N1 verður „gjörbreytt“ Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 07:00 Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. vísir/valli Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segist telja að kaup félagsins á Festi, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, muni til framtíðar litið skila meiri samlegðaráhrifum en þeim 500 til 600 milljónum króna sem félagið gerir ráð fyrir í áætlunum sínum. „Þetta eru þau tækifæri sem við sjáum á borðinu en í mínum huga eru tækifærin meiri,“ segir Eggert við Fréttablaðið. „Engin spurning“ sé um það að N1 verði gjörbreytt félag eftir þrjú til fimm ár. Minna muni fara fyrir „olíufélagsandanum“. Í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar segir gert ráð fyrir að samlegðaráhrif af kaupum N1 á Festi, næststærstu smásölukeðju landsins, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti gegn skilyrðum, verði á bilinu 500 til 600 milljónir og muni koma fram á næstu 12 til 18 mánuðum. „Til framtíðar tel ég,“ nefnir Eggert Þór, „að samruninn muni skila meiri samlegðaráhrifum, en það tekur meiri tíma að ná því fram.“ Eftir margra mánaða rannsókn Samkeppniseftirlitsins og sáttaviðræður N1 og fulltrúa eftirlitsins segist Eggert Þór afar sáttur við málalyktir.„Þetta eru stór viðskipti, að ég held þau stærstu eftir hrun, og við vissum að við yrðum að láta eitthvað af hendi til þess að fá kaupin samþykkt.“Eitt af næstum 100 útibúum N1Vísir/valgarðurSameinað félag N1 og Festar skuldbindur sig til þess að selja fimm bensínstöðvar, þar á meðal þrjár stöðvar undir merkjum Dælunnar, til nýs keppinautar sem og verslun Kjarvals á Hellu og auka jafnframt aðgengi endurseljenda að birgðarými, dreifingu og eldsneyti í heildsölu. Fjárfestar tóku vel í fregnirnar af samþykki samkeppnisyfirvalda. Til marks um það hækkuðu hlutabréf N1 um 11,5 prósent í verði í 570 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Hlutabréfaverð í Högum hækkaði jafnframt umtalsvert eða um 5,5 prósent í 210 milljóna veltu en Samkeppniseftirlitið hefur kaup smásölurisans á Olís enn til rannsóknar. Endanlegt kaupverð, það er heildarvirði Festar að frádregnum vaxtaberandi skuldum, er ríflega 23,7 milljarðar króna og greiðist annars vegar með afhendingu hátt í 80 milljóna hluta í N1 á genginu 115, samtals að virði 9,2 milljarðar króna, og hins vegar með 14,6 milljarða króna greiðslu í reiðufé. Hækkaði kaupverðið um nokkur hundruð milljónir króna – miðað við verðið sem gert var ráð fyrir í viljayfirlýsingu N1 og Festar í júní í fyrra – vegna sterkrar afkomu rekstrarfélaga Festar á síðasta fjárhagsári sem lauk í febrúar.Krónan og N1 eru á leið í eina sæng.Vísir/ernirEggert Þór segist aðspurður telja kaupin vera félaginu mikilvæg til þess að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á smásölumarkaði. Félagið þurfi að ná fram hagræðingu í rekstri. „Það er engin spurning að sameinað félag er mun líklegra til þess að geta brugðist við breyttum markaði heldur en þessi tvö félög í sitt hvoru lagi,“ segir Eggert Þór og nefnir sem dæmi tækifæri í samþættingu í rekstri félaganna og betri nýtingu á staðsetningum verslana og bensínstöðva. Tækifærin séu sérstaklega mikil á landsbyggðinni þar sem staða N1 sé sterk en Krónunnar hins vegar veik. Eggert Þór segir að þótt sameinað félag verði „stórt og sterkt“ verði það engu að síður litli bróðir Haga. Samanlagðar tekjur N1 og Festar voru um 75 milljarðar á síðasta rekstrarári en til samanburðar voru samanlagðar tekjur Haga og Olís ríflega 100 milljarðar. „Það er við ansi stóran bróður að berjast þar,“ segir Eggert Þór. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30 Hlutabréf í N1 rjúka upp Hlutabréfverð í N1 hefur hækkað umtalsvert frá opnun markaða í morgun. 