Á ég að falla af því að ég er ólétt? Thelma Rut Jóhannsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 05:36 Ég er nemandi á öðru ári í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar komst ég að því að ég ætti von á barni í mars sem hefur haft mikil áhrif á skólagöngu mína. Ekki nóg með að vera barnshafandi í námi og undirbúa komu barnsins í heiminn, þá hafa verið gerðar óraunhæfar kröfur til mín sem fær mig til að spyrja; er raunverulegt jafnrétti til náms við Háskóla Íslands? Í íþróttafræði er gerð krafa um skyldumætingu í ákveðnum áföngum eins og í svo mörgum öðrum námsbrautum við Háskóla Íslands. Á meðgöngunni þarf ég að mæta í mæðravernd og fæ ég þá enga undanþágu frá tímasókn, en á vinnumarkaði tíðkast það að báðir foreldrar eigi rétt á að mæta í slíka tíma án skerðingar. Auk þess byggist einkunnagjöf í íþróttafræði á virkni í tímum og hafa verið gerðar sömu kröfur til mín og annarra nemenda. Þetta mun hafa veruleg áhrif á einkunnagjöf mína, og stend ég nú frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég þurfi að segja mig úr áföngum, þar sem ekki er hægt að koma til móts við mig. En það er ekki svo einfalt því það mun hafa veruleg áhrif, ekki aðeins á námsferil minn, heldur einnig á fjárhagsstöðu. Von er á barninu í lok mars, tveimur vikum fyrir upplestrarfrí, og ef ég missi af prófi er ekki hægt að stóla á að sjúkrapróf séu í boði. Þar af leiðandi er ég fallin ef ég missi af einu prófi og ég gæti misst lánið mitt hjá LÍN ef ég fell í fleiri áföngum. Þá er ég einnig á lista til að fá stúdentaíbúð og ekki má mikið út af bregða svo ég falli af biðlistanum þar. Allt þetta hefur sett óraunhæfar kröfur á herðar mínar. Á meðgöngu minni hafa kvíða- og þunglyndiseinkenni aukist og hef ég fengið læknisráð um að hvíla mig og varast andlegt og líkamlegt álag. Í þeirri stöðu sem ég er í núna sé ég ekki fram á geta það og hef mikið velt fyrir mér jafnrétti. Samkvæmt 24. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2016 er bannað að mismuna á grundvelli kyns. Þá segir í sömu grein að það teljist ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna meðgöngu og barnsburðar. Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands hefur það að leiðarljósi að tryggja öllum stúdentum og starfsfólki háskólans jafnan rétt og jafna stöðu og stuðla að virkri þátttöku þeirra innan háskólasamfélagsins. Að mínu mati er jafnrétti kynja ekki enn tryggt, og staða verðandi foreldra veik. Úr því þarf að bæta og við í Röskvu munum beita okkur fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Sjá meira
Ég er nemandi á öðru ári í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar komst ég að því að ég ætti von á barni í mars sem hefur haft mikil áhrif á skólagöngu mína. Ekki nóg með að vera barnshafandi í námi og undirbúa komu barnsins í heiminn, þá hafa verið gerðar óraunhæfar kröfur til mín sem fær mig til að spyrja; er raunverulegt jafnrétti til náms við Háskóla Íslands? Í íþróttafræði er gerð krafa um skyldumætingu í ákveðnum áföngum eins og í svo mörgum öðrum námsbrautum við Háskóla Íslands. Á meðgöngunni þarf ég að mæta í mæðravernd og fæ ég þá enga undanþágu frá tímasókn, en á vinnumarkaði tíðkast það að báðir foreldrar eigi rétt á að mæta í slíka tíma án skerðingar. Auk þess byggist einkunnagjöf í íþróttafræði á virkni í tímum og hafa verið gerðar sömu kröfur til mín og annarra nemenda. Þetta mun hafa veruleg áhrif á einkunnagjöf mína, og stend ég nú frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég þurfi að segja mig úr áföngum, þar sem ekki er hægt að koma til móts við mig. En það er ekki svo einfalt því það mun hafa veruleg áhrif, ekki aðeins á námsferil minn, heldur einnig á fjárhagsstöðu. Von er á barninu í lok mars, tveimur vikum fyrir upplestrarfrí, og ef ég missi af prófi er ekki hægt að stóla á að sjúkrapróf séu í boði. Þar af leiðandi er ég fallin ef ég missi af einu prófi og ég gæti misst lánið mitt hjá LÍN ef ég fell í fleiri áföngum. Þá er ég einnig á lista til að fá stúdentaíbúð og ekki má mikið út af bregða svo ég falli af biðlistanum þar. Allt þetta hefur sett óraunhæfar kröfur á herðar mínar. Á meðgöngu minni hafa kvíða- og þunglyndiseinkenni aukist og hef ég fengið læknisráð um að hvíla mig og varast andlegt og líkamlegt álag. Í þeirri stöðu sem ég er í núna sé ég ekki fram á geta það og hef mikið velt fyrir mér jafnrétti. Samkvæmt 24. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2016 er bannað að mismuna á grundvelli kyns. Þá segir í sömu grein að það teljist ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna meðgöngu og barnsburðar. Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands hefur það að leiðarljósi að tryggja öllum stúdentum og starfsfólki háskólans jafnan rétt og jafna stöðu og stuðla að virkri þátttöku þeirra innan háskólasamfélagsins. Að mínu mati er jafnrétti kynja ekki enn tryggt, og staða verðandi foreldra veik. Úr því þarf að bæta og við í Röskvu munum beita okkur fyrir því.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun