Viðskipti innlent

Hlutabréf í N1 rjúka upp

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Greint var frá kaupum N1 á Festi í gærkvöld.
Greint var frá kaupum N1 á Festi í gærkvöld. Vísir

Hlutabréfverð í N1 hefur hækkað umtalsvert frá opnun markaða í morgun. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 11,5 prósent en viðskipti með bréfin hafa numið næstum 500 milljónum króna í dag.

Hækkunin er rakin til ákvörðunar Samkeppniseftirlitins að heimila kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Elko. Greint var frá ákvörðuninni í gærkvöldi, eftir að búið var að loka fyrir hlutabréfaviðskipti dagsins. 

Hluturinn í N1 er nú verðmetinn á rúmar 116,5 krónur, en hann fór hæst í 145 krónur um miðjan febrúar í fyrra. 

Þá hafa bréfin í Högum einnig hækkað í morgun um næstum 6,5 prósent. Ætla má að ákvörðun Samkeppeniseftirlitsins hafi aukið tiltrú fjárfesta á að samruni Haga og Olíuverzlunar Íslands, sem fjallað hefur verið um að undanförnu, verði að veruleika.


Tengdar fréttir

Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi

Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um.

Fallast ekki á tillögur Haga

Samkeppniseftirlitið fellst ekki á þær tillögur sem Hagar lögðu fram til að liðka fyrir samruna samsteypunnar við Olíuverzlun Íslands og DGV.

Samkeppnislöggjöfin úrelt að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráð

Mikil samþjöppun blasir við á dagvöru- og eldsneytismarkaði nái fyrirhugaðir samrunar sem tilkynnt hefur verið um nýverið fram að ganga. Þessi þróun kemur ekki á óvart að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs sem segir gildandi samkeppnislöggjöf vera úrelta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.