31. júlí 2018 10:57 Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segist telja að kaup félagsins á Festi, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, muni til framtíðar litið skila meiri samlegðaráhrifum en þeim 500 til 600 milljónum króna sem félagið gerir ráð fyrir í áætlunum sínum. „Þetta eru þau tækifæri sem við sjáum á borðinu en í mínum huga eru tækifærin meiri,“ segir Eggert við Fréttablaðið. „Engin spurning“ sé um það að N1 verði gjörbreytt félag eftir þrjú til fimm ár. Minna muni fara fyrir „olíufélagsandanum“. Í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar segir gert ráð fyrir að samlegðaráhrif af kaupum N1 á Festi, næststærstu smásölukeðju landsins, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti gegn skilyrðum, verði á bilinu 500 til 600 milljónir og muni koma fram á næstu 12 til 18 mánuðum. „Til framtíðar tel ég,“ nefnir Eggert Þór, „að samruninn muni skila meiri samlegðaráhrifum, en það tekur meiri tíma að ná því fram.“ Eftir margra mánaða rannsókn Samkeppniseftirlitsins og sáttaviðræður N1 og fulltrúa eftirlitsins segist Eggert Þór afar sáttur við málalyktir.„Þetta eru stór viðskipti, að ég held þau stærstu eftir hrun, og við vissum að við yrðum að láta eitthvað af hendi til þess að fá kaupin samþykkt.“Eitt af næstum 100 útibúum N1Vísir/valgarðurSameinað félag N1 og Festar skuldbindur sig til þess að selja fimm bensínstöðvar, þar á meðal þrjár stöðvar undir merkjum Dælunnar, til nýs keppinautar sem og verslun Kjarvals á Hellu og auka jafnframt aðgengi endurseljenda að birgðarými, dreifingu og eldsneyti í heildsölu. Fjárfestar tóku vel í fregnirnar af samþykki samkeppnisyfirvalda. Til marks um það hækkuðu hlutabréf N1 um 11,5 prósent í verði í 570 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Hlutabréfaverð í Högum hækkaði jafnframt umtalsvert eða um 5,5 prósent í 210 milljóna veltu en Samkeppniseftirlitið hefur kaup smásölurisans á Olís enn til rannsóknar. Endanlegt kaupverð, það er heildarvirði Festar að frádregnum vaxtaberandi skuldum, er ríflega 23,7 milljarðar króna og greiðist annars vegar með afhendingu hátt í 80 milljóna hluta í N1 á genginu 115, samtals að virði 9,2 milljarðar króna, og hins vegar með 14,6 milljarða króna greiðslu í reiðufé. Hækkaði kaupverðið um nokkur hundruð milljónir króna – miðað við verðið sem gert var ráð fyrir í viljayfirlýsingu N1 og Festar í júní í fyrra – vegna sterkrar afkomu rekstrarfélaga Festar á síðasta fjárhagsári sem lauk í febrúar.Krónan og N1 eru á leið í eina sæng.Vísir/ernirEggert Þór segist aðspurður telja kaupin vera félaginu mikilvæg til þess að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á smásölumarkaði. Félagið þurfi að ná fram hagræðingu í rekstri. „Það er engin spurning að sameinað félag er mun líklegra til þess að geta brugðist við breyttum markaði heldur en þessi tvö félög í sitt hvoru lagi,“ segir Eggert Þór og nefnir sem dæmi tækifæri í samþættingu í rekstri félaganna og betri nýtingu á staðsetningum verslana og bensínstöðva. Tækifærin séu sérstaklega mikil á landsbyggðinni þar sem staða N1 sé sterk en Krónunnar hins vegar veik. Eggert Þór segir að þótt sameinað félag verði „stórt og sterkt“ verði það engu að síður litli bróðir Haga. Samanlagðar tekjur N1 og Festar voru um 75 milljarðar á síðasta rekstrarári en til samanburðar voru samanlagðar tekjur Haga og Olís ríflega 100 milljarðar. „Það er við ansi stóran bróður að berjast þar,“ segir Eggert Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30 Hlutabréf í N1 rjúka upp Hlutabréfverð í N1 hefur hækkað umtalsvert frá opnun markaða í morgun. 31. júlí 2018 10:57 Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30
Hlutabréf í N1 rjúka upp Hlutabréfverð í N1 hefur hækkað umtalsvert frá opnun markaða í morgun. 31. júlí 2018 10:57
Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52