Hamilton fetaði í fótspor íslensku „Kókómjólkurinnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2018 15:34 Lewis Hamilton á fullri ferð yfir vatnið. Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1 og fjórfaldur heimsmeistari í greininni, var hér á landi í vikunni en það má sjá á Twitter-síðu hans. „Eins dags ferð mín til Íslands var geggjuð. Þetta er rosalega fallegur staður. Það eru hundrað prósent líkur á að ég fari aftur,“ skrifar Hamilton á Twitter-síðu sína og birtir skemmtilegt myndband. Í myndbandinu keyrir Hamilton á fullri ferð á torfærubíl yfir vatnslón og drífur alla leið sem ekki hver sem er getur án þess að sökkva. Það þarf alvöru hæfileika í svona aðgerð en Hamilton kann nú alveg að halda um stýrið.My 1 day trip to Iceland this week was epic, what a beautiful place that is. 100% going back! pic.twitter.com/U7grYb8cGt — Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 13, 2018 Það má gefa sér það að Hamilton hafi fengið hugmyndina úr bílasjónvarpsþættinum Top Gear. Richards Hammond, einn af þáverandi stjórnendum þáttarins, kom til Íslands árið 2009 og gerði það sama. Hammond reyndar keyrði ekki sjálfur heldur sat hann í bíl með „Kókómjólkinni“ sjálfri, Gísla Gunnari Jónssyni, einum færasta torfærukappa Íslandssögunnar. Gísli Gunnar gerði garðinn frægan á bílnum Kókómjólkin um árabil áður en hann skipti um styrktaraðila og keyrði fyrir Arctic Trucks en það var á þeim bíl sem hann skautaði yfir vatnið með Hammond. Akstur Hamiltons er svo sannarlega flottur en það verður að segjast að Kókómjólkin gerði þetta betur enda á eldri bíl og með farþega. Engu að síður skemmtilegt hjá Hamilton. Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1 og fjórfaldur heimsmeistari í greininni, var hér á landi í vikunni en það má sjá á Twitter-síðu hans. „Eins dags ferð mín til Íslands var geggjuð. Þetta er rosalega fallegur staður. Það eru hundrað prósent líkur á að ég fari aftur,“ skrifar Hamilton á Twitter-síðu sína og birtir skemmtilegt myndband. Í myndbandinu keyrir Hamilton á fullri ferð á torfærubíl yfir vatnslón og drífur alla leið sem ekki hver sem er getur án þess að sökkva. Það þarf alvöru hæfileika í svona aðgerð en Hamilton kann nú alveg að halda um stýrið.My 1 day trip to Iceland this week was epic, what a beautiful place that is. 100% going back! pic.twitter.com/U7grYb8cGt — Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 13, 2018 Það má gefa sér það að Hamilton hafi fengið hugmyndina úr bílasjónvarpsþættinum Top Gear. Richards Hammond, einn af þáverandi stjórnendum þáttarins, kom til Íslands árið 2009 og gerði það sama. Hammond reyndar keyrði ekki sjálfur heldur sat hann í bíl með „Kókómjólkinni“ sjálfri, Gísla Gunnari Jónssyni, einum færasta torfærukappa Íslandssögunnar. Gísli Gunnar gerði garðinn frægan á bílnum Kókómjólkin um árabil áður en hann skipti um styrktaraðila og keyrði fyrir Arctic Trucks en það var á þeim bíl sem hann skautaði yfir vatnið með Hammond. Akstur Hamiltons er svo sannarlega flottur en það verður að segjast að Kókómjólkin gerði þetta betur enda á eldri bíl og með farþega. Engu að síður skemmtilegt hjá Hamilton.
Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira