Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2018 08:30 Bombardier CS-300-þota lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi haustið 2016. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps Bandaríkjaforseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu kanadísku Bombardier flugvélaverksmiðjanna, CS-línuna. Úrskurðinum er fagnað í höfuðstöðvum Bombardier í Montreal. „Þetta er sigur fyrir nýsköpun, samkeppni og réttarríkið,“ sagði Bombardier í yfirlýsingu. Þetta væri einnig sigur fyrir bandarísk flugfélög og bandarískan almenning. Úrskurðinum var einnig ákaft fagnað á Norður-Írlandi þar sem eittþúsund manns vinna við smíði vængja þotunnar í verksmiðju Bombardier í Belfast. Viðskiptastríð var í uppsiglingu milli Kanada og Bretlands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar vegna málsins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi málið við Trump Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Davos í Sviss. May fagnaði úrskurðinum í gær, þetta væru góðar fréttir fyrir breskan iðnað. Bandarísku Boeing-verksmiðjurnar kvörtuðu undan Bombardier síðastliðið vor og sögðu fyrirtækið njóta óeðlilegra ríkisstyrkja eftir að Delta, næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, keypti 75 Bombardier-þotur. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna komst hins vegar að þeirri einróma niðurstöðu, með fjórum atkvæðum gegn engu, að Bombardier-þotan skaðaði ekki bandaríska framleiðslu og féllst á þau rök Delta að Boeing byði ekki upp á sambærilegan valkost við Bombardier-þotuna, í stærðarflokknum 100-150 sæta vélar. Stöð 2 fjallaði um málið í lok desember. Hér má sjá þá frétt en þar sést Bombardier-þota í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli: Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps Bandaríkjaforseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu kanadísku Bombardier flugvélaverksmiðjanna, CS-línuna. Úrskurðinum er fagnað í höfuðstöðvum Bombardier í Montreal. „Þetta er sigur fyrir nýsköpun, samkeppni og réttarríkið,“ sagði Bombardier í yfirlýsingu. Þetta væri einnig sigur fyrir bandarísk flugfélög og bandarískan almenning. Úrskurðinum var einnig ákaft fagnað á Norður-Írlandi þar sem eittþúsund manns vinna við smíði vængja þotunnar í verksmiðju Bombardier í Belfast. Viðskiptastríð var í uppsiglingu milli Kanada og Bretlands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar vegna málsins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi málið við Trump Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Davos í Sviss. May fagnaði úrskurðinum í gær, þetta væru góðar fréttir fyrir breskan iðnað. Bandarísku Boeing-verksmiðjurnar kvörtuðu undan Bombardier síðastliðið vor og sögðu fyrirtækið njóta óeðlilegra ríkisstyrkja eftir að Delta, næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, keypti 75 Bombardier-þotur. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna komst hins vegar að þeirri einróma niðurstöðu, með fjórum atkvæðum gegn engu, að Bombardier-þotan skaðaði ekki bandaríska framleiðslu og féllst á þau rök Delta að Boeing byði ekki upp á sambærilegan valkost við Bombardier-þotuna, í stærðarflokknum 100-150 sæta vélar. Stöð 2 fjallaði um málið í lok desember. Hér má sjá þá frétt en þar sést Bombardier-þota í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli:
Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30