrir því að hún kaus rangt í kosningum? Í hinu daglega lífi getur fólk yfirleitt fremur auðveldlega leiðrétt mistök sín, nema þau séu því verri. Eftir kosningar þarf fólk stundum að sitja uppi með þá staðreynd að það kaus kolrangt en getur ekki bætt fyrir það fyrr en í næstu kosningum. Hópur Breta þrýstir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með þeim rökum að þjóðin hafi ekki fengið réttar upplýsingar um hvað útganga úr Evrópusambandinu myndi þýða. Skoðanakönnun Sky sýnir að ef kosið yrði um málið í dag myndi þjóðin kjósa að vera áfram í Evrópusambandinu. Hér á landi var hópur stjórnmálamanna og áhrifafólks sem galaði beinlínis af fögnuði vegna úrslitanna í Brexit-kosningunni – úrslita sem Bretar harma nú almennt mjög. Þessir hörðu andstæðingar Evrópusambandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Stórum hluta bresku þjóðarinnar á að vera ljóst að stjórnmálamenn brugðust upp til hópa í mikilvægu máli. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn veki falsvonir hjá kjósendum og beiti blekkingum, eins og gert var í Brexit. Góðu fréttirnar eru að yfirleitt kemst upp um pólitíska loddara, þótt stundum gerist það æði seint. Vondu fréttirnar eru að nýir loddarar spretta upp eins og gorkúlur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur ætíð að vera betra að þjóð viti um hvað hún er að kjósa en hafi ekki ranghugmyndir um það. Breska þjóðin gekk til kosninga um Brexit og andstæðingar Evrópusambandsins lofuðu henni gulli og grænum skógum ef hún afneitaði alþjóðasamtökunum. Það gerði afar naumur meirihluti bresku þjóðarinnar, mjög óvænt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Evrópusambandsins um allan heim glöddust svo mjög að engu var líkara en þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir túlkuðu sigurinn sem sigur fólksins yfir illu og yfirþyrmandi bákni sem þeir segja öllu vilja ráða. Þegar kemur að Evrópusambandinu sjá andstæðingar þess, hér á landi sem annars staðar, skrattann í hverju horni. Þegar þeir æstustu fara hamförum í fordæmingu sinni minna þeir stundum á litlu stúlkuna í The Exorcist, hausinn fer að snúast og formælingarnar streyma út úr þeim. Þá er skiljanlega erfitt að eiga við þá rökræður. Það voru engin sérstök rök fyrir því að Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Forvígismenn úrsagnar töluðu eins og landið myndi fljóta í mjólk og hunangi yrði Brexit að veruleika. Í áróðri var alið á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum. Áherslan var á það að úrsögn myndi leiða til þess að innflytjendur myndu ekki lengur streyma til Bretlands. Þetta var áróður í anda Donalds Trump og einkenndist af blekkingum og lygum. Eftir Brexit er upplausn orðin í breskum stjórnmálum. Örvænting forsætisráðherrans, Theresu May, verður greinilegri með hverjum degi. Á meðan vex gremja meðal þjóðarinnar sem hefur æ meiri efasemdir um ágæti Brexit. Í nýlegri skoðanakönnun Sky kemur fram að 51 prósent aðspurðra telur að áhrif Brexit verði slæm. Hvað á að gera þegar þjóð gerir sér grein fyrir því að hún kaus rangt í kosningum? Í hinu daglega lífi getur fólk yfirleitt fremur auðveldlega leiðrétt mistök sín, nema þau séu því verri. Eftir kosningar þarf fólk stundum að sitja uppi með þá staðreynd að það kaus kolrangt en getur ekki bætt fyrir það fyrr en í næstu kosningum. Hópur Breta þrýstir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með þeim rökum að þjóðin hafi ekki fengið réttar upplýsingar um hvað útganga úr Evrópusambandinu myndi þýða. Skoðanakönnun Sky sýnir að ef kosið yrði um málið í dag myndi þjóðin kjósa að vera áfram í Evrópusambandinu. Hér á landi var hópur stjórnmálamanna og áhrifafólks sem galaði beinlínis af fögnuði vegna úrslitanna í Brexit-kosningunni – úrslita sem Bretar harma nú almennt mjög. Þessir hörðu andstæðingar Evrópusambandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Stórum hluta bresku þjóðarinnar á að vera ljóst að stjórnmálamenn brugðust upp til hópa í mikilvægu máli. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn veki falsvonir hjá kjósendum og beiti blekkingum, eins og gert var í Brexit. Góðu fréttirnar eru að yfirleitt kemst upp um pólitíska loddara, þótt stundum gerist það æði seint. Vondu fréttirnar eru að nýir loddarar spretta upp eins og gorkúlur.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun