Pólitískir loddarar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Í þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur ætíð að vera betra að þjóð viti um hvað hún er að kjósa en hafi ekki ranghugmyndir um það. Breska þjóðin gekk til kosninga um Brexit og andstæðingar Evrópusambandsins lofuðu henni gulli og grænum skógum ef hún afneitaði alþjóðasamtökunum. Það gerði afar naumur meirihluti bresku þjóðarinnar, mjög óvænt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Evrópusambandsins um allan heim glöddust svo mjög að engu var líkara en þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir túlkuðu sigurinn sem sigur fólksins yfir illu og yfirþyrmandi bákni sem þeir segja öllu vilja ráða. Þegar kemur að Evrópusambandinu sjá andstæðingar þess, hér á landi sem annars staðar, skrattann í hverju horni. Þegar þeir æstustu fara hamförum í fordæmingu sinni minna þeir stundum á litlu stúlkuna í The Exorcist, hausinn fer að snúast og formælingarnar streyma út úr þeim. Þá er skiljanlega erfitt að eiga við þá rökræður. Það voru engin sérstök rök fyrir því að Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Forvígismenn úrsagnar töluðu eins og landið myndi fljóta í mjólk og hunangi yrði Brexit að veruleika. Í áróðri var alið á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum. Áherslan var á það að úrsögn myndi leiða til þess að innflytjendur myndu ekki lengur streyma til Bretlands. Þetta var áróður í anda Donalds Trump og einkenndist af blekkingum og lygum. Eftir Brexit er upplausn orðin í breskum stjórnmálum. Örvænting forsætisráðherrans, Theresu May, verður greinilegri með hverjum degi. Á meðan vex gremja meðal þjóðarinnar sem hefur æ meiri efasemdir um ágæti Brexit. Í nýlegri skoðanakönnun Sky kemur fram að 51 prósent aðspurðra telur að áhrif Brexit verði slæm. Hvað á að gera þegar þjóð gerir sér grein fyrir því að hún kaus rangt í kosningum? Í hinu daglega lífi getur fólk yfirleitt fremur auðveldlega leiðrétt mistök sín, nema þau séu því verri. Eftir kosningar þarf fólk stundum að sitja uppi með þá staðreynd að það kaus kolrangt en getur ekki bætt fyrir það fyrr en í næstu kosningum. Hópur Breta þrýstir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með þeim rökum að þjóðin hafi ekki fengið réttar upplýsingar um hvað útganga úr Evrópusambandinu myndi þýða. Skoðanakönnun Sky sýnir að ef kosið yrði um málið í dag myndi þjóðin kjósa að vera áfram í Evrópusambandinu. Hér á landi var hópur stjórnmálamanna og áhrifafólks sem galaði beinlínis af fögnuði vegna úrslitanna í Brexit-kosningunni – úrslita sem Bretar harma nú almennt mjög. Þessir hörðu andstæðingar Evrópusambandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Stórum hluta bresku þjóðarinnar á að vera ljóst að stjórnmálamenn brugðust upp til hópa í mikilvægu máli. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn veki falsvonir hjá kjósendum og beiti blekkingum, eins og gert var í Brexit. Góðu fréttirnar eru að yfirleitt kemst upp um pólitíska loddara, þótt stundum gerist það æði seint. Vondu fréttirnar eru að nýir loddarar spretta upp eins og gorkúlur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur ætíð að vera betra að þjóð viti um hvað hún er að kjósa en hafi ekki ranghugmyndir um það. Breska þjóðin gekk til kosninga um Brexit og andstæðingar Evrópusambandsins lofuðu henni gulli og grænum skógum ef hún afneitaði alþjóðasamtökunum. Það gerði afar naumur meirihluti bresku þjóðarinnar, mjög óvænt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Evrópusambandsins um allan heim glöddust svo mjög að engu var líkara en þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir túlkuðu sigurinn sem sigur fólksins yfir illu og yfirþyrmandi bákni sem þeir segja öllu vilja ráða. Þegar kemur að Evrópusambandinu sjá andstæðingar þess, hér á landi sem annars staðar, skrattann í hverju horni. Þegar þeir æstustu fara hamförum í fordæmingu sinni minna þeir stundum á litlu stúlkuna í The Exorcist, hausinn fer að snúast og formælingarnar streyma út úr þeim. Þá er skiljanlega erfitt að eiga við þá rökræður. Það voru engin sérstök rök fyrir því að Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Forvígismenn úrsagnar töluðu eins og landið myndi fljóta í mjólk og hunangi yrði Brexit að veruleika. Í áróðri var alið á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum. Áherslan var á það að úrsögn myndi leiða til þess að innflytjendur myndu ekki lengur streyma til Bretlands. Þetta var áróður í anda Donalds Trump og einkenndist af blekkingum og lygum. Eftir Brexit er upplausn orðin í breskum stjórnmálum. Örvænting forsætisráðherrans, Theresu May, verður greinilegri með hverjum degi. Á meðan vex gremja meðal þjóðarinnar sem hefur æ meiri efasemdir um ágæti Brexit. Í nýlegri skoðanakönnun Sky kemur fram að 51 prósent aðspurðra telur að áhrif Brexit verði slæm. Hvað á að gera þegar þjóð gerir sér grein fyrir því að hún kaus rangt í kosningum? Í hinu daglega lífi getur fólk yfirleitt fremur auðveldlega leiðrétt mistök sín, nema þau séu því verri. Eftir kosningar þarf fólk stundum að sitja uppi með þá staðreynd að það kaus kolrangt en getur ekki bætt fyrir það fyrr en í næstu kosningum. Hópur Breta þrýstir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með þeim rökum að þjóðin hafi ekki fengið réttar upplýsingar um hvað útganga úr Evrópusambandinu myndi þýða. Skoðanakönnun Sky sýnir að ef kosið yrði um málið í dag myndi þjóðin kjósa að vera áfram í Evrópusambandinu. Hér á landi var hópur stjórnmálamanna og áhrifafólks sem galaði beinlínis af fögnuði vegna úrslitanna í Brexit-kosningunni – úrslita sem Bretar harma nú almennt mjög. Þessir hörðu andstæðingar Evrópusambandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Stórum hluta bresku þjóðarinnar á að vera ljóst að stjórnmálamenn brugðust upp til hópa í mikilvægu máli. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn veki falsvonir hjá kjósendum og beiti blekkingum, eins og gert var í Brexit. Góðu fréttirnar eru að yfirleitt kemst upp um pólitíska loddara, þótt stundum gerist það æði seint. Vondu fréttirnar eru að nýir loddarar spretta upp eins og gorkúlur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun